Framsókn finnur leið í fjölmiðla

  Formaður  Framsóknarflokksins hefur fundið leið til að  koma sér í fréttirnar.  Vera nógu stórorður, taka nógu stórt upp í  sig,  ryðja úr sér  verðbólgnum orðum. Segir  þjóðina  komast á  vonarvöl verði   samið um Icesave. Sá ágæti maður mætti hafa  hugfast að þær  raunir sem íslenska  þjóðin hefur  ratað í má  ekki síst  rekja  til hans  flokks, sem  nú er sakleysið uppmálað. Aftur og  aftur  láta fjölmiðlar blekkjast  af   gífuryrðunum, - þá er  gleymdur  einstæður  spillingarferill Framsóknar í íslenskum  stjórnmálum.  Helimingaskipting bankann þar sem  vildarvinir flokksin fengu þjóðareignir á  silfurfati, nú eða  Gift þar sem   sjálfkjörnir  Framsóknarforkólfar sólunduðu milljörðum. Það þarf meira en nokkra  stráka, enn  með barnaspikið í andlitinu og hortugar stelpur til þess að  tekið  sé  mark á   Framsókn þesa dagana


mbl.is Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að banna framsóknarflórinn frá stjórnmálum í tvö kjörtímabil hið minnsta og sjáæftökuflokkinn líka og svo að rannsaka hverja einustu embættisfærslu sem þessir tveir flokkar hafa staðið að og eftir þá rannsókn verður bannið um aldur og æfi. þarna sitja þeir sem sviku þjóðina allir með tölu!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minni á upphrópun Framsóknarmanna frá árunum 1960-1963 um að efnahagsráðstafanir Viðreisnarstjórnarinnar væru "Móðuharðindi af mannavöldum."

Gífuryrði af þessum toga dæma sig sjálf. Þau eru ekki aðeins marklaus heldur voru ummælin um Móðuharðindin móðgun við það fólk sem tókst á við mestu hörmungar þjóðarsögunnar sem kostuðu fjórðung þjóðarinnar lífið og drápu 75% af búsmalanum.

Ómar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 12:47

3 identicon

ekki gleyma Kögun.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:52

4 identicon

Framsóknarmaddaman  skýtur sjálfa sig í fótinn.  Ég er ekki hissa, þeir eru að vona að allir séu búnir að gleyma græðgi, tvöfeldni og ýmislegt sem þeir hafa á samviskunni í gegnum árin.  En það er ekki svona auðvelt, það eru margir sem muna þótt margir hafi gullfiskaminni, þá eru margir sem muna eftir veldi S.Í.S.

j.a. (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 13:12

5 identicon

Þú ert svo helvíti grimmur í að gagnrýna málfar sbr blogg þitt á undan þessu.  Vil því benda á að ég las í fljótu bragði a.m.k tvær stafsetninga villur í þessu bloggi um Framsókn.  "Helimingaskipting bankann??" hvað þýðir það?  "þesa dagana"

Eins og bókin góða sagði. "Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga sjálfs þín?"

smithy (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:23

6 identicon

"Smithy"

Eru nokkrar villur í athugasemd þinni?

Þarf kjark til að setja nafnið sitt undir skrif sín?

Bernharð Haraldsson

Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:34

7 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

  Viðurkenni innsláttarvillur, -  las ekki yfir fyrir vistun. Sleppti  Kögunarmálinu  vísvitandi  af tillitssemi  við  formanninn. Syndir feðranna eiga ekki að koma niður á börnunum.

Eiður Svanberg Guðnason, 14.6.2009 kl. 20:08

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi EVRÓPUSAMBANDSBLINDA Samfylkingarinnar ætlar að verða þjóðinni dýrkeypt.

Jóhann Elíasson, 14.6.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki sanngjarnt að setja algert samasemmerki um alla þá stjórnmálamenn sem hafa orðið sendiherrar.

Jón Baldvin Hannibalsson er sá maður sem líklegast hefur best menntað sig erlendis til að vera forsætisráðherra á Íslandi. Hann var fjármálaráðherra og síðar utanríkisráðherra og tók til hendi í EES samningum og eftirminnilegri þátttöku Íslands í málefnum Eystrasaltslandanna.

Ef maður með slíka menntun og bakgrunn er ekki hæfur til að vera sendiherra, veit ég ekki hverjir aðrir væru það frekar.

Eiður Guðnason var löggiltur dómtúlkur og þýðandi ef ég man rétt þegar hann réðst til Sjónvarpsins. Í áratug var hann sá fréttamaður þar á bæ sem langmest vann að málum erlendis og kynnti sé þau og aflaði sér sambanda og reynslu víða um lönd.

Síðar var hann umhverfisráðherra með tilheyrandi samskiptum í alþjóðlegum samningum og samskiptum varðandi umhverfismál, sem eru mjög alþjóðleg í eðli sínu.

Nefni þessa tvo sem dæmi um það hve varasamt það er að alhæfa í þessum efnum.

Ómar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 23:23

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegur kórinn hér (Jóhann sker sig einn úr auk leiðréttinganáungans).

Er Framsókn svo óvinsæl hjá krötum, að það geri allt ósatt hjá Sigmundi Davíð?

Ég fæ ekki betur séð en að hann hafi haft 100% rétt fyrir sér og vel það um þessi Icesave-mál. Þetta kemur vitaskuld við kaunin á krötum og grænu kommunum í bandinu hjá Steingrími Joð. Það skyldi þó ekki vera, að þetta séu smánar- og svikasamningar eftir allt saman? Eins og stúdentinn pólitíski vandaði sig þó vel! En þið hafið sennilega aldrei heyrt getið um álit Stefáns Más Stefánssonar prófessors, sérfræðings í Evrópurétti, Lárusar Blöndal, Péturs frænda hans Blöndal né Jóns Helga Egilssonar á þessum Icesave-samningi –– eða viljið fyrir hvern mun ekki minnast einu orði á vel rökstudd viðhorf þeirra í málinu.

Jón Valur Jensson, 15.6.2009 kl. 01:00

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki held ég nú að langafi minn, fyrsti formaður Framsóknarflokksins og formaður SÍS, hafi verið mjög spilltur. Þegar hann reiddist fór hann upp í fjall og ruddi þar niður stórgrýti, í stað þess að brjóta öll húsgögnin í stofunni heima hjá sér á Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Það var falleg hugsun.

En þessi þjóð, sem öll er náskyld sjálfri sér, hefur gaman af að rífast við sjálfa sig og skemmtir þar með bæði Skrattanum og undirrituðum.

Þjóð sem lýgur bæði að sjálfri sér og öllum heiminum að hún sé hamingjusöm.

Þjóð sem ekur um á stórum jeppum og hefur eingöngu áhyggjur af peningum.

Þessi þjóð
átti skilið að fara á hausinn og vonandi lærir hún eitthvað af því! Bæði Guð og Bretarnir hafa nú þegar refsað henni harðlega og flengingarnar eru bara rétt að byrja!

Þorsteinn Briem, 15.6.2009 kl. 01:35

12 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Þessa dagana stendur yfir herferð hjá Samfylkingunni þar sem skjóta á sendiboðann vegna þess að skilaboðin eru óþægileg.  Þarna fara þeir framarlega í flokki kratarnir Jón Baldvin og Eiður Svanberg og sennilega er það gert til að ljá skítkastinu örlítinn trúverðugleikablæ.

Jón Baldvin talar t.d. um ábyrgð ríkisstjórnar á að heimila stofnun IceSave reikninganna í Bretlandi.  Nú hef ég fyrir því heimildir að erindi barst aldrei ríkisstjórn um að heimila eða banna IceSave reikninga.  Hlutirnir gerast bara ekki með þeim hætti að slík erindi séu sendi ríkisstjórn eða ráðherra og þetta veit Jón Baldvin ósköp vel. 

Eina erindið sem barst í stjórnartíð Framsóknarflokksins var ósk um niðurfellingu á greiðslum í ábyrgðarsjóð vegna IceSave og var því erindi hafnað.  IceSave verður í raun ekki að neinu teljandi vandamáli fyrr en á árinu 2008 á vakt Björgvins Sigurðssonar í viðskiptaráðuneytinu þegar ábyrgðir vegna IceSave þrefaldastá einu ári.  Á sama tíma tekur Fjármálaeftirlitið undir stjórn Jóns Sigurðssonar krata þátt í að kynna IceSave í Hollandi, sá gjörningur verður aldrei skrifaður á Framsóknarmenn hvernig sem Eiður Guðnason og Jón Baldvin hagræða sannleikanum í tilraunum til að þvo Samfylkinguna af ósómanum.

Ég held að þeim væri nær að ræða við þingmenn Samfylkingar sem eru tilbúnir að veita ríkisábyrgð á 700 milljörðum án þess að hafa séð samninginn sem á að ábyrgjast.  Þar fara þingmenn sem svarið hafa stjórnarskráreið og heitið því að fylgja sannfæringu sinni.   En með samþykkt á einhverju sem þeir hafa ekki séð framselja þeir sannfæringu sína til annars og það er klárt stjórnarskrárbrot.

Það virðist einlægur vilji Samfylkingarinnar að koma hlutum þannig fyrir að þjóðin glati sjálfsstæði sínu og samningsstöðu gagnvart ESB.   Minni bara á að einsmálsflokkar deyja yfirleitt þegar málið þeirra hefur fengið afgreiðslu.

G. Valdimar Valdemarsson, 15.6.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband