30.1.2008 | 20:31
Kosningum stolið !!!
![]() |
Íbúar Kenýa krefjast þess að blóðbaðið hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2008 | 18:15
Hvað varð um stórhríðina?
Las á dv.is, að kínverskur ráðamaður hefði beðist afsökunar á snjóstormi ! Nokkrum mínútum síðar var í fréttayfirliti RÚV kl 1800 talað um snjóstorm. Hvað varð um hið gamla góða orð hríð, nú eða stórhríð? Snjóstormur er aulaþýðing úr ensku,- snowstorm. Það er öldungis óþarft í íslensku og á sér enga sögu í okkar góða máli að ég best veit. Við eigum nóg af alíslenskum orðum yfir veðurfar.
PS Svo var líka sagt í RÚV um tiltekna nefnd , að engin nefndarmanna væri með "félagslegan bakgrunn". Veit einhver hvað það þýðir ? Þýðir það að enginn í nefndinni hafi verið eða sé í félagi? Heyr á endemi !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 16:57
Einmitt það..
![]() |
Sölu- og verðhrun á bandarískum fasteignamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 20:41
Ótrúlegt !
Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt að heyra stjórnmálamenn tala í alvöru um flugvöll á Hólmsheiði. Hver er loftlínuvegalengd þaðan til Keflavíkurflugvallar? 35 kílómetrar ? Eitthvað nálægt því.Hver skyldi vera munur á ferðatíma úr vesturbænum í Reykjavík til Keflavíkur og upp á Hólmsheiði? Sáralítill, ef nokkur.Reykjavíkurflugvöllur á að fá að vera í friði. Það er fjarstæða að fleygja milljörðum í flugvöll uppi á heiðum eða úti í hafsauga þegar ágætur flugvöllur er fyrir hendi í Reykjavík og einn besti flugvöllur þessa heimshluta Keflavík . Stundum er eins og ruglinu séu engin takmörk sett.
![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 20:08
Fatasaga úr Sjónvarpinu
Þá fórum við sjónvarpsmenn á fimmtudegi (ekkert sjónvarp á fimmtudögum þá) að vorlagi , líklega 1975 eða 1976 og hittum bónda á vesturlandi, sem hafði orðið fyrir búsifjum því vargfugl lagðist á æðarvarpið í landi hans.
Þegar var búið að mynda í varpinu og ræða við bónda var okkur boðið til stofu upp á kaffi og heimabakað brauð volgt úr ofninum.
Talið barst víða og þar kom, að bóndi sneri sér að mér og sagði: - "Mér líkar vel við þig í sjónvarpinu". Þótti mér nú heldur vænkast hagur minn og fann að þetta hlaut að vera skynsamur búhöldur. Svo bætti hann við: " Þú ert alltaf í sama jakkanum !"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 17:03
Flugvöllur í nýju ljósi !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 16:15
Glópaskrif
Ekki er það til eftirbreytni að segja að þeir verði strandaglópar sem sitja fastir í snjó.
Það er hrein glópska að taka svo til orða.
![]() |
Fastir í blindhríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 10:39
Ekki plata okkur !
Svona kjánaskapur ætti að vera fyrir neðan virðingu Ríkisútvarpsins - Sjónvarps.
Það á ekki að blekkja áhorfendur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2008 | 17:52
Málvöndun Moggans
![]() |
Böst í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2008 | 10:02
Ný stefna hjá RÚV-Sjónvarpi ?
Það var athyglisvert í fréttum sjónvarps í gærkveldi , er fjallað var um marg umrædda stöðuveitingu ,að Þorsteinn Davíðsson var nefndur Þorsteinn Davíðsson Oddssonar. Ég velti því þá fyrir mér , ef nafn mitt skyldi bera á góma í fréttum ,hvort ég yrði nefndur Eiður Svanberg Guðnason Guðmundssonar. Ég tel það fremur ólíklegt. Gilda þá einhverjar aðrar reglur hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins Sjónvarps um Þorstein Davíðsson en aðra borgara þessa lands? Sé ekki betur.Minnist þess ekki áður að hafa heyrt slíka ættfræði í fréttum.
Þetta eru óboðleg vinnubrögð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)