Molar um málfar og miđla 1722

 

Molaskrifari tekur nú upp ţráđinn ađ nýju. Kannski verđa Molarnir strjálli. Sjáum hvađ setur.

Molaskrifari ţakkar vinum í netheimum af heilum hug einlćgar samúđarkveđjur og hlý orđ undanfarna daga.

 

Helgi Haraldsson prof.emeritius í Osló benti á eftirfarandi frétt af mbl.is (07.05.2015): Hann segir: ,,Máliđ auđgast”
http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/05/07/blodug_slagsmal_i_kuluspili/
 :

"Upp­hafs­menn­irn­ir enduđu á slysa­deild eft­ir ađ högg sem ţeir fengu en reynt var ađ ţaga um at­vikiđ…” Molaskrifari ţakkar Helga ábendinguna.

,,Fjórar magnađar konur í tónlist stíga á stokk - fjórir laugardagar!”

Ţetta er fyrirsögn úr fréttabréfi og fjölpósti Listahátíđar í Reykjavík (08.05.2015).

Átt er viđ, ađ fjórar magnađar konur ćtli ađ stíga á sviđ, ćtli ađ koma fram. Ţađ er slćmt, ađ ţeir sem skrifa fréttabréf Listahátíđar skuli ekki betur ađ sér en ţessi fyrirsögn gefur til kynna. https://mail.google.com/mail/u/0/?shva=1#inbox/14d335fed026ad72

 

Í miđnćturfréttum Ríkisútvarps (23.05.20159 laugardag fyrir hvítasunnu voru ţrjár fréttir. Já, ţrjár fréttir.

  1. Svíţjóđ vann. Fáir sem ekki vissu ţađ. Var áfram fyrsta frétt langa lengi.
  2. Kvikmyndin Hrútar hlaut verđlaun í Cannes. Margsinnis búiđ ađ segja frá ţví áđur.
  3. Gömul frétt um yfirvofandi verkfall á Landspítalanum.

Alvöru fréttastofa?

 

 Greint var frá andláti Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsćtisráđherra, á forsíđu Morgunblađsins ţriđjudaginn 19. maí.  

Halldór var lengi í forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum; ráđherra  í 19 ár; varaformađur og formađur Framsóknarflokksins í meira en aldarfjórđung. Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins klukkan 06 00 ţennan dag var fyrsta fréttin um andlát Halldórs. Ţađ var rétt fréttamat.

 Í upphafi Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins hálfri stundu síđar var ítarlegt fréttayfirlit. Ţar var ekki minnst einu orđi á ađ fyrrverandi forsćtisráđherra landsins vćri fallinn frá, ,- óvćnt og um aldur fram. Í fréttum klukkan sjö var fregnin um andlát Halldórs Ásgrímssonar fyrsta frétt. Í átta fréttum Ríkisútvarpsins var fyrsta frétt hins vegar um ađ Reykjavíkurborg hefđi brugđist eftirlitshlutverki sínu gagnvart Ferđaţjónustu fatlađra. Löngu vitađ. Ekki nýtt.

Dómgreindarbrestur og/eđa fagleg fákunnátta?

 Ţađ var líka dómgreindarbrestur ađ hefja ekki sjónvarpsfréttir ţetta kvöld á ţví ađ segja frá andláti fyrrverandi forsćtisráđherra landsins. Og hversvegna ţurfti Ríkissjónvarpiđ ađ endurbirta spádóm hans um ađild Íslands ađ ESB áriđ 2015? Molaskrifara fannst eiginlega eins og veriđ vćri ađ gera lítiđ úr Halldóri međ ţessari tilefnislausu tilvitnun.

Kannski er dómgreind og fréttamat Molaskrifara bara gamaldags.

Molaskrifari átti langt og farsćlt samstarf viđ Halldór Ásgrímsson á Alţingi og seinna í utanríkisráđuneytinu, ţegar Halldór réđi ţar húsum. Á ţađ samstarf bar aldrei skugga. Mér reyndist Halldór Ásgrímsson drengur góđur í einu og öllu.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband