Ótrúlegur hroki

  Ótrúlegur hroki þingmanns, sem neitar staðfastlega að segja frá því hverjir kostuðu hann inn á þing. En ekki lýgur sá,sem neitar að segja almenningi  frá því hverjir greiddu  burðargjaldið fyrir hann inn í þinghúsið við Austurvöll. Eða hvað?  Í stjórnmálum annarra landa kæmust menn ekki  upp með slíka framkomu.  
mbl.is Segir Jóhönnu staðfesta leynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Mörg þau meðul sem Sjálfstæðimenn nota nú til að rægja andstæðinga sína og upphefja sjálfa sig ættu að vera lyfseðilsskyld.

Björn Birgisson, 19.12.2010 kl. 16:45

2 identicon

Samfylkingin var stjórnmálaarmur Baugsútrásarinnar, skjól og skjöldur Jóns Ásgeirs meðan hann tæmdi bankana af sparifé landsmanna.

Í sporum þeirra samfykingarmanna sem ásaka sjálfstæðismenn um að taka við fjárframlögum myndi ég fyrst reyna að biðja kjósendur afsökunar á samneyti flokksins við einn helsta fjárglæframann heims og síðan þáttöku í ríkisstjórn sem er komin langt með að sjúga til sín restina af lífsviðurværi þeirra í formi skatta.Ríkisstjórn sem hafið hefur einhverja mestu helför skattpíningar sem sögur fara af.

Ágústa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 17:06

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það var ekki almannafé sem Guðlaugur fékk í styrki + þar var ekkert brot framið.

Ef yfirlýsing hans varðandi svar Jóhönnu er rétt þá er það brot - henni ber að gefa þinginu skýlausar upplýsingar enda sinnir þingið eftirlitsskyldu sinni m.a. skv. gögnum frá ráðherrum.

Að blanda þessum málum saman sýnir bara það eitt að þið viðurkennið brot Jóhönnu en eruð ekki menn til þess að ræða það á málefnalegan hátt frekar en annað.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.12.2010 kl. 17:07

4 identicon

Vel hugsanlegt að ásaka megi þennan alþingismann um hroka. Vel hugsanleg að  ýmislegt í hans ferli sem stjórnmálamanns  sé umdeilt.

Ég sé samt ekki að þar með sé gagnrýni hans á forsætisráðherra okkar, í þessu sambandi,  ómerk.

Agla (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 19:09

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég held að sumir ættu að halda áfram að taka sín lyf og vera ekki að saka aðra um að nota þau hin sömu án lyfseðils.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.12.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi þingmaður þáði milljónir frá fyrirtækjum vegna prófkjörskosninga 2007, þ. á m. frá fyrirtækinu Atorku sem var almenningshlutafélag. Það átti Jarðboranir og Geysi Green.

Þarna eru margir maðkar í mysunni sem þarf rannsóknar við. Magma braskið er eitt hneyksli að ekki sé dýpra tekið í árina.

Guðlaugur Þór er mjög umdeildur þingmaður sem ætti fyrir löngu að vera búinn að taka pokann sinn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.12.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband