Þeir eiga að biðja þjóðina afsökunar

 Þingmenn  Sjálfstæðisflokksins  koma nú í ræðustól á Alþingi í hverri  viku og  heimta afsökunarbeiðnir frá þingmönnum úr  stjórnarflokkunum vegna einhvers sem  skiptir  afa rlitlu máli í því ógnarásatandi sem nú ríkir. 

  Hvernig  væri nú að Sjálfstæðisflokkurinn bæði íslensku þjóðina afsökunar  á því  hvernig  staðið var að einkavæðingu  ríkisbankanna á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn mætti  gjarnan  standa að þeirri  afsökunarbeiðni líka.

Spillingin í kringum  einkavæðingu  bankanna á  ríkan þátt í því  hvernig  komið er í samfélaginu og  hve margir eiga nú  um sárt að  binda.

Ég minnist þess ekki að  þessir  tveir  flokkar sem   einkavæddu  bankana með hneykslanlegum hætti hafi  beðið nokkurn mann afsökunar á siðspilltum vinnubrögðum..


mbl.is Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Ég vona bara að íslenskir stjórnmálamenn í landspólitík fari nú að skilja að nærveru þeirra er ekki lengur óskað hér á þessari jörð.

Einar Þór Strand, 14.7.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Eygló

Ansi margir stjórnmálamenn (margir, ekki allir) eru með einhvers konar einstefnuloka í heilabúinu; bæði hvað varðar minnið og aðferðir.

Einar Þór, er nú ekki allt í lagi að leyfa þeim að tóra, bara fá sér önnur viðfangsefni kannski?!

Eygló, 15.7.2009 kl. 03:02

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Valgerður Sverrisdóttir baðst afsökunar á þeim hluta sem gerðist á vakt Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á Flokksþinginu í janúar.

Gestur Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 09:46

4 identicon

Stendur ekki til að einkavæða bannkana aftur hverjir verða þá á vakt kannski þeir sem nú eru við völd. Miða við hvernig þau vinna í dag eru þau engu betri enn þau sem deilt hafa verið á. Hvernig er staðann í baunnkunum,  það er talað um nýju og gömlu bannkana ég sé engan mun. Það eina sem er verið að gera er að bjarga þeim sem stálu úr þeim.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gestur: Geir bað flokkinn sinn afsökunar, ekki þjóðina. Hafi Valgerður Lómatjarnardrottning beðið Framsóknarflokkinn afsökunar  (ég hef hvergi séð né heyrt þetta) þá sérðu hverjir koma fyrst í forgangsröðinni þjóðin er sennilega einhverstaðar langt fyrir neðan Flokkana og flokksgæðingana. Þannig að mitt álit á þessum stjórnmálamönnum er það sama hvorum flokknum sem það fylgir = siðlaust pakk og . Þessir flokkar skulda þjóðinni enn afsökunarbeiðni

Sverrir Einarsson, 15.7.2009 kl. 16:43

6 identicon

Góðan dag. Innilega sammála öllu sem þú skrifar um  íslenskt mál. Ekki líður sá dagur, að ekki heyrist eða sjáist "ruglu-bullu-sull" hjá annars þaulreyndum fréttamönnum, liggur mér (gamalli kerlingunni) við að segja. Allir hafa verið að "fara erlendis" - eins vitlaust og það nú hljómar  þegar þeir sömu kynnu ef til vill einhvern tíma  í framtíðinni að " koma hérlendis" Þar fór ég alveg með það.  " Reimaðu skónna - skokkaðu yfir brúnna og kysstu frúnna "- og ekki má gleyma " Öggsar við ánna" sennilega bara stutt í  "sgjóttum upp fánna...og hvers vegna í ósköpunum þarf fólk að segja bæ-bæ ??

Þórunn S. Ólafsdottir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband