Upphlaup ábyrgðarmannanna

   Fyrir venjulega borgara  með sæmilegt minni er erfitt ,ef ekki útilokað, að skilja gauragang forystu Sjálfstæðisflokksins eftir að nýtt og hagstæðara samkomulag  náðist um Icesave-klúður Sjálfstæðisflokksins.  Davíð Oddsson seðlabankastjóri og  Árni Mathiesen fjármálaráðherra viðurkenndu ábyrgð Íslands í  þessu máli með undirskrift sinni.  Það var í nóvember í fyrra.  Með gildum rökum má segja  að þáverandi þingflokksformaður og  núverandi  formaður Sjálfstæðisflokksins  sé  samábyrgur. Hér  er enn verið að slá og  setja  Íslandsmet í tvískinnungi og lýðskrumi.   Tek mér það bessaleyfi að  tilfæra hér nokkrar setningar úr bloggfærslu Jóns Inga Cæsarssonar frá í  júlí í sumar:

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

  Halda menn að stjórnarandstaðan hefði náð betri samningum ?  Að Bretar og Hollendinmgar hefðu verið  sveigjanlegri við Sigmund og Bjarna? Eða áytum við  bara að hlaupa frá því sem  Davíð og Árni skrifuðu undir? Hlaupa frá skuldbindingum okkar? Er það siðaðra manna og þjóða háttur?  Hvað vill stjórnarandstaðan gera?

 Um Framsókn er  fátt að segja.  Gamalgrónir  Framsóknarmenn eru hættir  að hlusta á  strákana sem  nú stýra flokknum. Þeim blöskrar. Reyndur  fyrrverandi þingmaður sagði við  þann sem  þetta skrifar.: Þingmennska er eins og  hvert annað  starf sem  þarf að læra. Núverandi  formaður  Framsóknar  hafði  aldrei komið nálægt landsmálum eða  sveitarstjórnarmálum, þegar hann var kjörinn formaður  og fór svo inn á þing. Hann kann ekki að  starfa á Alþingi. Noregsflandrið og öll sú  saga  er   meðal annars til vitnis um það. Það er mikið til í þessu. Formanni  Framsóknar líður betur að veifa röngu tré en öngu. Honum líður best í sviðsljósi  fjölmiðla.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Icesave hyrfi ekki þótt Bjarni og Sigmundur sætu í stjórn eins og ætla má af þeirra málflutningi. Þeir stæðu frammi fyrir sama hryllingi og núverandi stjórn að eiga ekki annan kost en þann sem er uppi.

Einu pólitísku mistökin sem gerð voru var að láta þá félaga ekki sjá sjálfa um hreingerningarnar eftir sukkpartý Sjálfstæðis og Framsóknar. En hætt er við að þá sviði sumum sárar en þeir þó gera í dag. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsti formaður Framsóknarflokksins, langafi minn, Ólafur Briem, sýslumaður Skagafjarðarsýslu og formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS), hefði nú ekki verið hrifinn af núverandi formanni flokksins. Hvað þá sonur hans, Þorsteinn Briem, formaður Bændaflokksins og atvinnumálaráðherra.

Þorsteinn Briem, 19.10.2009 kl. 15:46

3 identicon

Það er ekki möguleiki á að við (þjóðin - alþingi) eigum að samþykkja þessa Icesave samninga . Þrátt fyrir yfirlýsingar fyrri ráðamanna, þá erum við ekki lögbundin að greiða fyrir skuldir einkarekinna banka nema að dómsúrskurður liggi fyrir . Þegar bretar notuðu hryðjuverkalög gegn Íslenskum stjórnvöldum þá voru allar dyr opnar og við áttum að leita til Atlantshafsbandalagsins með þá ákvörðun og sækja málið með festu, en því miður var það ekki gert. Þetta sýnir vanmátt okkar leiðtoga á alþjóðavettvangi og sýnir einnig að við verðum að vanda okkur þegar að kosningum kemur. Það sem skortir eru hæfir menn og konur í leiðtogahlutverkum.

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:04

4 identicon

Málflutningur B og D listanna er einfaldlega hroki og froða enda vita þeir að þegar þetta Icesave mál er afgreitt þá hafa þeir sama og ekkert til að gagnrýna og blása út til að fá einhverja umfjöllun um flokkstuskurnar sínar. Stærsta vandamálið finnst mér samt að þessar mannfýlur kunna bara ekki að skammast sín og ég held til dæmis að varaformaður  D listans ætti nú að hætta að gapa um aðra og borga tilbaka kúlulánin sín og arðinn sem hún sér ekkert athugavert við að halda.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þverpólitísk samstaða var um fyrirvarana við þetta icesave mál á Alþingi í sumar. Ríkisstjórnin rauf það.

Alveg magnað að gefast svona hratt upp og standa ekki í lappirnar. Ríkisstjórnin hefði alveg getað staðið á því þverpólitíska samkomulagi og það hefði aldrei þurft skipta um stjórn út af þessu máli. Ótrúlegt hvað menn verða að reyna að troða þessu stóra máli í hefðbundnar skotgrafir flokkapólitíkunnar.

Carl Jóhann Granz, 19.10.2009 kl. 20:50

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll leyfi mér að linka þennan ágæta pistil þinn á Facebook síðuna mína -

Gísli Foster Hjartarson, 19.10.2009 kl. 21:16

7 Smámynd: Þorsteinn Briem


Alþingi, 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt, 28.08.2009.

Samþykkt. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi.

Nei
sögðu: Árni Johnsen, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Margrét Tryggvadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þráinn Bertelsson.

Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari.

Fjarstaddur
: Illugi Gunnarsson.

Atkvæðagreiðslan: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 sátu hjá og Illugi Gunnarsson var fjarverandi.

Þorsteinn Briem, 19.10.2009 kl. 22:09

8 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Steini Briem vertu nú almennilegur og hentu inn kosningunum um fyrirvarana, svona fyrst það var það sem ég nefndi.

Carl Jóhann Granz, 19.10.2009 kl. 22:57

9 identicon

Sæll Eiður

Ekki veit ég hvaða mentun þú hefur, en mig grunar að þú og fleiri alþýðuflokksþyngmenn hafi verið skipaðir af pólitískum ástæðum en ekki vegna menntunar og fyrri starfa.

Þú ert að nefna Árna Matthiesen í sambandi við að axla ábyrgð.

Björgvinn Sigurðsson bar .abyrgð á bönkunum þegar hrunið varð.

Björgvinn sagði af sér til þess að sinna prófkjöri í stað þess að draga sig í hlé líkt og Árni gerði.

Sér er nú hver lýðskrumarinn. 

guðrun jonsdottir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brtt. 352. 1.a Fellt.: 9 já, 34 nei, 16 greiddu ekki atkv., 4 fjarstaddir.
Brtt. 352. 1.b Fellt.: 9 já, 34 nei, 16 greiddu ekki atkv., 4 fjarstaddir.
Brtt. 349. 1.a Samþykkt.: 49 já, 1 nei, 9 greiddu ekki atkv., 4 fjarstaddir.
Brtt. 349. 1.b Samþykkt.: 49 já, 1 nei, 9 greiddu ekki atkv., 4 fjarstaddir.
Brtt. 352. 2.a Fellt.: 11 já, 35 nei, 16 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Brtt. 352. 2.b Fellt.: 11 já, 36 nei, 15 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Brtt. 349. 2 Samþykkt.: 52 já, 1 nei, 9 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Brtt. 352. 3.a, 1.--2. málsl., Fellt.: 9 já, 48 nei, 5 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Brtt. 352. 3.a, 3. málsl., Fellt.: 9 já, 36 nei, 17 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Brtt. 352. 3.b Fellt.: 10 já, 36 nei, 16 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Brtt. 349. 3 Samþykkt.: 52 já, 1 nei, 9 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Brtt. 352. 4 Fellt.: 11 já, 36 nei, 15 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.
Nafnakall. Frv., svo breytt, samþykkt.: 34 já, 14 nei, 14 greiddu ekki atkv., 1 fjarstaddur.

Þorsteinn Briem, 20.10.2009 kl. 00:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Jónsdóttir. Ég þori að fullyrða að hér hafði enginn betri menntun og starfsreynslu til að verða sendiherra en einmitt Eiður Guðnason.

„Stúdentspróf MR 1959. Nám í stjórnmálafræði við Delaware-háskóla í Bandaríkjunum 1960—1961. BA-próf í ensku og enskum bókmenntum HÍ 1967. Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi úr ensku 1962.

Blaðamaður
og síðar ritstjórnarfulltrúi við Alþýðublaðið 1962—1967. Yfirþýðandi, fréttamaður og fulltrúi dagskrárstjóra frétta- og fræðsludeildar Sjónvarps frá 1967 til 1. des. 1978. [Alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn 1978-1993.]

Skip. 30. apríl 1991 umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, lausn 14. júní 1993.“

Alþingi - Æviágrip - Eiður Guðnason

Þorsteinn Briem, 20.10.2009 kl. 01:23

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér sem viðskiptaráðherra 25. janúar síðastliðinn, afsalaði sér rétti til biðlauna vegna pólitískrar ábyrgðar sinnar á bankahruninu og bað jafnframt stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins að segja af sér störfum.

Næsta dag, 26. janúar, baðst Geir H. Haarde
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, forseti Íslands veitti honum lausn frá embætti og hér tók við ný ríkisstjórn 1. febrúar.

Geir H. Haarde - Wikipedia


Björgvin er fimmti ráðherrann sem segir hér af sér frá því að Ísland fékk fullveldi árið 1918.
Hann tók þátt í prófkjöri í Suðurlandskjördæmi 7. mars síðastliðinn og var kosinn á þing á ný fyrir það kjördæmi 25. apríl.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Fréttatilkynning


Björgvin G. Sigurðsson - Wikipedia


Árni
M. Mathiesen ætlaði að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi 14. mars síðastliðinn en þar sem lítill hljómgrunnur var þar fyrir framboðinu hætti hann hálfum mánuði áður, 26. febrúar, við að taka þátt í prófkjörinu.

Hvorki Árni né Björgvin sögðu af sér þingmennsku og höfðu því jafn mikinn tíma til að taka þátt í kosningabaráttunni.

26.2.2009: Árni M. Mathiesen hættir í stjórnmálum - Fer ekki í framboð

Þorsteinn Briem, 20.10.2009 kl. 04:52

13 identicon

Skemmtilegt nýyrði hjá Guðrúnu.

Þyngmenn, sem sagt þungavigtsmenn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 07:40

14 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það er nú ansi hæpið að segja að Björgvin hafi sagt af sér. Hann gerði það eftir að hann vissi að stjórnin var hvort eðer að springa.

Hefði verið betra hans vegna ef hann hefði þá annaðhvort gert það fyrr eða þá gengið alla leið og sagt af sér þingmennsku líka, allavega til að láta reyna á sig í komandi kosningum.

Carl Jóhann Granz, 20.10.2009 kl. 07:40

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson höfðu umboð frá kjósendum sínum til að sitja á þingi og þurftu að endurnýja það í kosningunum í vor. Umboð Björgvins var endurnýjað en Árna ekki.

Þorsteinn Briem, 20.10.2009 kl. 08:09

16 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Líklega er rétt að benda Guðrúnu Jónsdóttur á að þingmenn eru kosnir ,- ekki skipaðir !

Eiður Svanberg Guðnason, 20.10.2009 kl. 15:19

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guðrún mætti líka mennta sig betur í íslenskri tungu, áður en hún leyfir sér að efast um hæfni annarra.  Björgvinn þyngmaður les þetta vonandi.

Anna Einarsdóttir, 20.10.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband