Molar um málfar og miđla 478

  Ríkisútvarpiđ  flytur  margvíslegt gott efni bćđi í útvarpi og  sjónvarpi. Ţar starfar líka margt prýđilega hćft fólk. Stofnuninni eru hinsvegar um margt mislagđar hendur í dagskrárgerđinni. Ţar er gleggsta  dćmiđ ,sem oft hefur veriđ nefnt hér í Molum ađ á fimmtudagskvöldum er okkur bođiđ upp á  ţrjár amerískar ţáttarađir í beit. Ţađ er  auđvitađ óbođlegt. Sömuleiđis eru amerískar  kvikmyndir, sem oft  flokkast undir ţađ sem Molaskrifari  kallar  dellumyndir, eđa rusl, sýndar á besta tíma á laugardagskvöldum eftir svokallađan skemmtiţátt sem fram tikl ţessa hefur veriđ einstaklega  lítiđ skemmtilegur. Ţađ er líka einstaklega vond dagskrárgerđ. Sunnudagskvöldin eru  bestu  kvöldin í dagskrá  vikunnar í Ríkissjónvarpinu.

Laugardaginn 4. desember  sýndi Ríkisútvarpiđ  viđskiptavinum sínum óvenjulega  fyrirlitningu. Í auglýstri dagskrá átti ađ endursýna Útsvar frá kvöldinu áđur klukkan 17 15. Molaskrifari greip í tómt. Ekkert  Útsvar,  heldur  hlé  frá  klukkan  17 20 til  17 40, síđdegis á laugardegi !  Hjá  Ríkisútvarpinu fengust  ţćr upplýsingar ađ endursýningu Útsvars hefđi veriđ flýtt  og hún hefđi veriđ fyrr um daginn. Íţróttirnar ruddu öđru efni burt eins og venjulega. Ţađ er sök sér ađ seinka útsendingu efnis , ef  ţađ  er tilkynnt , -  en ađ  flýta  útsendingu  međ ţessum  hćtti  sýnir bara  botnlaust virđingarleysi fyrir  viđskiptavinum   stofnunarinnar.

  Viđ búum  viđ nauđungaráskrift  ađ  Ríkisútvarpinu.  Undan henni verđur ekki komist.  Viđskiptavinir  stofnunarinnar eiga hinsvegar enga  ađkomu ađ stjórn  stofnunarinnar.  Stjórnmálaflokkarnir  skipa  trúnađarmenn sína í stjórn stofnunarinnar. Ţeir  koma ekki nálćgt  dagskránni. Ţeir fjalla ađeins um rekstur  stofnunarinnar,   laun ćđstu stjórnenda  bílamál ţeirra og fleira.  Ráđamenn ćttu ađ sjá til ţess, ađ viđskiptavinir stofnunarinnar eigi einhverja ađild ađ ţví hvernig  dagskrá ţeim er  bođiđ upp á. Málefni  stofnunarinnar heyra  víst einkum undir fjármálaráđherra og menntamálaráđherra. Ţeir ţurfa ađ taka  til í Efstaleitinu.

 Úr fréttum Stöđvar tvö (05.12.2010):  Mikil eftirvćnting ríkti í hjarta ungu kynslóđarinnar.... Molaskrifari er á ţví, ađ hér hefđi átt ađ segja: Mikil eftirvćnting ríkti í hjörtum ungu kynslóđarinnar...

 Hér er sífellt veriđ ađ  tuđa um sömu hlutina. Í  hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (03.12.2010) las annars prýđilegur   fréttaţulur í fréttayfirliti skýrt og skilmerkilega, án ţess ađ hiksta:  Ţing  Sjómannasambandsins lýkur í dag. Ánnađhvort hefur  ţulurinn  ekki veriđ ađ hlusta á eigin lestur eđa hann veit ekki betur. Vonandi  á hiđ fyrra viđ.  Hann  hefđi átt ađ segja: Ţingi Sjómannssambandsins lýkur í dag.  Ţađ er ekki svo ađ eitthvađ ljúki, - heldur lýkur einhverju.


Molar um málfar og miđla 477

  Í Fréttablađinu (02.12.2010) er einstaklega  ósmekkleg auglýsing  frá Stöđ 2, Sport 2. Ţar eru auglýstir  50 helgileikir í jólamánuđinum. Átt er  viđ  knattspyrnuleiki. Í  auglýsingu er mynd af knattspyrnumanni  viđ steindan glugga og undir stendur:  Hann er upprisinn.  Í  texta  auglýsingarinnar stendur  svo: Stöđ 2, Sport 2 bođar yđur mikinn fögnuđ...  Er hćgt ađ leggjast lćgra?   Á ţetta ađ vera fyndiđ ? Nýtt lágkúrumet.

  Í fréttum Ríkisútvarpsins var  talađ um  salmónellu í kjúklingi (02.12.2010). Fremur ólíklegt er ađ um einn kjúkling hafi veriđ ađ rćđa. Ţetta orđalag var margendurtekiđ í hádegisfréttum sama dag. Yfirdyralćknir  talađi hinsvegar um salmonellusýkingu í eldishópum. Málvenja er ađ tala  um ađ vinna í fiski og  fiskverkun.  Molaskrifari kannast ekki viđ sömu málvenju  varđandi kjúklinga.

Á fullveldisdaginn  sćmdi Háskóli Íslands  ţrjá mćta rithöfunda heiđursdoktorsnafnbót. Ţađ var ađ verđleikum. Ekki varđ  Molaskrifari ţess var ađ  sjónvarpsstöđvunum ţćtti ţetta fréttnćmt. Vera  má ţó, ađ frétt um ţennan atburđ hafi fariđ fram hjá honum.

 Glöggur lesandi spurđi hvort ekki  vćri eitthvađ athugavert  viđ auglýsingu um  morgunţátt Sigga Storms á heimasíđu Útvarps  Sögu. Ţađ er rétt  athugađ. Ţar stendur: Morgunţáttur međ Sigga Storm. Á auđvitađ ađ vera: Morgunţáttur međ Sigga Stormi.

 Í seinni fréttum Ríkissjónvarps   stćrir stofnunin sig gjarnan  af ţví ađ  fréttavefur RÚV á netinu sé uppfćrđur allan sólarhringinn. Molaskrifari  fór í fréttaleit og  skođađi fréttavef Ríkisútvarpsins.  Erlendar fréttir á   vef RÚV:  Frétt klukkan 20 22 (02.12.2010). Nćsta frétt klukkan 02 23 (03.12.2010). Ţar nćsta frétt klukkan 05 27 (03.12.2010). Ekki er  útkoman betri , ţegar kemur ađ innlendum fréttum á vefnum. Ţar var frétt sett á vefinn klukkan  22 42 (02.12.2010). Nćsta frétt var sett inn klukkan 07 46 (03.12.2010)  Ţetta kallar  RÚV ađ vefurinn sé  uppfćrđur allan  sólarhringinn !   Ekki verđur sagt, ađ ţessi fréttaţjónusta  sé upp á marga fiska.


Molar um málfar og miđla 476

  Fréttapistlar Sveins Helgasonar frá  Bandaríkjunum eru međ  besta efni í fréttatímum  Ríkisútvarpsins.

  Eftir ágćta umfjöllun um  efnahagskreppuna  á  Írlandi,  stillti   fréttamađur Ríkissjónvarpsins sér upp viđ barborđ í Dyflinni  (01.12.2010)   og  skálađi viđ hlustendur. Hvert var tilefniđ.? Átti ţetta ađ vera  fyndiđ?

 Í   fréttatíma BBC  sjónvarpsins á hádegi á fimmtudag (02.12.2010) var  fyrstu ţrettán mínúturnar einvörđungu  velt  vöngum um vćntanlega  ákvörđum um ţađ  hvort heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu  muni fara fram  í  Bretlandi áriđ 2018.  Ţađ var ekki fyrr en ađ ţrettán mínútum liđnum ađ   byrjađ var ađ segja  frá ţví ,ađ sjö ţúsund skólar, margir  flugvellir og  vegir  vćru lokađir vegna fannfergis. Samgöngur í landinu hálflamađar.  Svona rađa Bretar   fréttunum.

  ...hefur  framlengt samningi sínum, sagđi íţróttafréttamađur Ríkisútvarpsins (01.12.2010). Ađ mati Molaskrifara er ţađ málvenja  ađ tala um framlengja  samning,  framlengja víxil (lánaform sem nú heyrir víst sögunni til). Hann hefur vanist ţví  ađ   sögnin stýri  ţolfalli, ekki ţágufalli.

 Molaskrifari  hlustađi á fréttir Hauks Hólm (01.12.2010) klukkan  14 00 í Útvarpi Sögu. Fréttir Hauks  eru yfirleitt ágćtar,og hann vel máli farinn,  en  eins manns fréttastofa  hlýtur ađ styđjast mjög  viđ ađra fjölmiđla. Ţađ sakađi ekki geta ţessa  svona  stundum.  Annars  kom ţađ mest  á óvart, ađ  ţegar   fréttum lauk  var  Molaskrifara sagt ađ hann vćri ađ hlusta á  morgunútvarp, Útvarps  Sögu!   Ţá  var  Molaskrifara  nokkru síđar sagt ađ klukkan   vćri ellefu mínútur yfir átta.  Ţá var klukkan farin ađ ganga ţrjú!  Ţađ var hinsvegar dapurlegt í ţessu „eftirhádegiđ morgunútvarpi" ađ hlusta  á fyrrum afbrotamann níđa nafngreint fólk og ónafngreint úr Garđinum.  Ţađ var hvorki honum né umsjónarmanni til sóma.

Í fréttum Útvarps  Sögu (02.12.2010) var talađ um ţar síđasta mánuđ. Molaskrifari minnist ţess  ekki ađ hafa heyrt ţetta orđalag áđur. Nú er  desember. Var ţá  átt viđ október? Líklega.

  Heift  Morgunblađsins  gegn ESB brýst nú út  í leiđaraárásum á   starfsmenn utanríkisráđuneytisins, einkum ađalsamningamann Íslands. Ţetta er ómaklegt og óvenjulegt. Ţađ gerist ć oftar ađ  Morgunblađiđ gengur  fram af  fólki í pólitískum skrifum.


Molar um málfar og miđla 475

  Úr dv.is (29.11.2010): Uppljóstrunarsíđan Wikileaks er undir árás en forsvarsmenn síđunnar greina frá ţví á Twitter-síđu sinni. Á íslensku er ekkert til  sem heitir ađ vera undir árás.  Ţetta er aulaţýđing úr ensku:  .. to be under attack.   Á  íslensku er  talađ um a ađ verđa fyrir  árs  eđa  sćta árásum.

    Í ţessum Molum hefur oft  veriđ hamrađ á ţví hve  nauđsynlegt er ađ fréttamenn hlusti  á ţađ sem ţeir  sjálfir  lesa.   Ţetta verđur aldrei of oft  sagt. Í hádegisfréttum  Ríkisútvarpsins (30.11.2010) las reyndasti  fréttaţulur  stofnunarinnar ađ hćkka ćtti útsvarsprósentuna í Reykjavík  úr   ţrettán komma  ţremur prósentum í ţrettán komma   tuttugu prósent.Ţađ kom svo í ljós í fréttinni sjálfri ađ veriđ  var ađ hćkka  prósentuna úr 13.03% í 13.20%. Ţetta hefđi reyndur mađur átt ađ heyra.

 Annađ dćmi af sama toga  mátti heyra í  sexfréttum Ríkisútvarpsins (30.11.2010), en ţá  sagđi fréttamađur, ađ Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir  vćri formađur  Samfylkingarinnar. Ţulur  leiđrétti ţetta ekki  í lok fréttarinnar. Hann  hefur ţví líklega ekki veriđ ađ hlusta.  Fréttamenn hljóta ađ ţekkja nöfn  formanna  íslensku  stjórnmálaflokkanna. Ţađ er ekki löng  nafnaruna.

  Í  sjónvarpsauglýsingu  er  talađ um hvađ gerist, ef menn taki lögin í eigin hendur.  Molaskrifari er  vanur ţví ađ heyra  talađ um  ađ taka  lögin í sínar  hendur. En  víst kann  svo ađ vera  ađ hin myndin sé einnig algeng.


Molar um málfar og miđla 474

 Í  fréttum  Ríkissjónvarpsins á kjördag (27.11.2010) var rćtt viđ  formann landskjörstjórnar, sem fréttamađur kallađi yfirmann landskjörstjórnar.  Hvernig  hefur ţetta veriđ  svona  heilt yfi spurđi   fréttamađur  formanninn. Heilt yfir? Ţađ var líka einkar ófaglegt ađ ćtlast  til ţess ađ formađur landskjörstjórnar lýsti  vonbrigđum međ  drćma kosningaţátttöku. Fréttamađur  sem segir:  Dáldil traffík og misjafnt er hvenćr kjörstöđum lokar , ţarf  meiri ţjálfun áđur hann er settur á skjáinn og   sendur inn í stofu til okkar. 

 Ţeir sem ćtla ađ hlusta á fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan 17 00 á laugardögum   grípa  í tómt.  Fréttastofu  ríkisins  ţóknast ekki ađ hafa  fréttir ţá  eins og  virka daga. Ţá  er  bara ađ hlusta á  Bylgjuna. Ţar eru fimmfréttir á laugardögum.

Samkvćmt fjárlagafrumvarpinu á ađ fćkka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á  St. Jósefsspítala. Skilur einhver ţetta?  Tilvitnunin  er úr grein eftir  ţingmann Framsóknarflokksins í Fréttablađinu  27. 11.2010. Hér er  svo setning úr  dv.is (27.11.2010): „Kristkirkja á Íslandi ćtlar ekki lengur ađ koma illa fram viđ hvort annađ,“ sagđi Símon Geir Geirsson, úr Fíladelfíukirkjunni... Aftur er spurt: Skilur einhver ţetta?

 Heimildamyndin Aldrei aftur, sem  Ríkissjónvarpiđ sýndi á sunnudagskvöld  (28.11.2010) var of löng. Ţar var illa fariđ međ áhugavert  hráefni. Samhengi var stundum ábótavant, en ágćtum tilţrifum brá  fyrir,  til dćmis viđtölum  viđ gömlu konurnar á Guernsey, öllu heldur frásögnum ţeirra. Ţađ var áhrifamikiđ. Myndina hefđi mátt stytta um allt ađ ţví helming eđa gera   tvćr  styttri myndir međ betri klippingu og leikstjórn. Lokaatriđiđ á Ţingvöllum  hefur ekki veriđ ódýrt í uppsetningu  og var meira en   hallćrislegt.


Molar um málfar og miđla 473

  Auglýsingastofur, stórfyrirtćki og nokkur veitingahús hafa ađ undanförnu lagst á  eitt  ađ trođa  slettum inn í máliđ. Ţessar slettur  eru  tax-free dagar (Ţegar veittur er afsláttur ,sem nemur virđisaukaskattsprósentunni), outlet (einskonar verksmiđjuútsala) og  bruns eđa bröns(veglegur  hádegisverđur, oftast á laugardegi eđa  sunnudegi, blanda úr ensku orđunum breakfast og lunch). Ţessir ađilar eru ađ vinna  óţurftarverk međ skipulagđri málmengun.

 Mjög góđur Tungutakspistill Baldurs Sigurđssonar, Orđfćđarstefnan, í Sunnudagsmogga.

  Ađ lausn vćri ađ vćnta, - sagđi fréttamađur  Ríkisútvarpsins í sexfréttum (26.11.2010). Hefđi átt ađ segja ađ lausnar vćri ađ vćnta. Sami fréttamađur sagđi:  .. til handa  skuldavanda heimilanna. Ekki  gott orđalag.

 Úr mbl.is (27.11.2010): Ríkasti mađur Indlands, milljarđamćringurinn Mukesh Ambani, hélt nýveriđ innflutningsveislu á nýbyggđu heimili sínu, sem er taliđ vera ţađ stćrsta - og dýrasta - í heimi.  Ţađ er ekki íslensk málvenja ađ tala um ađ byggja heimili. Fólk  byggir hús, en stofnar heimili. Innflutningsveisla. Ţađ var og.

  Nokkrum ţraut ţolinmćđi,sagđi  fréttamađur Ríkissjónvarps (26.11.2010). Molaskrifari er á ţví ađ betra hefđi veriđ: Nokkra ţraut ţolinmćđi...  veriđ var ađ  segja  frá biđröđum viđ utankjörfundaratkvćđagreiđslu í Reykjavík.

Morgunblađiđ er nú í brúarvinnu. Ţađ er ađ byggja  brýr  til VG.  Blađiđ kemur Jóni Bjarnasyni ráđherra hraustlega til varnar í leiđara vegna ómaklegra   persónulegra árása. Ţingmađur VG  Atli Gíslason fćr  svo  drottningarplássiđ í leiđaraopnunni, - miđjuna úr hćgri síđunni. Undir hvađ?  Undir  grein  sem  harkaleg árás á  ESB. Ja, hérna. 

Skondin er auglýsing  veitingastađarins Thai A á Akranesi í  Útvarpi Sögu um taílenskt  jólaborđ!. 0.7% íbúa Thailands  eru kristinnar trúar og halda vćntanlega heilög jól .  Rúmlega 94% eru Búddistar og  5% Múslímar. Ţeir vita varla hvađ jól eru. Ţetta minnir á ţegar veitingastađur auglýsti kínverskt  jólaborđ !  Ţeir sem ţekktu kokkinn höfđu vit á ađ borđa heldur heima.

  Ríkisútvarpiđ ţrjóskast viđ ađ kalla Hringekjuna á laugardagskvöldum  skemmtiţátt.  Ţađ er hún ekki.

  Eftir fréttum ađ dćma er meginhlutverk sumra upplýsingafulltrúa í stjórnarráđinu ađ láta fjölmiđla alls ekki ná til sín. Ţađ eru auđvitađ upplýsingar líka.


Molar um málfar og miđla 472

 Eftirfarandi setningarbrot úr dv.is (26.11.2010) er lýsandi dćmi um skort á máltilfinningu: Kostnađurinn nemur um tvćr milljónir króna ...  Hér  ćtti ađ standa: Kostnađurinn nemur um tveimur milljónum króna. 

 Annađ dćmi um skort  á máltilfinningu úr hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (26.11.2010): Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna  álvers viđ Bakka á  Húsavík var skilađ í gćr....  Mat var ekki skilađ, heldur var mati skilađ.  Er ţađ  í rauninni svo ađ ţađ les enginn yfir  ţađ sem álfarnir  skrifa áđur en ţví   er hellt yfir okkur hlustendur ?

 Ţađ ćtti ađ vera vinnuregla í Ríkisútvarpinu  ađ  segja ţannig  frá ártölum, ađ  allt ártaliđ sé  nefnt , ekki bara tveir síđustu tölustafirnir.  Í útvarpsţćtti (26.11.2010) var talađ um  smáskífu, sem komiđ hefđi út áriđ  sjötíu og  sex ! Glöggir  hlustendur hafa ţó  líklega áttađ sig á ţví ,ađ hljómplötuútgáfa var  ekki hafin áriđ  sjötíu og sex og  ekki einu sinni átjánhundruđ sjötíu og  sex. Ríkisútvarpiđ á ađ forđast svona latmćli.

  Lýsingarorđiđ vinsćll stigbreytist,  vinsćll, vinsćlli, vinsćlastur. Miđstigiđ er ekki vinsćlari eins og ţáttastjórnandi í   Útvarpi Sögu sagđi (26.11.2010)

Ţađ er bara  ţađ sem ţeir kalla  discrimination, sagđi  stjórnarformađur Útvarps Sögu (26.11.2010). Er ţađ ekki  rétt munađ ađ útvarpsstjóri   ţessarar stöđvar hellti sér yfir konu,sem vildi  fá ađ tala  ensku, er hún hringdi til stöđvarinnar ?  Orđiđ  discrimination er nefnilega enska. Útvarpsstjórinn ćtti  ađ byrja  á ţví ađ tala  viđ stjórnarformann sinn. Hćg eru heimatökin. Ţađ er góđ regla ađ  byrja  tiltektina heima hjá sér.


Molar um málfar og miđla 471

   Kjörstađir opna klukkan tíu, sagđi fréttamađur Ríkisútvarpsins í hádegisfréttum (26.11.2010). Er mönnum alveg  fyrirmunađ ađ nota  sögnina ađ opna rétt ?  Kjörstađir opna  hvorki eitt  né neitt. Kjörstađir verđa  opnađir  klukkan tíu. Ótrúlegt. Hvađ segir málfarsráđunautur? Er hann ekki örugglega enn viđ  störf?

  Var leitađ til íslenskra dómara međ ađstođ, sagđi íţróttafréttamađur Ríkisútvarpsins í sexfréttum (25.11.2010) Hér hefđi  fréttamađur átt ađ  segja ađ leitađ  hefđi  veriđ til íslenskra dómara um ađstođ.

 Líklega  var Molaskrifari ekki einn um ađ verđa hissa á ađ heyra ráđherra  lýsa vonbrigđum međ „ađ Hćstiréttur  skuli hafa metiđ meira  bókstafsskilning  á eignarréttarvernd kröfuhafa  heldur en vernd einkalífs og heimilis  eignalauss  fólks". Á ekki Hćstiréttur ađ  dćma  eftir  bókstaf laganna ? Ef bókstafur laganna  er  rangur  ađ mati ráđherra og ţingmanna eiga ţeir ađ breyta lögunum ,en ekki skamma Hćstarétt.

   Einfaldar lausnir viđ erfiđum vandamálum var sagt í sjónvarpsauglýsingu (25.11.2010) í Ríkissjónvarpinu. Molaskrifari hallast ađ ţví ađ  rétt sé ađ tala um lausnir  á  vandamálum, ekki viđ vandamálum.

  Af mbl.is (266.11.2010): Lögregla á eftirliti veitti ferđum ţeirra athygli ...  Hér hefđi veriđ betra ađ segja: Lögreglumenn í eftirlitsferđ veittu ferđum ţeirra athygli, -  veriđ var ađ segja frá innbrotum í sumarhús í Grímsnesi.

 Ţađ var hárrétt, sem Eiríkur Tómasson prófessor  sagđi í Ríkissjónvarpinu í k völd: Íslensk  stjórnmál eru frumstćđ.  Viđ sáum ţetta rćkilega í fréttatímum beggja sjónvarpsstöđvanna í kvöld (18.11.2010)

  Merkilegt fréttamat hjá  Ríkissjónvarpinu okkar, ađ  frétt um ađ  Svarthöfđabúningur úr kvikmynd hafi ekki  selst á uppbođi í Lundúnum, skuli hafa ratađ inn í ađalfréttatíma  kvöldsins. Ţetta var einhver mesta „ekki frétt", sem Molaskrifari hefur lengi séđ. Ekki margt fagmannlegt viđ svona fréttamat. Ţá má  auđvitađ líka  um ţađ deila  hvađa  erindi  óléttufréttir eiga í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Katrínu Jakobsdóttur  er  hinsvegar óskađ til hamingju međ ađ eiga  von á sínu ţriđja barni.

 Glöggur lesandi sendi eftirfarandi athugasemd (25.11.2010):  „Verđ ađ vekja athygli á ţessari setningu úr bloggi Ţorbjargar Marínósdóttur (Tobbu) á DV.is:„Ţessir ungu strákar uldu miklum usla á Akureyri á síđasta ári međ skemmdaverkum sinum.“Oft hefur mađur séđ sögnina ađ valda vefjast fyrir fólki, en ţetta held ég ađ toppi allt saman." Ţetta er eiginlega  alveg sérstakt  afrek !


Molar um málfar og miđla 470

  Í frétt Morgunblađsins (24.11.2010) um  framkvćmdir  í grennd  viđ náttúruperlu í Noregi segir: „Ferđamenn leggi bílum sínum viđ veitingastađinn, borgi sem svarar  1200 kr fyrir bílastćđiđ og  og ţađan liggi  gönguleiđir um fjalliđ og nćsta nágrenni". Svo ćtla talsmenn ferđaţjónustunnar á Íslandi ađ ganga af  göflunum ef  rćtt er um  smávćgilega  gjaldtöku   viđ íslenskar náttúruperlur, sem   nú eru margar hverjar í eyđileggingarhćttu  vegna mikillar umferđar og áníđslu.  Viđ getum margt lćrt af Norđmönnum um ferđamennsku.

   Talsmanni  Arion banka tókst ađ  segja ađ minnsta kosti ţrisvar sinnum: Viđ erum ađ sjá ,  viđ erum ekki ađ sjá,ţegar rćtt  var um verđbólguhorfur í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ((25.11.2010)

  Gaman er ađ geta fylgst međ fréttum  japanska NHK World News   og  hins  kínverska CCTV 9  af  atburđum á Kóreuskaga. Kínverjar taka ekki mikiđ upp í sig  og  stíga varlega til jarđar. Hafa til dćmis ekkert sagt um hvor   hleypti  af fyrsta skotinu. Japanir ganga ađeins lengra. Ţeir  segja framferđir Norđur Kóreru  hćttulegt  óafsakanlegt. 

  Nýlega var ţeirri spurningu varpađ fram í Útvarpi Sögu hvort íslenskir  fjölmiđlar  almennt  vćru frjálsir, - ţ.e. lausir  viđ áhrif eigenda sinna. Ţetta  kalla  stjórnendur  stöđvarinnar  skođanakönnun, sem ţađ auđvitađ er ekki, - langur vegur frá.   453 svöruđu á vefsíđu stöđvarinnar. 80.09% töldu ađ fjölmiđlar  vćru ekki frjálsir. 18.36%  töldu  fjölmiđla frjálsa,  1.55% voru hlutlausir.  Ef kalla á  Útvarp Sögu  fjölmiđil, ţá  er líklega  leit ađ miđli , sem  bergmálar skođanir   eigenda og stjórnenda sinna jafn purkunarlaust og gert er í Útvarpi Sögu.  Ţađ var  hinsvegar meiriháttar skemmtiatriđi ađ  hlusta á  stjórnarformann Útvarps  Sögu  skýra  frá úrslitum ţessa samkvćmisleiks stöđvarinnar. Molaskrifari ţorir ekki  freista ţess ađ búa til tengil á  dáraskapinn, enda yrđi hann líklega umsvifalaust  kćrđur  fyrir  óheimila notkun á útvarpsefni úr Útvarpi Sögu. Ţeir sem hafa  áhuga á  geta sjálfsagt fundiđ  ţetta á netinu   en ţetta var óborganlegt í alla stađi !


Molar um málfar og miđla 469

    Í sexfréttum  Ríkisútvarpsins (23.11.2010)  sagđi talsmađur  Íslandspósts, ekki einu sinni heldur tvisvar:  Ef fólki vantar.... Ţegar fyrirtćki senda  fólk í  fjölmiđla á ađ velja   fólk,sem  er sćmilega talandi.

   Molaskrifari hnaut um eftirfarandi fyrirsögn í Morgunblađinu (23.11.2010): Hagsmunir sjóđsins  rekast á. Ţetta hljómar ekki rétt í   eyrum Molaskrifara. Ţví ekki er sagt  á hvađ hagsmunirnir  rekast.Í fréttinni segir: „ Ţannig gćtu hagsmunir sjóđsins, t.d. af  háu íbúđaverđi og góđri stöđu lántakenda rekist á  tćkifćri hans til ađ kaupa  húsnćđi inn í leigustarfsemina".  Ađ  tala um ađ kaupa  húsnćđi inn í leigustarfsemina er ekki gott  orđalag í  umsögn Seđlabanka Íslands um  lagafrumvarp.  En hvađ segja  lesendur um fyrirsögnina?

 Kastljós  kvöldsins var athyglisvert.  Einkum  vegna  greiningar Helga Seljans á  ótrúlegu  braski og  hlutverki bankanna í ţeim leik. Mađur varđ eiginlega kjaftstopp. Kvótakerfiđ  elur af sér  alls kyns  spillingu út um allar trissur. Ef hlutirnir eru í lagi og allt  heiđarlegt hversvegna ţarf ţá ađ  stofna óteljandi fyrirtćki? Eitthvađ er veriđ ađ fela. Slóđir og fé?  Athyglisvert  var líka viđtaliđ  viđ  Geir Sigurđsson forstöđumann  Asíuseturs Háskóla Íslands um ástandiđ á Kóreuskaga. Geir nam í Kína og  er fróđur um ţennan heimshluta.  Molaskrifari hefur tvisvar heimsótt höfuđborg Norđur Kóreu, Pyongyang. Ömurlegur og ógleymanlegur  stađur. Einnig  var fróđlegt ađ heimsćkja Panmunjon   á norđurmörkum Suđur Kóreu og  kínversku borgina Dandong viđ  Yalufljót, sem  skilur ađ Norđur Kóreu og Kína. Árlega koma út á  ensku  fjölmargar bćkur um ţetta einkennilega ríki. Ţćr  einkennast  fyrst og fremst af ţví ađ ţar eru menn ađ geta í eyđurnar.

  Ţađ fer ekki hjá ţví  ţegar mađur hefur  ađgang ađ beinum útsendingum  frá  Alţíngi og úr  neđri málstofu breskas  ţingsins ađ mađur  beri  ţessar  tvćr  stofnanir saman. Sá samanburđur er Alţíngi Íslendinga ekki í hag. Ţađ sem  sýnt var í sjónvarpsfréttum (23.11.2010) minnti   fremur  á köll  götustráka  en  virđulega  löggjafarstofnum. Of   margar   rćđur  úr  rćđustóli Alţingis  eru gaspur og gaul . Milli kosninga keppa ţingmenn um hylli fjölmiđlanna.

  Merkilegt ađ ţađ skyldi teljast fréttnćmt (23.11.2010) ađ  dómsmálaráđherra ćtlađi ekki ađ hafa afskipti  af máli sem nú er   til  međferđar hjá  dómstólum. Ţađ hefđi veriđ  frétt og  ekki lítil ef  ráđherra  hefđi fariđ ađ  ráđskast međ  störf  dómstóla í einstökum málum. Samţykkt  flokksráđsfundar VG var ţessvegna ótrúlega vitlaus. 

  Hvađ í ósköpunum er forseti Íslands ađ ţvćlast  til Abu Dhabi, ţótt veriđ sé ađ taka  nýtt stórhýsi í notkun ţar ? ( Ţađ er örggulega ekki veriđ ađ vígja húsiđ eins og  sagt  er í fréttum). Ef  íslenska  ríkiđ  borgar  ţessa ferđ, er ţađ  rangt. Ef  forseti er ađ ţíggja  bođ auđmanna úr   hópi  vina sinna , er ţađ líka rangt.  Ţjóđhöfđingi Íslands hefur ţarna ekkert ađ gera. Hefur hann  ekkert  lćrt af reynslunni viđ ađ nudda sér utan í auđmenn af ýmsu ţjóđerni ?  Greinilega ekki. Kannski er hann ţó betur kominn ţarna en á leynifundum á   Bessastöđum um myndun  svokallađrarar neyđarstjórnar. Og  svo líđur  honum  náttúrulega  betur innan um  ríka  fólkiđ en hjá kreppukotungum Íslands.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband