7.12.2009 | 20:11
Höskuldur vekur manni óhug.
Það setur að manni óhug við að horfa og hlusta á þingmann Framsóknarflokksins Höskuld Þórhallsson glotta framan í þjóðina á sjónvarpsskjánum og segja og hann eigi margt ósagt um Icesavemálið, ef ekki verði farið að vilja hans. Hvað ætli hann sé búinn að halda margar ræður um málið? fjörutíu, fimmtíu, eða fleiri ? Hann sagði líka að málþófið væri ekki einu sinni byrjað ! Hvernig í ósöpunum á bera virðingu fyrir þeim sem láta sér annað eins um munn fara ? Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja okkur vera fífl.
Það er löngu komin tími til að meirihlutinn á Alþingi hætti að láta minnihlutinn kúga sig og atkvæðagreiðsla verði látin fara fram um málið og það fái eðilega afgreiðlsu. Það er fullrætt fyrir löngu. Það er afskræming lýðræðisins þegar minnihlutinn hegðar sér svo sem raun ber vitni á Alþingi þessa dgana.
![]() |
Átök innan Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heils hugar undir með þér.
Kári (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:16
Eiður ef að þið samfyllkingarfólk er svo sannfærð um að meirhluti eigi alltaf að ráða, hversu vitlaus sem hann er, því ekki bara að senda icesave málið í þjóðaratkvæði strax, eruð þið kanski hrðddum að sé ekki nógu "góður" meirihluti sem kæmi þar fram.
Nema þið séuð svo sannfærð um að þjóðin sé svo heimsk að hún sé ekki álitshæf
Anton Þór Harðarson, 7.12.2009 kl. 20:26
Við í vinnunni vorum einmitt að tala um það að alþingi verður að fara að hætta þessum sandkassaleik og fara að afgreiða Icesavemálið á hvorn veg sem það fer svo við getum farið að snúa okkur að því að fara að byggja upp og hreinsa til þar sem það þarf ,það er með öllu ólíðandi þegar heimilin brenna og margur maðurinn hefur vart til hnífs eða skeiðar skuli menn enn vera að ræða mál sem við héldum að væri útrætt,margir eru orðnir reiðir yfir slugsaháttinum á þingmönnum sama hvar þeir standa og ég er það allavega ,Takið ykkur saman í andlitinu og farið að afgreiða þetta mál þannig að hægt sé að fara að snúa sér að öðrum málum ,það er alveg ljóst að ekkert mun gerast hér á landi fyrr en ICESAVE MÁLIÐ ER KLÁRAÐ .Ef við ákveðum að rétta Hollendingum og Bretum fingurinn þá er að taka á því en ég held að það sé óráð ,ég held við sitjum uppi með þennan samning og verðum bara að gera okkar besta á þeim 7 árum sem við höfum til stefnu.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 7.12.2009 kl. 20:31
Hvernig komst þessi maður á þing ? Það virðist ekki þvælast fyrir honum glóran.
hilmar jónsson, 7.12.2009 kl. 20:49
Hann virðist ekki hafa fengið gott uppeldi, prestsonurinn. Algjörlega sammála Eiði. Höskuldur og Sigmundur eru að verða óþolandi.
Og við sem vonuðum og héldum að Nýja Maddaman yrði mönnum bjóðandi.
Anton Þór....því ekki bara senda Icesave málið í þjóðaratkvæði. Þjóðaratkvæðisgreiðsla hljómar vel, en málið er ekki svona einfalt.
Hef búið mest allt mitt líf í eina landi veraldar, þar sem þjóðaratkvæðisgreiðslan hafur mikla og langa hefð; Sviss.
Hún er merkilegt instrument í Sviss, sem kennir sig við direct lýðræði, en er vandmeðfarin og problematísk. Og það er langt í frá að öll mál eigi að leiða til lykta með þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ég er Steingrími sammála um það, að Icesave eigi ekki erindi fyrir þjóðina.
Og í þessum orðum Steingríms felst enginn arrogance, heldur skynsemi.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:19
Stjórnlagaþing gæti bjargað okkur frá þessu leikhúsi fáránleikans. Og þá er ég EKKI að tala um ráðgefandi stjórnlagaþing eins og trúðarnir á Alþingi.
Sigurður Hrellir, 7.12.2009 kl. 21:31
Það er óhuggulegt að lýðræðishugmyndir fyrrverandi ráðherra og þingmanns skuli vera slíkar sem þær birtast í skrifum þínum.Ef ríkisstjórnin telur sig vera með mál sem sé hæft til að fara í atkvæðagreiðslu þá getur hún að sjálfsögðu gert það.Og það er líka staðreynd að Icesave lýkur ekki með þeirri afgreiðslu sem ríkisstjórnin er að pína fram.Ef henni tekst ærlunarverk sitt þá mun málið hanga yfir okkur um ófyrirséða framtíð.Ríkisstjórnin veit sem er að ef stjórnarandstaðan kemur ekki að málinu,þá mun forsetinn ekki skrifa undir.En satt að segja er ég hissa að þú skulir nokkurntíma hafa orðið þingmaður hvað þá ráðherra miðað við lýræðishugmyndir þínar.Áfram Höskuldur.Ríkisstjórnin veit ekkert hvað hún er að gera, eða ætlar að gera.Niður með flugfreyjuna, og afætustjórn hennar.
Sigurgeir Jónsson, 7.12.2009 kl. 21:33
Það er erfitt að réttlæta málþóf og tæplega grípa menn til þess nema þeir telji brýna nauðsyn til. Ef marka má fyrirvarana sem náðust fram í sumar er barátta andstöðunnar ekki að ástæðulausu þessa dagana.
Ef málþóf telst "afskræming lýðræðisins" þá er það bara barnaleikur við hliðina á því sem gerðist á Alþingi í júlí, þegar knúið var fram samþykki með hótunum um stjórnarslit.
Og ef málþófið vekur óhug, þá eru það smámunir í samanburði við þær drápsklyfjar sem menn eru þó að reyna að verjast, eða a.m.k. létta. Menn verða að nenna að hafa fyrir réttlætinu.
Ef hinn kosturinn er að samþykkja þær veikingar á vörnum Íslands sem frumvarpið snýst um, þá myndi ég frekar leggja það á mig að hlusta á framsóknarmann á málþófi fram á vor. Og er ég þó ekki mikið fyrir framsóknarmenn.
Haraldur Hansson, 7.12.2009 kl. 21:46
Þetta er nú eins og hvert annað Samspillingar bull, ráðast á persónuna ekki málefnið.
Axel Pétur Axelsson, 7.12.2009 kl. 22:07
Þetta er ljótt af þér, Eiður Guðnason, argumentum ad hominem í sinni óviðfelldnustu mynd. Höskuldur hefur sýnt hetjulund og þrautseigju, hugvitssemi og þjóðhollustu í meira mæli en flestir geta dreymt um, sem atyrða hann, sumir hverjir í flokkspólitískum tilgangi. Hlustið á ræður hans, jafnvel núna er tækifæri til þess, seinna á þessum 3. tíma eftir miðnætti. Hlustum á Lýðvarpinu, FM 100.5, eða á sjónvarpsrás Alþingis eða á vef þess:
http://www.althingi.is/vefur/nethljodvarp.html?protocol=vefur
(fleiri möguleikar hér: http://www.althingi.is/vefur/netvarp.html).
Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 02:13
Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 02:23
PS. Málþófsmeistarar Alþingis hingað til eru Sverrir Hermannsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. Engin 8 tíma ræða hefur verið flutt í Alþingi í Icesave-máli, en Jóhanna á eina slíka að baki m.m.
Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 02:26
Ég segi nú bara: Þér ferst Jón Valur Jensson. Þú ert á hátindi hræsninnar og gleymir þínum eigin skrifum.
Eiður Svanberg Guðnason, 8.12.2009 kl. 09:07
Haltu bara áfram að fjalla um málfar, Eiður. Þú ert miklu betri í því.
Emil Örn Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.