Óskiljanleg linkind

Sá röggsami embættismaður, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, lét svo ummælt í fjölmiðlum um daginn, að heimilt væri að senda útlendinga, sem brotið hefðu íslensk lög, úr landi. Til síns heima. Auðvitað á að gera þetta.  Sagt var frá því  í fréttum í dag,  þriðjudaginn 10. nóvember, að fimm manna hópur útlendinga hefði látið greipar sópa um hús og heimili á Suðurlandi, stundað landabrugg og líklega fíkniefnasölu.  Hvervegna í ósköpunum á að sýna fólki linkind sem kemur hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn á heimili okkar  og ræna og rupla? Auðvitað á að reka  slíkan óþjóðalýð úr landi. Umsvifalaust. Það er einhverskonar aumingjagæska á misskilningi byggð  að sýna þessu  fólki mildi. Þetta er harðsvíraður glæpalýður, sem á enga samúð skilið.  Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í þessu efni lög að mæla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

sæll Eiður

Nóg er af íslenskum þjófum og skemmdarfíklum svo ekki ekki sé minnst á þá íslensku,jú það þarf að senda slíkt fólk úr landi eftir að það hefur unnið firir þeim kostnaði sem hlotist hefur af verknaði þess með því að klæðast gulum göllum og hreinsa borg og bæi af rusli það á að vera fast mótað verði einhver uppvísa um þjófnað skemmdarverk skal hann settur í gulan galla látin vinna svo allir sjái það myndi draga úr þjófnaði það eru oftast sömu menn sem eru í slíku þeir játa strax svo þeim er bara sleppt og halda bara áfram þar sem frá var horfið. NEI, NEI, NEI Í GULA GALLA MEÐ ÞESSA ÓGÆFUMENN FLESTIR ÞEIRRA MYNDU HUGSA SIG TVISVAR UM OG LÁTA AF ÞESSARI IÐJU ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN.

Jón Sveinsson, 10.11.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil ekki alveg þessa gulgallahugsun. Væri hún ríkjandi væri stórhættulegt að vera í gulum galla. Hvers eiga þeir að gjalda?

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband