Þetta verður að stöðva

  Svanur Sigurgeirsson læknir á þakkir skildar fyrir að vekja   athygli á Keflavíkurkukli Jónínu Benediktsdóttur. Þessa starfsemi verður að stöðva áður en hún verður einhverjum að fjörtjóni. Það leggur enginn íslenskur læknir nafn sitt við þessar skottulækningar, sem eru í besta falli meinlausar ,en í versta falli lífshættulegar.

 Þegar  sagt er  að Jónína  sé að draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins er það út í hött og órökstutt.  Hún sendi fólk sem borgaði henni fyrir detox meðferð  til heimilislækna    til þess að  biðja um að tekin væri blóðprufa. Þannig  misnotaði hún heilbrigðiskerfið. Þetta mun hafa verið stöðvað, þegar upp komst.

Bloggpistill Gylfa Gylfasonar til varnar Jónínu er svo  fullur af rangfærslum að engu tali tekur. Allir sem hafa farið í ristilspeglun vita að sá sem spegla á fastar og  tekur hægðalosandi  lyf. Hreinsar sinn ristil sjálfur.  Það dælir  enginn vatni í lítravís inn í afturendann á þeim sem fara í speglun.

En meðan Jónína á vini eins og Gylfa þarf hún enga óvini.


mbl.is Ristilskolun og sníkjudýr í görnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjartanlega sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það þarf að hemja suma lækna í lyfjagjöfum. Það er ekki eðlilegt að þeir ávísi allt að 10 og jafnvel fleiri lyf á einn og sama einstaklinginn.

Þegar fólk kemur til læknis og kvartar undan einhverju svo sem eins og magaverk eða háum magasýrum þá er það sjaldnast spurt hvað það láti ofaní sig. Ég þekki nokkur þannig dæmi. Einn var búinn að éta Asýran (rándýrt) árum saman þegar honum hugkvæmdist sjálfum að hætta algjörlega að nota mjólk og mjólkurvörur. Það var eins og við manninn mælt hann gat hætt að taka lyfin, hafði læknirinn lagt til breytingar á mataræði? Nei.

Læknar hafa líka verið allt of "örlátir" á pensilín handa börnum, svo örlátir að bein hætta stafar af fjölónæmum sýklum. Gripið hefur verið til þess ráðs að hætta að niðurgreiða pensilín en dugar skammt. Við hér á Íslandi eigum heimsmet í pensilínáti.

Ps. Það er ekki svo langt síðan að hætt var (ef þá það er hætt í öllum tilfellum) gefa stólpípu fyrir ristilspeglun.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.6.2010 kl. 14:07

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þóra það er óumdeilt að stór hluti af heilsufarsvandamálum hins vestræna heims er vegna lífstíls og vissulega mættu læknar vera duglegri að benda fólki á það. Ég held að þetta sé svolitið komið svona vegna þess að fólk fer til læknis til að finna auðveldu leiðina en ekki til þess að vera neytt til þess að horfa á eigin getu og ábyrgð til breytinga á ástandi. sjúklingar hafa iðulega orðið verulega fúlir þegar þeim er bent á þetta með örfáum undantekningartilvikum. Lýðheilsustöð hefur verið dugleg að benda fólki á þessa lausn að breyta lífstíl með lélegum árangri. Viðskiptavinir Jónínu eru úr þeim litla hópi sem eru tilbúnir til þess að taka sig á, þess vegna eru þeir komnir þarna. Því er mjög mikilvægt að þeir fái réttar upplýsingar. Ekki hengja sendiboðann. Málið er að það má ekki staðhæfa eða auglýsa árangur sem ekki er hægt að sýna fram á með rannsóknum. Það er ennfremur ekki leyfilegt að gera lítið úr starfi fagaðila. Punktur. Jónína fór einfaldlega offari í metnaði sínum. Hún er frumkvöðull af lífi og sál en hún verður að læra að fara eftir lögum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.6.2010 kl. 14:39

4 Smámynd: Riddarinn

Mér þykir nú líklegra að þú sért að tala af fárfræði um þetta mál og fólk sem ekkert veit eða vill ekkert vita og hugsar ekki heilstætt um málið af kunnáttu á ekki að blaðra og bulla endalaust  .

Ég hefði áhuga á að vita hvort heilsufar þess sem pistilinn skrifar beri það með sér að hann hugsi um heilsuna og viti muninn á því sem er heilsusamlegt eða óheilsusamlegt,skelltu mynd af þér með pistlinum og sjáum hvort þú lítur út fyrir að vera manneskja sem hugsar um heilsuna eða eins og 95%landsmanna sem virðist vera skítsama um hvað það gerir líkamanum á sér sem er samt það eina sem við getum verið viss um að fylgir okkur til dauðadags.

Almennt þá ber fólk litla sem enga virðingu fyrir heilsunni þar til hún klikkar, þá skilja sumir ekki neitt í neinu og eru stór undrandi á því að heilsan klikki svona allt í einu.

Að hreinsa sig út líkamlega getur varla verið svona óskaplega stórhættulegt að það skuli þurfa að vera með svona ofsóknir á þessa Jónínu sem veit líklega betur enmargur um líkamann eftir öll þessi ár innan um heilsugeirann.

Hvað hefur pistlahöfundurinn stúderað Detox lengi?

Riddarinn , 14.6.2010 kl. 07:49

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hafðu hugrekki  til að koma fram undir nafni þú  sem kallar þig Riddara. Höfundur  hefur lesið  um  detox   bæði á netinu og annarsstaðar og rætt  málið  við lækna fleiri en einn og fleiri en tvo. Þetta er hreinræktað peningaplokk þar sem ekkert léttist nema pyngja sjúklingsins.

Eiður Svanberg Guðnason, 14.6.2010 kl. 09:52

6 Smámynd: Riddarinn

þú japlar bara á kjaftæðinu og skýrir ekkert út hvað þú hefur málefnalegt um málið að segja því þú hefur líklega ekkert vit á Detox og hefur líklega aldrei kynnt þér þetta að nokkru viti, þá myndir þú ekki þvæla þetta og setja á blogg í þokkabót.

 Veitti ekkert af því að því að setja eina stólpípu í þig og spúla þig í nokkra tíma þar til bullið læki út í stríðum straumum.

Og það að ég komi ekki undir fullu nafni fram hérna er þér lélegt skálkaskjól því það er þessu málefni alveg óviðkomandi og skiptir þig engu hvor ég heiti Jón eða Jónas, það sem máli skiptir er að vita um hvað málefnið snýst um og hvað sagt er um málefnið hverju sinni.

Riddarinn , 14.6.2010 kl. 12:34

7 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Hugleysingjar og raggeitur einar  skrifa í skjóli nafnleyndar.

Eiður Svanberg Guðnason, 14.6.2010 kl. 13:30

8 Smámynd: Riddarinn

þú skýlir þér á bak við að ég sé með nafnleynd og notar það sem skálkaskjól til að fela vankunnáttu þína sem er auðsjáanleg.

Ekki þorir þú að blogga undir mynd sjálfur svo eitthvað hefur þú á móti því að þekkjast á Blogginu, það hef ég ekki.

Ég er sem sagt þekkjanlegur i sjón en þú ekki , mér þykir meira hugrekki að koma fram undir mynd sem þú gætir þekkt á götu úti í sjón en að fela sig á bak við nafn sem enginn veit hver er og segir lítið fyrir þá sem vita ekki áður hver þú ert og getur þess vegna  verið nafn á hverjum sem er.

En ég hef hinsvegar meiri áhuga á að vita og fá að njóta kunnáttu þinnar á Detox og þesskonar aðgerðum því ég er forvitinn þegar svona "fróðir menn" hafa visku og heila hugsun og geta tjáð sig um málefnið en nenni varla að hlusta á þegar kellingar út i bæ hrópa "Úlfur Úlfur" !!!!! um málefni sem þeir eru fordómafullir og fáfróðir um.

 Komdu svo með eitthvað sem er vit í ,ekki bull og blaður um nöfn eða þvílíku sem koma þessu ekkert við.

Þetta málefni er um Detox,ekki hvað ég heiti 

 Detox!!!!!! Detox!!!!! Detox !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! (skildi hann skilja þetta núna?)

Riddarinn , 14.6.2010 kl. 16:04

9 identicon

Riddarinn:

Riddarinn

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Hugi R Ingibjartsson

Gunnar (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 16:46

10 identicon

Held að þessi skrif Riddarans séu ekki detox meðferðinni til framdráttar. Annars held ég að fólk viti alveg hver Eiður er það er ef fólk fylgist eitthvað með þjóðmálaumræðunni.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband