Molar um mįlfar og mišla CL

 Įskorun  forsetans stóš į  skjįnum ķ RŚV  sjónvarpsfréttum (16.09.2009) meš mynd  af Obama.Fyrst  hélt molaskrifari  aš Obama hefši veriš aš skora į einhvern. Nei ,veriš  var aš  fjalla um erfiš og ögrandi verkefni ķ heilbrigšismįlum  sem  bķša śrlausnar.   Hef aldrei  getaš sętt  mig   viš aš  enska oršiš  challengesé alltaf žżtt įskorunį ķslensku.

Nś ętlar  fulltrśar kķnverska įlrisans Chinalcoa š heimsękja  Hśsavķk. Eigum  viš ekki aš  ķslenska  heitiš og  kalla  fyrirtękiš Sinalco ?

Ķ  Vefdv er fréttum um Ķslending sm talinn er hafa  svikiš fé śt śr  Svķum. Fréttin er full af ambögum:  Dęmi: Heimildamašur DV.is segir Sveinn hafi veriš umfangsmikill ķ fasteignavišskiptum ķ bęnum. Hann hafi keypt fjölda ķbśšarhśsnęša į Grundarfirši ... Hér  hefši įtt  aš   segja: Heimildarmašur  DV.is  segir  Svein hafa veriš umsvifamikinn ķ fasteignavišskiptum og keypt ķbśšarhśsnęši stórum stķl. Ķ fréttinni er  żmist  sagt ķ Grundarfirši eša į  Grundarfirši.

Mannslįt ķ höfninni, segir ķ fyrirsögn į  Eyjunni (13.09.2009). Žetta er fremur klaufalegt oršalag um  žaš er  mašur finnst drukknašur ķ  Reykjavķkurhöfn.

Fróšlegt var ķ fréttum RUV  aš  heyra um lögrfręšinginn  sem kallašur hefur veriš  til ķ öllum fréttaskżringažįttum  allra mišla öšru hverju undanfarna  mįnuši. Eftir fréttinni aš  dęma ,er hann bara  venjulegur ķslenskur  kennitöluflakkari.

Tekiš skal undir meš Jónasi Kristjįnssyni sem  segir (17.09.200) į  bloggsķšu sinni:Sķzt mį fórna fé til aš leysa vanda fólks, sem keypti hśsnęši fyrir meira en žrjįtķu milljónir og bķl fyrir meira en žrjįr milljónir. Žaš er ekki hlutverk stjórnvalda aš afnema ešlileg gjaldžrot ķ žjóšfélaginu. Sama hugsun hefur veriš oršuš į  žessari sķšu. Hversvegna eiga hinir varkįru  aš  bjarga žeim sem  keyptu sér glęsivillur og  stöšutįknsbķla sem žeir höfšu ekki  rįša į, en keyptu samt ?

Žaš er  aušvitaš  fjarstęša. Žeir sem kunnu  ekki  fótum sķnum forrįš ķ fjįrmįlum  eiga  sjįlfir aš borga  skuldir  sķnar. Žeir  vešjušu į aš  gengiš mundi žróast žeim ķ hag.  Žeir töpušu og geta ekki ętlast til aš  ašrir  borgir óhófsskuldirnar fyrir žį.

Vegna  athugasemdar sem Molaskrifari birti um įskriftarsölumennsku  DV ķ gęrkveldi.  Er rétt og skylt aš geta žess aš  Reynir  Traustason  ritstjóri  DV hafši  samband  viš  Molaskrifara og bašst  afsökunar   į  framkomu žessa  sölumanns. Žaš er   žakkaš og aš  sjįlfsögšu tekiš  til greina.

Žótt hér  sé mikiš um ašfinnslur, sem  sumir kalla  tuš og  nöldur, žį er aušvitaš mikiš  af   prżšilega skrifušušum  fréttum ķ öllum mišlum. Molaskrifari er ekki sérlega  išinn viš aš lesa  ķžróttafréttir, en  Bjarni Sigtryggsson, įhugamašur um gott mįlfar, sendi  eftirfarandi frétt śr Morgunblašišinu  (16.09.2009). Aš hans  mati er žetta  vel skrifuš frétt:

Jamaķkamašurinn Powell kom fyrstur ķ mark ķ 100 metra hlaupi į móti ķ Póllandi ķ gęrkvöld. Powell rann skeišiš į 9,82 sekśndum en heimsmetiš ķ greininni į landi hans, Usain Bolton, 9,58 sek en hann var ekki į mešal keppenda.Nesta Carter var annar ķ 100 metra hlaupinu į 10,10 sekśndum og Michael Frater žrišji į 10,23 sek.Tyson Gayįkvaš aš keppa ķ 200 metra hlaupinu og hann varš hlutskarpstur į tķmanum 20,21 sek. - Molaskrifari getur  tekiš undir žaš aš žetta  er aš mestu hnökralaus frétt .

Ręš einhverra hluta  ekki viš aš breyta letrinu į fréttinni hér aš ofan ķ  tölvunni minni.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Valan

Er žaš kennitöluflakk aš skipta um kennitölu einu sinni, žrettįn įrum frį stofnun fyrirtękis? Ég held aš Björn Žorri, sem var meš gengistryggt lįn ķ erlendri mynt, sé bara aš bregšast viš žvķ óréttlęti sem bönkunum leyfšist ķ sķnum lįnavišskiptum (og Björn Žorri telur mögulega ólögleg) meš žvķ aš nota hina klassķsku ķslensku kennitöluašferš -- enda fįtt annaš ķ boši til žess aš foršast žaš óréttlęti sem gengistrygging lįna er viš efnahagslegar hamfarir į borš viš žęr sem nś ganga yfir -- og bankarnir sjįlfir, lįnveitendurnir, komu af staš.

Vandamįliš er aš kennitöluflakk til aš losa sig viš okurlįn geta bara ķslensk fyrirtęki gert, en ekki ķslenskar fjölskyldur. Bankarnir, sem fagašilar, eiga ekki skiliš aš fį žessi svķviršilega ósanngjörnu lįn greidd til baka, nema bara žį KRÓNUtölu sem var lįnuš ķ upphafi.

Valan, 17.9.2009 kl. 16:25

2 Smįmynd: Žorsteinn Briem

Appelsķna (glóaldin er ekki mikiš notaš og skįldaoršiš gullepli) er įvöxtur sķtrustrésins Citrus sinensis. Appelsķnur koma upprunalega trślega frį Indlandi, Pakistan, Vķetnam eša Kķna.

Ķ sumum tungumįlum, t.d. hollensku (Sinaasappel) og ķslensku, merkir appelsķna epli frį Kķna. Endingin -sķna er ķ rauninni gamalt heiti į Kķna en žaš var nefnt Sķna į latķnu. Eldra ķslenskt heiti į appelsķnu er eyjarepli en žaš er žannig til komiš aš fyrstu appelsķnurnar sem Ķslendingar kynntust komu frį Sikiley.

Appelsķna - Wikipedia

Žorsteinn Briem, 17.9.2009 kl. 18:25

3 Smįmynd: Eygló

Brosti einmitt meš sjįlfri mér af Sinalco-inu? Fara žeir nś śr gosdrykknum ķ vatnsvirkjanir - meš gosi?

Takk fyrir žessa setningu:  "Hversvegna eiga hinir varkįru  aš  bjarga žeim sem  keyptu sér glęsivillur og  stöšutįknsbķla sem žeir höfšu ekki  rįša į, en keyptu samt ?

Ekki vil ég neinum illt en margir žeir sem eyddu um efni fram og vel žaš; tóku lįn fyrir munaši - eru kannski bśnir meš lśxuskvótann. Tóku hann śt upp į krķt.

"Hinir" kusu aš eiga fyrir žvķ sem žeir fengu sér (Fyrir utan Ķblsj.)  Reyndar į fólk sem lét glepjast af gengistengdum lįnum, samśš mķna alla. Slķkur var žrżstingur bankafólks og ekki allir fylgjast meš eša skilja.

Eygló, 18.9.2009 kl. 00:46

4 Smįmynd: Žorsteinn Briem

Sinalco er gosdrykkur sem fyrst var settur į markaš įriš 1902. Hann er seldur ķ yfir 40 löndum og er elsti gosdrykkur Evrópu.

Įriš 1902 fann žżski vķsindamašurinn Friedrich Eduard Bilz upp „Bilz Brause“, gosduft sem hann hóf aš selja ķ félagi viš aušjöfurinn Franz Hartmann, en żmsar eftirlķkingar voru settar į markaš. Bilz og Hartmann héldu keppni um nafn į vöruna og žeir völdu nafniš Sinalco, sem er stytting į latneska oršasambandinu sine alcohole, „įn alkóhóls“.

Sinalco - Wikipedia

Žorsteinn Briem, 18.9.2009 kl. 01:25

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband