Molar um málfar og miđla 390

   Sjaldgćft er ađ steypireyđ reki á land, var sagt í fréttum Stöđvar tvö (26.08.2010). Steypireyđur er kvenkynsorđ og  beygist: nf. steypireyđur, ţf.steypireyđi, ţgf. steypireyđi, ef. steypireyđar.

Breskir fjölmiđlar hafa gert ţví skóna, ađ.... var prýđilega sagt í tíu fréttum  Ríkissjónvarps (26.08.2010).  Ađ gera  einhverju skóna  er ađ  gera ráđ fyrir einhverju  eđa  búast viđ einhverju.  Sjá t.d. Mergur málsins  eftir dr.  Jón G. Friđjónsson bls. 767

   Molavin sendi eftirfarandi (26.08.2010):  Á vef Ríkisútvarpsins segir í frétt ma..: "Flokksskrifstofa danska jafnađarmannaflokksins í Frederiksberg var rýmd ađ hluta í morgun..."

Ég hef búiđ á Friđriksbergi, sem er sjálfstćtt bćjarfélag, umlukiđ Kaupmannahöfn. Hiđ vinsćla danslag "Det var pĺ Frederiksberg, det var i Maj
jeg fik en pige kćr, og det var dig" stađfestir ađ Danir segja ekki "í" Friđriksbergi heldur "á". Enn ein ábendingin um brýna ţörf á uppsláttarritum og notkun ţeirra á fréttastofum".

Gott er ađ eiga  hauk í horni, Molavin.

   Molaskrifari hafđi leyft sér ađ  vona ađ ţađ vćri liđin tíđ  ađ  starfsmenn Ríkisútvarpsins  notuđu  ađstöđu sína til ađ hampa persónulegum áhugamálum sínum eins og purkunarlaust var gert hér á árum áđur. Ýmsir, sem nú eru á efri árum, muna til dćmis hvernig  Ríkisútvarpiđ var misnotađ, ţegar veriđ var ađ mótmćla fyrirhugađri húsbyggingu Seđlabankans  norđan Arnarhóls.

   Morgunţáttur   Rásar eitt, Vítt og breitt, sem alla jafna er međ besta efni  Ríkisútvarpsins,   var  nýlega eins og hann lagđi sig, helgađur gömlu Laxárdeilumáli (26.08.2010).  Jafnframt   var einum starfsmanni Ríkisútvarpsins send  sérstök afmćliskveđja og  flutt í heild ávarp sem sá hinn sami  hafđi flutt daginn áđur norđur viđ Laxá. Sá starfsmađur,sem hér um rćđir, er  alls góđs maklegur, en Ríkisútvarpiđ á ekki ađ misnota međ ţessum hćtti. Samkvćmt ţessu ćttu allir starfsmenn Ríkisútvarpsins ađ fá sérstakar kveđjur og umfjöllun í dagskrá, ţegar ţeir eiga afmćli. Hér á ekki ađ gera mannamun 

 Starfsmönnum ţjóđarútvarpsins hćttir á stundum til ađ gleyma ţví ađ Ríkisútvarpiđ er ohf ,opinbert hlutafélag, ekki ehf,einkahlutafélag.


Molar um málfar og miđla 389

 Ekki ólíklegt, ađ hún hafi rekiđ á land..... sagđi  viđmćlandi fréttastofu,sem rćtt var  viđ um hvalreka  norđur á Skaga.  Ţessi  villa verđur ć algengari.  Hér  hefđi veriđ rétt  ađ segja:  Ekki er ólíklegt ađ hana (steypireyđina) hafi rekiđ  á land ...

 Ađ vanda blakti fáni menningar og málvöndunar viđ hún í morgunţćtti  Rásar tvö í Ríkisútvarpinu í morgun, föstudag (27.08.2010). Ţá rćddu stjórnendur  viđ hana Gróu sína á Leiti,sem flytur vikulegt slúđur (ađ ţeirra eigin  sögn) frá Hollywood. Ţarna var hlustendum sagt frá  konu ,sem hafđi orđiđ ólétt međ ágćtum dreng og einhverjum sem hafđi gengiđ í gegnum efnameđferđ. Ţar  fyrir utan sagđi konan hédddna ,hédddna og náttlega oftar en  tölu verđur á komiđ. Umsjónarmenn Rásar tvö hafa greinilega ekki fengiđ í hendur bćklinginn um málstefnu Ríkisútvarpsins, né heldur hefur hann borist vestur ađ Kyrrahafi. Og svo voru hlustendur  kvaddir međ : Bć !

 Hádegisfréttatími Bylgjunnar einkum ţó fyrrihlutinn,(24.08.2010) var hafsjór af ambögum. Nokkur  dćmi: ..  og óskorđađur foringi jafnaldra sinna í prestastétt.   Ţarna hefđi fréttamađur átt  ađ segja.. óskorađur  foringi. Ţađ er ekkert til sem heitir óskorđađur foringi. Ţađ er bara rugl. ... hafi átt rćtur sínar í vina- og kunningjahóp Ólafs.  Hér hefđi átt ađ segja ... í vina- og kunningjahópi Ólafs. ...barst alţjóđadeild lögreglunnar hér á landi upplýsingar.. Hefđi átt ađ ađ vera: ... bárust alţjóđadeild lögreglunnar hér á landi upplýsingar...   Lögregla hefur ekki viljađ svara ţví til hvort tengsl séu milli..  Í ţessu setningarbroti er  orđinu til   ofaukiđ. Lögregla hefur ekki viljađ svara ţví.... Talsvert af upplýsingum og ábendingum  frá almenningi hafa borist...  Ćtti ađ vera : Talsvert af upplýsingum og ábendingum hefur borist  frá almenningi.

  Morđinginn ófundinn í níu daga, sagđi í undarlegri  fyrirsögn á  fréttavef Ríkisútvarpsins (25.08.2010)

  Móđir barns eđa barna í  Vesturbćjarskóla ,sem rćtt var  viđ í  fréttum Ríkissjónvarps (26.08.2010)  sagđi um skúra,  sem  settir hafa  veriđ niđur á  skólalóđinni, ađ ţeir vćru morknir. Morkinn  ţýđir úldinn, rotinn eđa maltur.  Myndirnar sem   sýndar voru međ fréttinni báru međ sér ađ  ţađ sem sást af undirstöđum skúranna var grautfúiđ eđa feyskiđ.  Viđur fúnar, en  berg getur  morknađ af  völdum jarđhita og handrit geta morknađ í hillum, segir íslensk orđabók.

Úr mbl.is (26.08.2010): Í gćrkvöldi var greint frá ţví á mbl.is ađ talsverđ seinkun varđ á flugi flugfélagsins Astraeus til og frá Bretlandi í júnímánuđi, samkvćmt nýrri skýrslu frá flugmálastjórn ţar í landi, CAA. Astreus rekur flugvélarnar sem fljúga undir merki Iceland Express.  Ţetta stađfestir ţađ sem  hér hefur  áđur veriđ sagt. Iceland Express er ekki flugfélag heldur ferđaskrifstofa. Ţađ er ţví rangt, ţegar  fjölmiđlar tala um flugfélagiđ Iceland Express.


Ónýt stjórnsýsla og Ríkisútvarpiđ ohf

   Í beinskeyttum  bloggpistlum hefur  Jónas Kristjánsson oft    fjallađ um  handónýta stjórnsýslu íslenska ríkisins. Jón Baldvin Hannibalsson hnykkti á ţessu  í ágćtu viđtali í Útvarpi Sögu (25.08.2010). Hér  kemur lítil saga um hina  ónýtu stjórnsýslu.  Fimmta nóvember 2009 skrifađi ég mennta- og menningarmálaráđherra Katrínu Jakobsdóttur bréf vegna ólöglegra  áfengisauglýsinga í  Ríkissjónvarpinu. Leiđ nú og beiđ. Ekkert gerđist. Átjánda mars  2010  sendi ég  menntamálaráđherra tölvubréf og  spurđist fyrir um erindi mitt.  Hún svarađi ađ bragđi. Embćttismenn höfđu ekki haft burđi til ađ koma  bréfinu til hennar. Hún hafđi aldrei séđ ţađ. Máliđ lá í skúffu kansellistanna.Sem höfđu greinilega ákveđiđ ađ gera ekki neitt. 

  Skömmu  síđar  fékk ég bréf frá  ráđuneytinu ţar sem mér var  tjáđ ađ  skv. nýlegri lagabreytingu  heyrđu málefni Ríkisútvarpsins ohf undir  fjármálaráđuneytiđ. Erindi mitt hefđi veriđ framsent fjármálaráđuneytinu . Menntamálaráđuneytiđ  sendi erindi mitt  26. mars einnig   til frú Svanhildar Kaaber   formanns stjórnar Ríkisútvarpsins  ohf, en hún er ţar fulltrúi VG.  Var henni sent erindiđ  til „góđfúslegrar fyrirgreiđslu", eins og ţađ er orđađ.

  Áfram sat viđ sama. Ekkert gerđist. Frá  formanni stjórnar  Ríkisútvarpsins  heyrđist hvorki hósti né stuna. Tíunda  ágúst  skrifađi ég    frú Svanhildi Kaaber til ađ spyrjast fyrir um hvađ liđi afgreiđslu erindis míns frá   fimmta nóvember 2009.   Tíu dögum siđar, eđa tuttugasta ágúst 2010, fékk  ég svo bréf frá  einum af yfirmönnum Ríkisútvarpsins um ađ  lögfrćđingur Ríkisútvarpsins telji áfengisauglýsingarnar (kallađar „léttölsauglýsingar”) löglegar og  ađ Ríkisútvarpiđ reyni eftir megni ađ leggja  rćkt viđ íslenska tungu.  Aumt var ţađ plagg. Bćklingur  um málstefnu Ríkisútvarpsins  fylgdi. Hann hefur sennilega ekki borist  fréttastofunni enn.  Ég skrifađi  formanni stjórnar Ríkisútvarpsins, Svanhildi Kaaber. Hún sá ekki ástćđu til ađ svara mér, heldur fól undirsáta ađ svara, seint og um síđir  eftir ađ  rekiđ hafđi veriđ  á eftir málinu.   Ţađ er sjálfsagt til of mikils mćlst  ađ formađur stjórnar  Ríkisútvarpsins svari  bréfum  frá    óbreyttum viđskiptavinum stofnunarinnar.    Ţađ  tók  stjórnsýsluna   nćstum tíu mánuđi ađ  afgreiđa  ţetta einfalda  erindi.

  Ef   einföldu málin  er  afgreidd međ ţessum hćtti í stjórnkerfinu, hvađ ţá um hin stćrri ?

   Ţađ er satt sem  Jónas Kristjánsson   segir og  Jón Baldvin tekur undir. Ţetta kerfi er ónýtt. Kerfiskerlingar og karlar  telja sig  yfir ţađ hafin ađ svara erindum nema međ miklum eftirgangsmunum.  

Molar um málfar og miđla 388

  Ţađ var prýđilega ađ orđi komist á mbl.is (24.08.2010) ţegar sagt var , ađ fellibylurinn Danielle sćki í sig veđriđ.

  Kvenkynsnafnorđiđ  stígandiţýđir  ađ eitthvađ magnast  eđa hćkkar eftir ţví sem á líđur, - jöfn áhersluaukning,segir íslensk orđabók. Ţetta orđ  vefst  á stundum fyrir   fjölmiđlamönnum.  Í fréttum Stöđvar tvö (24.08.2010) var sagt frá  fjölgun úrsagna úr  ţjóđkirkjunni.  Fréttamađur sagđi:  Hefur orđiđ vart viđ stíganda.Ţetta er ekki rétt. Stígandi beygist:  nf. stígandi, ţf. stígandi, ţgf. stígandi,ef.  stígandi. Fréttamađur hefđi getađ  sagt: Úrsögnum úr ţjóđkirkjunni hefur  fjölgađ undanfarna  daga.Orđiđ stíogandi  fer ekki vel í ţessu samhengi ađ mati Molaskrifara.  E.t.v hefđi mátt segja: Stígandi hefur  veriđ í úrsögnum úr ţjóđkirkjunni undanfarna daga.

 Enn skal hér vikiđ stuttlega ađ Útvarpi Sögu. Ađfaranótt ţriđjudags (23.08.2010) heyrđi Molaskrifari   síđari hluta ţáttar, sem líklega hafđi fyrst veriđ  fluttur ađ morgni föstudagsins, eđa laugardagsins nćsta á undan. Ekki var ţess getiđ í ţáttarlok hverjir  ţar hefđu komiđ fram. Ekki  heyrđi Molaskrifari betur  en ađ ţađ versta  úr Hrafnaţingi ÍNN hefđi veriđ  dregiđ ađ hljóđnema  Útvarps  Sögu. Molaskrifari giskar á, ađ ţarna  hafi veriđ á ferđinni ţáttur  verđbréfamiđlarans  og  fjármálasnillingsins alkunna, Guđmundar Franklíns Jónssonar. Ţađ er ţó  reyndar ađeins ágiskun. Bandaríska  Fox sjónvarpsstöđin er  eins og biblíulestur í sunnudagskóla miđađ viđ ţađ sem ţarna var á borđ  boriđ fyrir  hlustendur,sem áttu sér einskis ills von.

   Ţarna var talađ berum orđum um ađ  reka ćtti alţingismenn út og skipa utanţingsstjórn eđa „neyđarstjórn" eins og ţađ var kallađ. Allt   átti ţetta ađ gerast í nafni  lýđrćđis. Ţađ átti sem sé ađ koma á  lýđrćđi međ einrćđi ! Halda  stjórnendur ţessa fjölmiđils, ađ allir hlustendur séu fífl ?  Víst er ađ suma má sćma ţeirri nafnbót, en  ekki alla eins og ţarna virtist lagt til grundvallar.

   Ţađ er hćttulegt, ţegar sami ósannindavađallinn er endurtekinn á hverjum degi og  oft á dag. Ţá fara auđtrúa sálir  ađ trúa ţví ađ sannleikur sé á ferđ. Stjórnendur Útvarps Sögu eru hér ađ leika ljótan leik, - ekki bara ljótan heldur og  óheiđarlegan. Einrćđi hefur áđur veriđ komiđ á nafni  lýđrćđis. Sagan geymir ófagrar  sögur af ţví. Er ţađ ţađ, sem ţetta liđ vill?

  Skylt er ađ geta ţess ađ stundum er bitastćtt efni í Útvarpi Sögu, ekki síst í morgunţáttum Markúsar. Hann rćddi í morgun (25.08.2010) viđ Jón Baldvin. Jón Baldvin  talar mannamál  og greining hans á  pólitísku stöđunni var skýr, -- ađ vanda.

  Í pólitík er   stundum talađ um vanheilagt bandalag. Ţađ er íslenskun á enska  orđtćkinu unholy alliance.   Vanheilagt bandalag hefur nú myndast milli Morgunblađsins og Jóns Bjarnasonar landbúnađarráđherra.

Af fréttavef Ríkisútvarpsins (23.08.2010):  Mynd merkt Ţorvaldi Skúlasyni hefur tvívegis veriđ skilađ til gallerísins vegna grunsemda um ađ ţađ sé falsađ.   Hér finnst  Molaskrifara ađ ćtti ađ standa: Mynd merktri  Ţorvaldi Skúlasyni....   Ţađ er annars svolítiđ sérkennileg vinnuregla hjá Ríkisútvarpinu ađ  birta  ekki morgunfréttirnar, sem  fluttar eru klukkan  fimm og sex á morgnana á netinu. Hvađ veldur? Varla getur ţađ veriđ kostnađur.


Molar um málfar og miđla 387

 Sumir fréttamenn eiga í erfiđleikum međ sögnina  ađ ljúka.  Fréttaţulur  Ríkissjónvarpsins  sagđi í  tíufréttum (23.08.2010): ... ţegar sautjánda umferđ úrvalsdeildar karla í knattspyrnu lauk. Sautjánda umferđ lauk ekki , heldur lauk sautjándu umferđ. Á ţessu er munur. Munurinn á réttu og röngu. Rétt var hinsvegar  fariđ međ ţetta  í  sexfréttum útvarps ađ morgni  nćsta dags (24.08.2010).

Stjórnendur Stöđvar tvö eru ekki vandir ađ virđingu sinni ,ţegar ađ málvöndun kemur. Íţróttafréttir Stöđvar tvö eru á stundum mikill ambögugrautur.  21.08.2010 sagđi íţróttafréttamađur Stöđvar tvö okkur  , ađ  sveit  ţeirra Bergţórs, Óskars, Benediktar og Jóns hefđi boriđ sigur úr býtum. Sami fréttamađur sagđi:.. var mikill samhugur í öllum.  Fréttamađur ,sem kann ekki ađ beygja mannsnafniđ Benedikt á ekkert erindi á skjáinn.  Látiđ ţennan fréttamann ekki fara  ađ hljóđnema, nema einhver  sem er sćmilegur í íslensku sé búinn ađ lesa handritin áđur.

 Ţađ er röng stefna  hjá  fréttastofu Ríkisútvarpsins ađ láta alla fréttamenn lesa fréttir. Sumir  eru óhćfir  fréttalesarar ,en geta veriđ ágćtir fréttamenn. Ţetta   er sagt m.a. í tilefni fréttalesturs um miđjan dag 22.08.2010. Ef ţetta  á  ađ heita einhverskonar jafnréttisstefna, ţá er hún byggđ á misskilningi  og  kemur niđur á hlustendum. Ţađ á ađ velja fólk   til fréttalesturs sem  hefur  skýra rödd og áheyrilega.

  Ţađ ber ekki vott um ríkan málskilning ,ţegar fréttamađur  Stöđvar tvö (22..08.2010) segir: Ţađ  er ekki spurning um hvort eđa hvenćr  slys muni verđa. Veriđ var ađ segja frá slćmum frágangi  verktaka  á byggingarsvćđum í Hafnarfirđi. Hér  hefđi fréttamađur átt ađ segja: Ţađ er ekki spurning um hvort, heldur hvenćr  slys muni verđa.


Molar um málfar og miđla 386

  Ţađ er til marks um algjöra veruleikafirringu dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins,ađ ţeir skuli halda  ađ ţjóđin vilji ţátt eins og Popppúnkt í meira en klukkutíma   klukkan rúmlega  hálf átta á laugardagskvöldum.  Ţetta er besti  sjónvarpstími vikunnar. Ţennan ţátt ćtti ađ sýna klukkan hálf  átta á mánudagsmorgnum. Lifi nauđungaráskriftin. Ţađ skal í ţađ. Í kjölfar poppţáttarins kemur svo unglingaefni sem unglingarnir í minni fjölskyldu , ađ minnsta kosti ,hafa ekki minnsta áhuga á.

Úr hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (21.08.2010): .. í verklagsreglum Vestiu eignarhaldsfélagi Landsbankans.  Hefđi átt ađ vera ...í verklagsreglum eignarhaldsfélags Landsbankans. Fréttamađur sagđi: Menntaskólinn á Tröllaskaga er til húsa í gamla  gagnfrćđaskólahúsinu í Ólafsfirđi,sem hefur gengiđ í gegnum töluverđur endurbćtur ađ undanförnu. Nýr skólameistara sagđi: ... ţađ vćri veriđ ađ  auka fjárveitingar ţar inn,  og  ... á Eyjafjarđarsvćđinu njótum viđ ţess ađ skólinn er ađ koma inn. Á mbl.is er haft eftir sama skólameistara: : „Viđ förum ađ sjá unga fólkiđ meira heimaviđ og menntunarstigiđ eykst. Samvirkni milli menntastofnunar og samfélagsins skiptir máli,“ . Ekki finnst Molaskrifara ţetta lofa  góđu. Ef hann ćtti heima á Tröllaskaga mundi hann sennilega senda börn sín í MA. 

 Úr íţróttafréttum Ríkisútvarpsins  í hádeginu (21.08.2010):  Leikurinn,sem fram fór í gćrkvöld, lauk međ   fjögurra marka sigri Póllands. Hér hefđi íţróttafréttamađur  auđvitađ átt ađ segja: Leiknum, sem fram  fór í gćrkvöld, lauk međ  fjögurra marka  sigri  Póllands. Eđa: leiknum í gćrkveldi lauk međ fjögurra marka sigri Póllands.  Leikurinn lauk ekki. Líklega ćtti Ríkisútvarpiđ  frekar átt ađ ráđa handritalesara ,en málfarsráđunaut.

Hversvegna ţurfa ágćt íslensk byggđarlög ađ nota í  í netfangaheitum,  ţegar veriđ er ađ  auglýsa á íslensku og auglýsingunum er beint ađ Íslendingum? Dćmi:  visitakureyri.is og visithunathing.is. Ţetta eru óţarfa slettur,sem  Ríkisútvarpiđ ćtur dynja á okkur dag eftir dag.

visir.is (21.08.2010): Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti Menningarnótt fyrir stundu í tjaldi viđ Ferđamálastofu Íslands Fréttavefur Ríkisútvarpsins (21.08.2010):Menningarnótt í Reykjavík var sett í 15. sinn af Jóni Gnarr borgarstjóra klukkan 13.Germynd  á visir.is er betri óţörf ţolmynd ruv.is.

   Ţađ var eitthvađ barnslega bjálfalegt viđ ţađ, ţegar Kjartan Magnússon  fv. stjórnarformađur Orkuveitu Reykjavíkur kom í  fjölmiđla  um helgina til ađ kenna öđrum um ófarir Orkuveitunnar.  Sjálfstćđismenn eru  saklausir sem ungabörn. Ţetta er allt öđrum ađ kenna.  Ţađ er  međ ólíkindum hve  sumir  stjórnmálamenn halda kjósendur heimska.


Molar um málfar og miđla 385

  Ţađ var vel orđađ, ţegar sagt var í fréttum Ríkisútvarpsins (20.08.2010) ađ fyrrverandi forstjóri Actavis hefđi veriđ ađ bera víurnar í  fjölmarga starfsmenn Actavis, - reyna ađ fá ţá til starfa fyrir sig. Á vef Stofnunar Árna Magnússonar er ţetta orđatiltćki skýrt svona:  „Orđasambandiđ er ađ bera víurnar í einhvern eđa eitthvađ. Vía er egg mađkaflugunnar í fiski eđa kjöti. Orđasambandiđ, sem ţekkt er frá ţessari öld, er ţannig hugsađ ađ einhver hafi ágirnd á einhverju, vilji leggja eitthvađ undir sig eins og flugurnar gera ţegar ţćr verpa í kjöt eđa fisk".  Sá sem skrifađi ţessa frétt fćr  prik fyrir fínt orđalag.

   Sá sem  skrifađi frétt er flutt var í  morgunfréttum Ríkisútvarpsins (21.08.2010) og sagđi, - ţegar kjörstađir í Ástralíu verđa opnađir, fćr líka  prik. Fyrir  ađ segja  verđa opnađir, en ekki ţegar kjörstađir opna  eins og alltof margir  fjölmiđlungar taka til orđa.

  Fyrst Molaskrifari er nú á ţeim slóđum (sjaldförnu, mundu sumir líklega segja !) ađ hrósa fjölmiđlamönnum. lćtur hann ekki hjá líđa ađ hrósa Vísnahorni Péturs Blöndals í Morgunblađinu. Ómissandi viđ upphaf dags.

Íslensk stjórnvöld höfđu vanrćkt  ađ fullgilda ekki (samning). Ţannig komst ţáttastjórnandi í Útvarpi Sögu ađ orđi (20.08.2010). Ekki mjög rökrétt hugsun. Í stíl viđ annađ ţeim bćnum.

 Í Fréttabréfi Garđabćjar , 20. ágúst segir: Góđ ađsókn hefur veriđ í Hönnunarsafn Íslands... Venja er ađ tala um góđa ađsókn einhverju ekki í  eitthvađ.

Lengi hefur Molaskrifari látiđ skjáauglýsingu um gullkaup fara í taugarnar á sér. Á  skjánum segir eitthvađ á ţessa leiđ: Ég, Magnús Steinţórsson gullsmíđameistari , er ađ kaupa  gull, gullpeninga og gullskartgripi o.sv.frv.  Ţessi auglýsing   er stundum birt međ  tíufréttum Ríkissjónvarpsins og  alveg er Molaskrifari handviss um, ađ ţá er ţessi Magnús ekki ađ kaupa gull.  Hér ćtti auđvitađ ađ standa: Ég, Magnús Steinţórsson, gullsmiđur, kaupi gull, --- ekki er  ađ kaupa gull.  Reyndar er ţetta rétt í  ţulartexta  međ auglýsingunni. En ţađ er til marks  um  málblindu ţeirra, sem  stýra  birtingu sjónvarpsauglýsinga   Ríkissjónvarpsins, ađ ţessu skuli kastađ framan í okkur áhorfendur  kvöld eftir kvöld.

Visir.is (20.08.2010): Hnífurinn var beittur á annarri hliđinni og međ bakka á hinni, eins og lögregla orđar ţađ. Eins og lögregla orđar ţađ ,segir  vefmiđillinn visir.is . Jónas Hallgrímsson orti í  frćgasta ástarljóđ íslenskra bókmennta:  „Háa skilur hnetti himingeimur, blađ skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fćr aldregi eilífđ ađ skiliđ."  ... blađ skilur bakka og egg," -  orđsins snilld í hćstum hćđum.


Molar um málfar og miđla 384

 

 Aldrei  er Molaskrifari sáttur viđ ţađ orđalag, ţegar sagt er ađ eitthvađ sé komiđ til ađ vera. Finnst ţađ enskulegt. Í  hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ( 19.08.2010) var  sagt ađ hrossasóttin margumrćdda vćri komin til ađ vera. Ţetta var svo endurtekiđ í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Í fréttayfirliti var sagt, ađ veikin vćri komin varanlega til landsins.  Hrossasóttin er sem sagt orđin landlćg á Íslandi.

  Í fréttum Stöđvar tvö (19.08.2010) var sagt frá hljómplötuútgáfu á Íslandi. Ţar var sagt ađ  Svavar Gestsson hefđi  gefiđ út plötu međ  söng Fjórtán  Fóstbrćđra. Ţađ er  rangt. Svavar Gests gaf plötuna út. Hann  var tónlistarmađur og  ötull plötuútgefandi. Hann gaf  út tugi hljómplatna. Svavar Gestsson var ráđherra og seinna sendiherra. Ekki er vitađ til ađ hann hafi gefiđ út hljómplötur.

  Íţróttafréttir  Stöđvar tvö (19.08.2010) voru  eins og svo oft áđur mikiđ ambögusafn:  ... munu keppa fyrri leikinn,.....  ef Valsstúlkum takist ađ fara međ sigur  hólmi.... Mikil meiđsli hafa veriđ í herbúđum íslenska liđsins... Er ţá fátt eitt taliđ.

  Ţóra Arnórsdóttir og Benedikt Ketilsson fóru á Geysi, sagđi umsjónarmađur Kastljóss (19.08.2010). Ekki kann Molaskrifari ađ meta  forsetninguna á í ţessu samhengi. Betra hefđi veriđ ađ segja:  ... fóru ađ Geysi.

 Úr mbl.is (19.08.2010): ...fyrirskipađi ađ um 300 tímabundnum tjaldbúđum sígauna vítt og breytt um landiđ skyldi lokađ. Tímabundnum tjaldbúđum ? Hér skín enskan í gegn. Hefur líklega veriđ: Temporary encampments. Vítt og breytt um landiđ. Ţađ var og.

  Ágćtur mađur ađ nafni Eiríkur Stefánsson er einn helsti sérfrćđingur Útvarps Sögu um allt milli himins og jarđar. Hann minnir  Molaskrifara um margt  á „sérfrćđingana", sem í gamla daga létu móđan mása í kaffitímum, vissu allt öđrum betur,  kunnu ráđ viđ öllu og lá stundum hátt rómur. Eiríkur vill loka öllum sendiráđum Íslands, nema ţremur. Hann er međ utanríkisţjónustuna á heilanum eins  fleiri á ţessum fjölmiđli. Hann veit líklega ekki ađ ţá munu önnur lönd loka sendiráđum sínum á Íslandi. Ţá verđa ţrjú  sendiráđ í Reykjavík. Viđ höfum örugglega meiri tekjur af sendiráđunum hér,  en sem nemur útgjöldum vegna sendiráđa okkar erlendis. Enda okkar sendiráđ  fámenn  og ódýr í rekstri.  Ţá vill Eiríkur loka fimm íslenskum háskólum af sjö. Hann er ókunnugur ţeirri stađreynd, ađ menntun ţegnanna  er besta fjárfesting hverrar ţjóđar. Auđvitađ verđur samt ađ hagrćđa  og  nýta fjármuni vel á öllum stigum menntakerfisins. Svona fullyrđingar eru ódýrt lýđskrum  og í ágćtum stíl  viđ ţann anda sem skapađur hefur veriđ í Útvarpi Sögu.


Molar um málfar og miđla 383

  Ungum blađamanni var einu sinni ráđlagt ađ lesa á hverju ári  einhverja af Íslendingasögunum, ef hann vildi  taka framförum í  stíl og málnotkun. Í nokkur ár tókst ađ standa viđ ţetta. Ţetta  hollráđ má  ađ skađlausu endurtaka  og beina  til  ungs fólks sem nú fćst viđ skriftir í fjölmiđlum. Vaxi ungum fjölmiđlungum ţetta í augum,  ţá ţurfa ţetta ekki endilega ađ vera gullaldarbókmenntirnar heldur bara góđir  textar nútímahöfunda.

  Ţá dettur Molaskrifara í hug ađ benda á  Góđa dátann Svejk, eftir Jaroslav  Hasek (1883-1923)  sem hiklaust er  ein af perlum heimsbókmentanna. Ţýđing Karls  Ísfelds  er hrein snilld (segi helst ekki lengur tćr snilld eftir  ađ bankamađurinn, höfundur Icesave, eyđilagđi ţađ orđtak). Ţetta er dásamlegur texti. Konfekt (eins og góđvinur Molaskrifara segir um fína texta) orđgnóttin sjaldgćf og valdiđ á  tungunni traust. Ef ungu fólki vex í  augum ađ lesa  bókina ţá er til  á 12 hljómdiskum upplestur  Gísla Halldórssonar leikara á ţýđingu Karls, samtals  sextán klukkustundir. Hljóđbókaklúbburinn gaf út 1995 og á heiđur skilinn  fyrir ţađ. Lestur  Gísla  er listaverk. Magnađ listaverk. Ţađ er dauđur mađur,  sem Gíslí  hrífur ekki međ sér  á flug og hjá Molaskrifara er skammt milli skellihlátra undir  ţeirri stórkostlegu skemmtan sem ţađ er ađ upplifa   Góđa dátann Svejk  međ Gísla Halldórssyni. 

Ţađ er eins gott ađ hafa skriđstillinn viđ stjórnvölinn, ţegar hlustađ er á  Gísla lesa  Svejk í bíl  á leiđ  austur í sveitir.

Kjarnyrtur txti Karls Ísfelds  er  öndvegiskennari, - ţeim sem vilja lćra.

 Úr mbl.is (18.08.2010): Eldurinn logađi glatt í spýtuhrúgu á 2. hćđ hússins ţegar slökkviliđ kom ađ. Hér hefđi átt ađ tala um spýtnahrúgu  ekki spýtuhrúgu.

 Úr mbl.is (18.08.2010): Slökkviliđs- og sjúkrabíll eru nú á leiđ upp í Heiđmörk, en tilkynning barst um ađ heyrst hefđi í mögulegu bílslysi. Alltaf heyrir mađur eitthvađ nýtt! Ţetta orđalag hefur Molaskrifari aldrei heyrt áđur.

 Blađamađur á visir.is  skrifar (18.06.2010):Olía lak úr bílnum sem velti og var óttast ađ hún lćki í vatniđ. Bíllinn sem velti! Ţetta er eiginlega  verra en smábarnamál.   Ţiđ ţurfiđ ađ bćta ykkur, Vísismenn.  Eftirfarandi er úr mbl.is  sama dag: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/18/olvun_i_heidmork/

  Úr dv.is (19.08.2010):Ţeim langar ađ ferđast um heiminn og međal stađa sem ţeim langar ađ fara til eru Aqaba í Jórdaníu, Kúveit, Búdapest, Marseille, Silkeborg og Baden-Baden svo einhverjir séu nefndir. Ţeim langar....  Ţađ var og.  Tuskađu ţágufallssjúklingana til, Reynir ritstjóri. Ţeim langar er tvítekiđ  í ţessari stuttu setningu !

 


Molar um málfar og miđla 382

„Ekki er kyn ţótt keraldiđ leki, ţví botninn er suđur í Borgarfirđi", áttu Bakkabrćđur ađ hafa sagt á sínum tíma. Fréttamađur Stöđvar tvö  sagđi (17.08.2010) í fréttum: ... eins og  fram hefur  komiđ í fréttum lak fyrirtćkiđ seyruvökva úr rotţrónum út á vatnsverndarsvćđiđ á Ţingvöllum. Fyrirtćkiđ lak ekki. Starfsmenn fyrirtćkisins losuđu  seyru eđa seyruvökva úr  rotţróm á  vatnsverndarsvćđi,  sem er  auđvitađ glćpsamlegt athćfi. En heilbrigđisyfirvöld virđast ćtla ađ taka á ţessu međ silkihönskum. 

  Í fréttum Ríkissjónvarpsins (17.08.2010) sagđi fréttamađur: ... ţá hafa  fjöldi ábendinga borist frá almenningi. Hér  hefđi fréttamađur betur  sagt, -- ţá hefur fjöldi ábendinga borist frá almenningi. Eđa: ...ţá hafa  fjölmargar ábendingar borist frá almenningi.

  Ţeir sem lesa eđa  segja fréttir  verđa ađ vera skýrmćltir.  Ríkissjónvarpiđ sagđi  frá  kóramóti (17.08.2010)  sem á vef   Ríkisútvarpsins var reyndar  kallađ , 1800 manna kórmót (svo!). Ógerlegt var ađ  heyra hvort sá  sem flutti okkur fréttina  sagđi: ... hátíđin lýkur, eđa hátíđinni lýkur. Ţetta var hálfgert tuldur

Eftirfarandi orđalag af pressan.is  (17.08.2010) er út í hött:... hann er grunađur um ađild viđ verknađinn.  Réttara vćri: .., hann er grunađur um ađild ađ verknađinum.   Talađ er um ađ eiga  ađild ađ einhverju, ekki ađild  viđ eitthvađ.  

 

Makalaus er vitleysan sem  vellur upp úr fyrirferđarmestu ţáttastjórnendum Útvarps Sögu, útvarpsstjóranum Arnţrúđi og Pétri  Gunnlaugssyni. Dag eftir  dag tala skötuhjúin um ađ hér  ţurfi ađ koma á  utanţingsstjórn og ađ forseti Íslands  verđi ađ  skerast í leikinn !  Ţađ hefur áđur  veriđ nefnt hér  ađ svona bull ber vott um hyldjúpa vanţekkingu  á lýđrćđi, ţingrćđi og stjórnkerfi landsins.  Ţađ versta  viđ ţetta er , ađ   til er  auđtrúa fólk,sem  trúir ţessari vitleysu. Ţetta er ţví ekki ađeins slćmt. Ţetta er hćttulegt.  Ţađ er nefnilega gömul saga og ný, ađ sé lygi endurtekin nćgilega oft,  fara margir ađ halda ađ hún sé heilagur sannleikur.

Ţau Arnţrúđur og Pétur  tala ćvinlega  eins og á Bessastöđum sitji einvaldur,  sem  geti ţegar honum svo sýnist vikiđ löglegri stjórn landsins frá og skipađ stjórn ađ eigin geđţótta. Ţau segja ađ ţađ  vćri gert í nafni lýđrćđis, ef Ólafur Ragnar  tćki sig  til og skipađi utanţingsstjórn ađ höfđu ítarlegu samráđi viđ sjálfan sig !

   Ólafur Ragnar hefur ađ vísu  haft uppi ýmsa einstćđa og sérstćđa  tilburđi í embćttistíđ  sinni á Bessastöđum. En ţetta vald hefur hann ekki . Guđi sé lof fyrir ţađ.

 Molaskrifari man ekki betur en Halldór Laxness hafi einhvern tíma sagt, ađ heimsins mesta lýgi  vćri á prenti. En ţađ var fyrir  daga Útvarps Sögu.

 Forgangsröđun stjórnenda Ríkisútvarpsins í Efstaleiti kemur  venjulegu fólki oft undarlega fyrir sjónir. Nú er  ţátturinn Orđ skulu standa  skorinn viđ trog, en fastráđnum fótboltafrćđingum,sem Ríkisútvarpiđ svo kallar fjölgađ á íţróttadeildinni.  Ţátturinn Orđ skulu standa  fjallar um  íslenska  tungu. Móđurmáliđ á ekki alltaf upp á pallborđiđ í upphćđum Efstaleitisins.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband