Sölufrekja DV

 Í kvöld var hringt  heim tíl mín og  spurt eftir mér með nafni. Í símanum var  ungur maður  svo kumpánlegur að það  var eins og hann væri  að tala  við yngri  bróður sinn eða mann sem hann hefði  þekkt í  fimmtíu ár  eða  svo.

 Erindi hans  var að  bjóða mér áskrift að  DV með  sérstökum kostakjörum.

Ég  sagði honum að ég  væri þegar þegar  áskrifandi að DV. - Ég  sé það nú  ekki hjá mér,  svaraði hann. - Ég fékk blaðið  síðast í  morgun.

Þá  benti ég honum á að í símaskránni  væri  rauður kross  við nafnið mitt,  sem  táknar að handhafi  númersins  vill ekki  hringingar frá símsölumönnum.  Aftur  sama  svar: Ég sé það  nú ekki  hjá  mér  !

  Þetta þykir mér dónaskapur  af  hálfu DV og eitthvað er áskrifendabókhaldið ekki í góðu lagi. Líklega verður niðurstaðan sú að ég segi upp áskriftinni  að  blaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hann var að bjóða þér betri kjör. Af hverju tókst þú þeim ekki fegins hendi?

Hörður Þórðarson, 16.9.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Gat ekki heyrt að kjörin væru neitt betri  en þau sem ég þegar  nýt.

Eiður Svanberg Guðnason, 16.9.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Eygló

Held að hann hljóti að hafa hringt frá blindrasamtökum >>> Hann sér hreint ekkert - hjá sér.

Eygló, 16.9.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vont ef örlög manns eru ráðin í bírókratíunni af því að "þeir" sjá ekkert hjá sér.

Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband