Saga Sjálfstæðisflokksins á uppboði !

  Þegar Sjálfstæðisflokkurinn setur  fágæta muni úr sögu sinni á uppboð, er það ekki merki þess að hann vilji gleyma sögu sinni ?   Það er  svolítið einkennilegt að setja  minjar um sögu flokksins á uppboð og selja hæstbjóðanda.  Kannski er þetta einmitt   kjarni þeirrar frjálshyggju sem  sett hefur svip á flokkin undanfarin ár. Allt er falt  , ef nógu hátt er boðið.

Það er ofur skiljanlegt að Sjálfstæðismenn séu ekki stoltir af sögu  flokks síns síðastliðna  tvo áratugi. En auðvitað er það  „tær snilld" að selja  sögu flokksins  á uppboði !


mbl.is Uppboð í Valhöll á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

.. sett hefur svip á flokkinn..

Eiður Svanberg Guðnason, 21.11.2009 kl. 21:51

2 identicon

Ekki gleyma því Eiður að frjálshyggjan er ekki hugmyndasmíð Sjálfstæðisflokksins heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið upp stefnu frjálshyggjunar, frjálshyggjan er nefnilega ca. 2 alda gömul !!

Og svo má ekki gleyma að Davíð Oddsson er heldur ekki upphafsmaður frjálshyggjunar eða eini stuðningsmaður hennar, heldur öll vesturlöndin !!  Langar að benda á grein á bloggsíðu minni um þetta þessi mál.

Viskan (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:38

3 identicon

Ekki gleyma því Eiður að frjálshyggjan er ekki hugmyndasmíð Sjálfstæðisflokksins heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið upp stefnu frjálshyggjunar, frjálshyggjan er nefnilega ca. 2 alda gömul !!

Og svo má ekki gleyma að Davíð Oddsson er heldur ekki upphafsmaður frjálshyggjunar eða eini stuðningsmaður hennar, heldur öll vesturlöndin !!  Langar að benda á grein á bloggsíðu minni um  þessi mál.

Viskan (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:40

4 identicon

ljóti flokkurinn!

óli (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 00:36

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Glithanski Micaels Jacksons fór á ???

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 06:13

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó svo að ýmsir telji þessa varhugaverðu frjálshyggju meira en 2ja alda gamla, þá ber að benda sömu mönnum á að Adam Smith, höfundur ritsins Velmegun þjóðanna (Wealth of nations) var prófessor í siðfræði við hákólann í Glasgow. Sami maður ritaði mjög merkilegt annað um siðfræði rit sem oft er vitnað til en hefur fallið í skuggann af hinu. Þar er komið inn á nauðsyn þess að bera samfélagslega ábyrgð sem frjálshyggunnar menn virðast hafa yfirsést mjög illilega og hefur komið þúsundum Íslendinga í koll. Adam Smith hvatti athafnamenn ekki til gegndarlausrar græðgi heldur áttu þeir að beina kröftum sínum í þágu samfélagsins.

Adam var undir miklum áhrifum frá frönskum áhrifamönnum á sviði heimspeki og vísinda. Hann dvaldi árum saman í Frakklandi milli þessara rita sinna og ber að lesa rit hans jafnhliða en ekki aðeins það síðara.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 22.11.2009 kl. 09:11

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo Hannes frá Hólmsteini hefur bara svindlað og hirt úr dánarbúi Adams gamla það sem féll best að hans eigin eðlisþáttum!

Það var mikið slys og okkur Íslendingum dýrt.

Árni Gunnarsson, 22.11.2009 kl. 09:36

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú ekki eina tjónið af ritþjófi þessum Árni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.11.2009 kl. 14:58

9 identicon

 Ágætur og beittur pistill af vefmiðlinum AMX um sama efni og skrif síðuhaldarans minnisslaka og glámskyggna:

http://www.amx.is/fuglahvisl/11692/

Sunnudaginn 22. nóvember var efnt til uppboðs í Valhöll á munum tengdum sögu Sjálfstæðisflokksins þar á meðal var forláta kaffistell úr gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, sem nú heitir hinu frumlega nafni NASA og ákveðið hefur verið að vernda.

Smáfuglarnir undrast, að svo virðist sem þetta uppboð hafi valdið einhverju uppnámi meðal þeirra, sem ekki aðhyllast Sjálfstæðisflokkinn. Meðal þeirra er Eiður Guðnason, góðvinur smáfuglanna, sem segir á vefsíðu sinni 21. nóvember:

„Þegar Sjálfstæðisflokkurinn setur fágæta muni úr sögu sinni á uppboð, er það ekki merki þess að hann vilji gleyma sögu sinni? Það er svolítið einkennilegt að setja minjar um sögu flokksins á uppboð og selja hæstbjóðanda. Kannski er þetta einmitt kjarni þeirrar frjálshyggju sem sett hefur svip á flokkinn undanfarin ár. Allt er falt, ef nógu hátt er boðið.  Það er ofur skiljanlegt að Sjálfstæðismenn séu ekki stoltir af sögu flokks síns síðastliðna tvo áratugi. En auðvitað er það „tær snilld“ að selja sögu flokksins á uppboði!“

Smáfuglarnir þurftu að gá tvisvar til að athuga, hvort þeir væru ekki örugglega að lesa síðu Eiðs, því að þeir töldu hann vilja láta taka sig alvarlega. Er það virkilega svo, að Eiður telji, að sala á gömlu kaffistelli eða fánum marki einhver þáttaskil í sögu stjórnmálaflokks? Eða sé til marks um, að hann óttist eigin sögu?

Smáfuglarnir muna ekki betur en Eiður hafi verið í Alþýðuflokknum og setið sem slíkur, sæll og glaður, í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og eru færri ár en 20 síðan. Alþýðuflokkurinn varð síðan einskis virði, það datt meira að segja ekki neinum að bjóða í hann, flokkurinn hvarf inn í Alþýðubandalagið, sem varð til á rústum Kommúnistaflokks Íslands. Sögulaus Samfylking var hið eina, sem var talið geta bjargað hugsjónum Alþýðuflokksins. Af veraldlegum gæðum Alþýðuflokksins var ekkert eftir nema skuldasúpa.

Enn er verið að skrifa sögu Sjálfstæðisflokksins. Sögu Alþýðuflokksins var kastað verðlausri á glæ.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 18:31

10 Smámynd: Andrés Magnússon

Mér finnst þetta nú koma úr hörðustu átt, Eiður.

Það voru nefnilega þér kratar, sem innleiðuð uppboðin í íslenska pólitík. Manstu ekki þegar Jón Baldvin bauð upp hattinn. Og dans við Bryndísi sína líka! Af því tilefni kvað Sighvatur Björgvinsson:

Ógnarstuð er á mér núna,

yfirbragðið glæst.

Ég seldi hattinn, síðan frúna,

svo sel ég landið næst.

Síra Hjálmar orti af sama tilefni, eilítið veraldlegar:

Til að forða fjárhagstjóni

flest var leyft.

Ofan af og undan Jóni

allt var keypt.

Og hvernig var það með Alþýðuhúsið, sem byggt var í sjálfboðavinnu af reykvískum verkalýð? Jú, það var að selt að frumkvæði Alþýðuflokksins til þess að verða kaldhæðni örlaganna að bráð og breytast í blóthús útrásarinnar, sjálft Hótel 101. Það voru komnir víxlarar í helgidóm íslenskra stjórnmála löngu áður en Jónmundur ákvað að taka til í kjallaranum á Valhöll.

Andrés Magnússon, 22.11.2009 kl. 21:31

11 identicon

Vona að það sé fyrirboði um það sem koma skal að engin hafði áhuga á uppboðinu.  Í raun ferlega sneypulegt fyrir flokkinn.

Margrét (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 23:21

12 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Með fullri virðingu fyrir  hatti Jóns Baldvins , -- og Bryndísi  er það nú varla hluti  af  sögu flokksins, þótt  uppboð á  hatti og  dans hafi  verið  skemmtiatriði á árshátíð, eða hvað það nú var ! En ég get tekið undir með Andrési að það  ágæta hús  Alþýðuhúsið hafi orðið kaldhæðni örlaganna að bráð. Það er mikið  til í því. En þetta   uppboð, sem aldrei fór fram,  er greinilega svolítið  viðkvæmt mál.

Uppboðið féll sem  sagt niður  vegna áhugaleysis á  sögu flokksins ! En flokkurinn hefur þó sýnt  sögunni  ræktarsemi með því að kaupa stólana úr gamla þingflokksherberginu. Þeir hljóta að hafa verið eign Alþingis  eins og aðrir  húsmunir þar á bæ.

Eiður Svanberg Guðnason, 23.11.2009 kl. 09:40

13 Smámynd: Kama Sutra

Verður draslinu þá ekki bara hent á haugana - þar sem það á heima?

Kama Sutra, 23.11.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband