Molar um málfar og miđla 431

  Gaman var ađ hlusta  Árna Ţórarinsson í Kiljunni (13.10.2010).  Hann er einstaklega vel máli farinn.  Fáđu fleiri slíka til ţín, Egill.

 Fékk  hún og dóttir hennar... sagđi fréttamađur Stöđvar tvö (13.10.2010).  Molaskrifari hefđi hér  taliđ eđlilegra ađ segja: Fengu hún og  dóttir hennar...  Í sama   fréttatíma var sagt: Í hverju lífeyrissjóđir  mega fjárfesta í..  Ţarna  var einu í  ofaukiđ. Nćgt hefđi ađ   tala um hverju lífeyrissjóđir mćttu fjárfesta.   Bjórdrykkja fréttamanns  Stöđvar í fréttatímanum orkađi tvímćlis, ađ ekki sé meira sagt.

 Í skjáauglýsingu í Ríkissjónvarpinu (13.10.2010) var talađ um góđ verđ, en  ţulur   sagđi hinsvegar réttilega gott verđ. Óalgengt er ađ leikmenn gefi ekki kost á sér í viđtöl , sagđi íţróttafréttamađur Ríkissjónvarps. Ekki  er hćgt ađ segja ađ ţetta sé lipurlega orđađ.

Hallćrisleg samtöl fréttamanna í fréttatímum  eru gervileg,  enda eru  ţau  sviđsett. Til hvers?

 Visir.is (13.10.2010): Skrifstofa umbođsmanns skuldara opnar aftur í fyrramáliđ.  Hvađ  skyldi skrifstofan opna í fyrramáliđ. Enn ein ambagan.

Úr mbl.is (13.10.2010): „Ţađ ţarf varla ađ taka fram fólkiđ var ölvađ og viđkomandi kúreki utanbćjarmađur," segir á heimasíđu lögreglunnar á Sauđárkróki.   Allsstađar eru ţessir utanbćjarmenn til ama og óţurftar ! 

...mun áfram sitja í gćsluvarđhaldi samkvćmt úrskurđi hérađsdóms frá í dag til 22. októbers.  (Fréttavefur Ríkisútvarpsins  13.10.2010)Á vefnum Beygingarlýsing íslensks nútímamáls, segir ađ  eignarfallsmyndin októbers komi   fyrir í 19. aldar textum,  en í nútíamáli sé  hefđ fyrir ţví ađ  hafa eignarfalliđ endingarlaust, ţ.e. október.

Seint sćttir Molaskrifari sig  viđ ađ heyra íţróttafréttamenn  tala um ađ annađ liđiđ steli sigrinum frá hinu eins og gert var í íţróttafréttum Ríkissjónvarps (13.10.2010).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til viđbótar um íţróttafréttir. "FH hefur unniđ alla ţrjá leiki sína til ţessa"  Svona sagđi íţróttafréttamađur Ríkisútvarpsins  frá í dag.

Ţetta er ankannalegt orđalag og heyrist oft í íţróttafréttatímum"Til ţessa"óţarft og út í bláinn og gerir setninguna svolítiđ undarlega,  finnst mér.

Er ţetta rangt ályktađ ?

Emil Ragnar Hjartarson (IP-tala skráđ) 15.10.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Eiđur Svanberg Guđnason

Sammála ţér, Emil  Ragnar.

Eiđur Svanberg Guđnason, 16.10.2010 kl. 23:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband