9.1.2009 | 23:41
Undan hulišshjįlmi - Sólskinsdrengurinn
Einhverfa var mér ekki merkingarmikiš orš, -- fyrr en ķ kvöld..Heimildamyndin Sólskinsdrengurinn fer meš okkur ķ feršalag į slóšir, sem ég vissi ekki aš vęru til.
Einhverfa getur veriš margrar geršar og haft ķ för meš sér mismikla röskun.
Ķ žessari stórkostlegu mynd sjįum viš hvernig žrautseigja, žolinmęši ,- og móšurįst lyfta hulišshjįlminum, opna dyr į vegg žar sem engar dyr virtust vera. Žar sem ótrślegir hęfileikar birtast hjį žeim sem virtust ķ upphafi allar bjargir bannašar.
Žegar ég heyrši aš okkar góša vinkona , granni og heimilisvinur foršum tķš ķ Fossvogi , hśn Margrét Dagmar Ericsdóttir, Rita, ętlaši aš gera mynd um drenginn sinn einhverfa, hann Kela, žį hugsaši ég eitthvaš į žį leiš, jį, einmitt žaš , erfitt veršur lķklega aš fjįrmagna slķkt verk..
En Rita lét ekkert stöšva sig. Saman hafa hśn,fjölskyldan og Frišrik Žór og allt žaš įgętis fólk sem kom aš gerš myndarinnar gert kraftaverk og opnaš okkur nżjan heim.
Keli er tķu įra. Kannski fįum viš ašra mynd žegar hann veršur fimmtįn - eša tvķtugur.
Žaš er óhętt aš hvetja alla til aš gera sér ferš ķ kvikmyndahśs til fundar viš Sólskinsdrenginn. Žaš svķkur engan.
Kęrar žakkir fyrir ógleymanlega kvöldstund. Žetta var stuttur einn og hįlfur tķmi.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.