Ekki einleikið !

 Það er með ólíkindum hve margir  misskilja Ólaf Ragnar Grímsson

Stutt er  síðan  forsetaskrifstofa  skýrði frá því,að BBC  hefði misskilið Ólaf  Ragnar. Meiri  aularnir hjá BBC. Geta ekki einu sinni haft rétt eftir manni !

Nú misskilja  margir  fleiri  forsetann skv. þessari frétt Morgunblaðsins.

“Ólafur Ragnar segir að sjálfskipaðir álitsgjafar og fræðimenn sem tjáð hafi sig um orð hans síðan í gær hafi ekki réttan skilning málinu.”“Ummæli um þingrofsréttinn misskilinnÓlafur Ragnar Grímsson segist telja að það gæti einnig misskilnings með orð hans frá því í gær um þingrofsréttinn”

Það er  heint ekki einleikið hve margir  misskilja  manninn !


mbl.is Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar flókin mál eru rædd er alltaf hætta á að hlutir komi vitlaust út úr ræðumanni, hann klúðri, misskilji. Síðan getur viðmælandinn líka misskilið, misheyrst o.s.frv.

Ólafur er pólitíkus, en ég held samt að hann sé að gera það sem hann telji rétt.

Aukið upplýsingaflæði um hvað er í gangi getur ekki verið af hinu slæma. 

Ari Kolbeinsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hefurðu lesið íslenskar fréttir undanfarið? Kemur þér á óvart ef fréttafólk eru ekki alveg með á nótunum?

Villi Asgeirsson, 27.1.2009 kl. 15:04

3 identicon

Misskyldu ekki skandinavarnir hann í danska sendiráðinu hann líka í fyrra?

itg (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:03

4 identicon

Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:09

5 identicon

Daginn þann var  töluð enska í danska sendiráðinu,enda voru  Skandinavar þar í minnihluta.  Meira um það síðar.

Eiður (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:22

6 identicon

Ok...enda danir ekki skandinavar???...er þetta info sem þarf eitthvað sérstaklega að bíða með Eiður?

itg (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bíð spenntur eftir því hvað kemur út úr setningunni "meira síðar."

Ómar Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 00:45

8 identicon

Af hverju er þér illa við Ólaf Ragnar? Hann er alveg jafnhégómlegur og þú.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:16

9 identicon

Í mínum skólabókum fór það ekkert á milli mála hvernig stjórnarskráin er túlkuð. það er ekki fyrr en eftir að lögfræðingar og hagfræðingar sem hafa verið  skrifaðir út á færiböndum  með misjafnan orðstír síðustu ár,og flokksskírteini upp á vasann að ekkert sé að marka hana.  Það verður að segjast að lítið leggst fyrir kappanna.  Kannski  fer að aukast að gera hjá þeim núna þegar sótt verður að alþýðu, og rifnar af þeim eignirnar í þágu útrásarvíkinga og fyrrv. ríkisstjórnar, og Davíðs&co

J.þ.A (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband