Rasshandarlag

Æ betur kemur í ljós hvert rasshandarlag hefur verið  við útgáfu nýrrar Biblíuþýðingar, sem í allri hógværð er kölluð  “Biblía 21.  aldar.”

Líklega var  það  dr. Jón G.  Friðjónsson, prófessor ,sem   fyrstur vakti  athygli á  ambögum og málvillum  af ýmsu tagi í  nýju útgáfunni.Hann hlaut litlar þakkir  aðstandenda útgáfunnar fyrir , muni ég  rétt. Þeir tóku réttmætri gagnrýni hans  illa. Að undanförnu hefur   svo  hver fræðimaðurinn á  fætur öðrum  stigið  fram og með  sterkum rökum bent á  misfellurnar, -  sem  virðast margar og  sumar með ólíkindum. Bent  skal á   þrjár greinar í  síðustu  tveimur  Lesbókum Morgunblaðs eftir  Jón Axel Harðarson, Guðrúnu Þórhallsdóttur og Clarence E. Glad.

Það sem  venjulegum  borgurum líklega kemur  mest á óvart er að   stjórn Hins  íslenska  biblíufélags  virðist hafa   látið   fámennan  öfgahóp  femínista  kúga  sig   til að  breyta  Biblíutextum   til einhvers  sem  kallað er  “mál beggja  kynja”.   Íslenska  er  mál beggja  kynja og kyn orða  hefur ekkert með jafnrétti að gera.Nákvæmlega ekkert.  Kemur kannski þar,    orð  eins og  móðurmál og  föðurland þykja ekki við  hæfi  vegna þess að orðin geta ekki kallast  “mál  beggja  kynja”. Hvílíkt  rugl!

Guðrún Þórhallsdóttir  segir í lok  greinar sinnar: “Líklega var engin frétt af “Biblíu 21. aldar” meiri  tíðindi en fyrrnefnd samþykkt   stjórnar Hins  íslenska  biblíufélags og  eðlilegt að hún vekti þeim sem láta sér annt um móðurmál sitt óhug, enda  eru   fyrirmæli  um hlýðni við  málstýringu  femínista ekki daglegt brauð hér á landi” (leturbr. mín) Sem betur  fer , bæti ég  við.

Ég hvet alla sem unna  móðurmálinu  til að kynna sér  þessar greinar.

Hér þarf að bæta um betur og  gefa út  nýja Biblíuþýðingu, eða hreinlega  nota  bara þá  gömlu og kasta  nýju útgáfunni fyrir  róða  meðan unnið  er að því að koma  Biblíutextanum í sómasamlegt horf.

Þökk sé þeim fræðimönnum sem bent hafa með rökum á  hve  óhönduglega hefur hér hefur til tekist. Nú þarf bragarbót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband