19.12.2009 | 00:53
RÚV biðjist afsökunar
Páll Magnússon útvarpsstjóri,, Þórhallur ritstjóri Kastljóss og þeir sem að málinu komu hljóta að biðja Ögmund Jónasson afsökunar á því sem sagt ar í Kastljósi kvöldsins((18.2.2009).
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- aslaugas
- adalheidur
- annaeinars
- skagstrendingur
- baldher
- baldurkr
- kaffi
- birgirorn
- spiro
- launafolk
- bjarnihardar
- gisgis
- elfarlogi
- lillo
- amadeus
- gp
- malmo
- zeriaph
- hallibjarna
- rattati
- hildurhelgas
- himmalingur
- haddih
- ingama
- jakobjonsson
- rabelai
- juliusvalsson
- kje
- andmenning
- stinajohanns
- krissiblo
- ladyelin
- lotta
- mp3
- noosus
- martasmarta
- hafstein
- sigurfang
- einherji
- siggisig
- steffy
- stebbifr
- lehamzdr
- svei
- svp
- saemi7
- valdimarjohannesson
- vefritid
- hallormur
- toj
- iceberg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
.. sagt var...
Eiður Svanberg Guðnason, 19.12.2009 kl. 00:54
... strax!
Óttarlegur kjánaskapur er þetta.
Átti þetta að vera "skúbb" eins og með blessaðan kútinn hann Sigm.E.Rún?
Eygló, 19.12.2009 kl. 02:49
Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2009 kl. 05:56
Mesta skúbbið var sennilega að Ögmundur sem gerir soldið mikið út á það að hann sé svo sérstaklega heiðarlegur og samviskusamur skuli mæta á þingið undir áhrifum áfengis. það bara passar ekki við ímyndina.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.12.2009 kl. 11:04
Það er mesti misskilningur, Þórdís Bára, að Ögmundur geri útá að halda því að fólki að hann sé svo sérstaklega heiðarlegur. Það er samdóma álit allra þeirra, sem til Ögmundar þekkja, að hann sé heiðarlegur maður og hreinskilinn, ekki bara í orði heldur á borði. Ég veit að Ögmundur á sér svæsna óvildarmenn, sem er svavarsarmurinn svokallaði í VG, að maður tali ekki um óheiðarlega hyskið í Samfylkingunni. Þessu liði er ekki treystandi fyrir einu eða neinu, svo mikið sem fyrir næsta húshorn.
Og ég veit vel hað ég syng í þessum efnum því ég þekki mitt heimafólk!
Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2009 kl. 11:29
Að vera fullur eða að finna á sér er tvennt ólíkt og ég efast um að Ögmundur hafi verið fullur þarna. Mér finnst samt sem áður ekki rétt að fá sér í glas eða vera kenndur, ef mæta á aftur til vinnu, en vissulega heiðarlegra að viðurkenna það en ekki.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 11:31
Ég er ekki sammála þér Jóhannes hann gerir víst út á það að vera samviskusamari en aðrir og talar yfirleitt niður til fólks setur sig í far einhvers konar kennara mjög lítið skemmtilegur karlinn. Óheiðarlega hyskið í Samfylkingunni?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.12.2009 kl. 11:54
Hver er ekki óheiðarlegur í þingflokki Samfylkingarinnar? Ég man ekki eftir neinum.
Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2009 kl. 12:26
Það er hvergi staðfest að Ögmundur hafi verið drukkinn við þingstörf.
„Ég drakk vín með mat," segir Ögmundur á vísir.is
Helstu kennileiti víndrykkju fyrir utan mælingar í prómillum eru þessar:
Fann á sér, hýr, kenndur, góðglaður, fullur, drukkinn, ölvaður, blindfullur dauðadrukkinn.
Menn eiga náttúrlega ekki að hafa vínum um hönd á Alþingi frekar en á öðrum vinnustöðum og sá þáttur færslunnar er réttur.
En ef á að fara nákvæmlega ofan í þessi mál verður að fara taka þvagprufur því fólk getur náttúrlega verið í pilluáti.
Ég legg því til að það verði teknar þvagprufur við innganginn og rannsakaðar.
Það mundi auka hagvöxtinn.Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 13:21
Læknisvottorð í borgarstjórninni...
þvagprufur í þinginu...
Nú fer að verða fjör. Verst að það verður enginn eftir.
Eygló, 19.12.2009 kl. 13:57
Hvað er að þér, Jóhannes Ragnarsson? Eru óþverraskap þínum engin takmörk sett? Annað hvort skilur þú ekki mannamál eða hlustaðir ekki á Sigmar Guðmundsson. Hann sagði að Ögmundur hefði sjálfur sagt sjónvarpsmanni frá Kastljósi að hann hefði neytt víns og baðst þessvegna undan viðtali.
Það er ótrúleg illgirni að reyna að koma ábyrgðinni á þessum vægast sagt ósmekklega „fréttaflutningi" yfir á þá sem eru Ögmundi ósammála í pólitík.
Ég á hinsvegar engin orð yfir að Sigmar Guðmundsson skuli hafa gert þetta. Fréttamenn eiga líka að vera manneskjur
Eiður Svanberg Guðnason, 19.12.2009 kl. 14:13
Jóhannes. Ég veit að þú ert bara að stríða
Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.12.2009 kl. 14:47
Nú loka ég ég á dónann Jóhannes Ragnarsson. Og skammast mín ekki fyrir.
Eiður Svanberg Guðnason, 19.12.2009 kl. 20:48
Loka hvað/hvernig?
Eygló, 19.12.2009 kl. 21:37
Loka á að hann geti gert dónalegar athugasemdir á bloggsíðu minni. Loka fyrir aðgang hans. Fer í stjórnborð- blogg -- athugasemdir.
Eiður Svanberg Guðnason, 19.12.2009 kl. 21:43
Já, þá kemst hann ekki að með athugasemdir!?
Var hann eitthvað dónalegri en stór hluti bloggara; með aðdróttanir, samsærispælingar og beturvisku? Nei, bara spyr.
Alveg er mér sama hver skrifar í athugasemdir hjá mér. Ég bara hunsa þá sem mér finnst ekki svara verðir. Hver hefur sinn stíl.
Eygló, 19.12.2009 kl. 21:48
Já, Eygló . Hann var meiri dóni en nokkur sem skrifað hefur athugasemdir á síðuna mína. Nenni ekki að láta slíkt blasa við fólki.
Eiður Svanberg Guðnason, 19.12.2009 kl. 22:24
Er blessaður kallinn hann Eiður loksins búinn að finna stórasannleik?
Samfó gerir ekki mannamun? Hvað er komið yfir vinstrimenn á Íslandi?
Allavega er kúrsinn rangur. Spunameistarar ráðherranna telja allt í góðu þó einn mesti hrunverjinn fái afslátt á opinberum gjöldum. Meðan hin hendin hækkar alla skatta á almúgann og hreykir sér af. Auðvitað verðum við að taka á okkur meiri byrðar en þetta ríður ekki við einteyming, að veita svo skúrkunum afslátt, alveg sama hvursu göfugt markmiðið er Katrín, það verður að standa í fæturnar.
Ég fer fram á siðbót hjá ráðherraliðinu ef ég á að taka á mig meiri skattbyrði. Prinsippin verða að vera á hreinu. Enga afslætti fyrir dólga og láta svo lýðinn blæða fyrir. Það er frjálshyggja í hnotskurn.
Valmundur Valmundsson, 19.12.2009 kl. 22:40
Hélt einhvernveginn að allir væru búnir að fá nóg af nýfrjálshyggjunni. Sorry.
Valmundur Valmundsson, 19.12.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.