7.10.2009 | 20:27
Molar um mįlfar og mišla CLXX
Fleiri fréttir frį Fęreyjum ! Gaman var aš sjį myndir śr leitum og smölun ķ Fęreyjum ķ fréttum RŚV (07.10.2009). Viš žurfum aš frétta fleira frį Fęreyjum. Lķklega hafa tugir žśsunda Ķslendinga einhverskonar tengsl viš Fęreyjar. Vinur minn fęreyskur sendi mér tölvupóst fyrir nokkrum dögum og žar sagši hann: Eg fór sušur til Sumbiar at fletta vešrar og lomb hósdagin ķ sķšstu viku. Tann besti vešrurin vį 70 pund. Skuršurin var betri enn mešal. Hetta var bara heimaseyšurin, men nś standa fjųllini fyri.
Ķ frétt į vef Feršamįlastofu (07.10.2009) segir: Žrįtt fyrir 3,3% fękkun erlendra gesta nś, er žetta engu aš sķšur annar stęrsti septembermįnušur frį upphafi talninga. September ķ fyrra var raunar óvenju fjölmennur en žį fjölgaši gestum um 12% į milli įra. Fyrstu 9 mįnuši įrsins er fjölgun upp į 0,5%..
Annar stęrsti septembermįnušur og aš september ķ fyrra hafi veriš óvenju fjölmennur eru ambögur ,sem opinber stofnun į ekki aš lįta frį sér fara.
Upp śr žessari frétt Feršamįlastofu var unnin frétt ,sem birtist sama dag ķ Netmogga. Ķ henni voru enn fleiri ambögur, en žaš mį Netmoggi eiga aš fréttin var lagfęrš og verstu villurnar leišréttar. Žar var žó enn aš finna eftirfarandi:
Į hinn bóginn fękkaši brottförum Ķslendinga um 35,4% ķ september frį sama mįnuši fyrir įri, og er žaš ķ lķkum takti og veriš hefur į įrinu. Samtals voru brottfarir Ķslendinga tęplega 22 žśsund ķ september en voru um 24 žśsund į įrinu 2008. Frį įramótum hefur brottförum Ķslendinga fękkaš um 43,8%, eša sem nemur um 151 žśsund į milli įra.Molaskrifari er ósįtttur viš žessa fleirtölunotkun oršsins brottför. Śr Vefvķsi (06.10.2009) : Annarsvegar var rśša brotinn ķ hśsi Lķfeyrissjóšs Vestmannaeyja. Ķ hinu tilvikinu var rśša brotinn ķ heimahśsi. Sį sem žetta skrifar heldur greinilega aš oršiš rśša sé karlkynsorš ! Eftirfarandi er śr sömu frétt: Žrjś umferšarlagabrot komu upp ķ vikunni vegna hrašaksturs, aksturs į(n) ökuréttinda og svo var bifreiš ólöglega lagt. Umferšarlagabrot komu upp? Žau hljóta žį aš hafa veriš nišri og komiš žašan upp, - eša hvaš? Svo eru greinilega fįtt um fķna drętti į fréttamišum, žegar žaš žykir fréttnęmt aš bifreiš sé lagt ólöglega ! Žaš er lķka flest oršiš hey ķ haršindum žegar DV skżrir frį žvķ aš ķslensk fyrirsęta hafi fengiš lįnašan jeppling ķ śtlöndum. Engu er lķkara en stślkutetriš, sem DV veršur svo tķšrętt um, oftast af engu tilefni, sé meš launašan umbošsmann į ritstjórn DV.DV segir frį žvķ (07.10.2009) aš formašur Framsóknarflokksins sé farinn til Noregs viš annan (žing) mann til aš ręša um lįnveitingu til Ķslands. Ķ umboši hvers, leyfir Molaskrifari sér aš spyrja? Lķklega munu Noršmenn brosa śt ķ annaš, ef ekki hlęja, enda er višmęlandi žeirra Per Olaf Lundteigen af mörgum talinn skrķtnasta skrśfan ķ norskri pólitķk og lķtiš mark į honum tekiš. Ķslenskir Framsóknarmenn eru lķklega žeir einu sem taka manninn alvarlega.
Athugasemdir
Tölvan gerši mér grikk og sleppti greinarskilum ķ seinna hluta žessarar fęrslu. Bišst velviršingar į žvķ. Įtta mig ekki alveg į af hverju žetta gerist stundum og stundum ekki.
Eišur Svanberg Gušnason, 7.10.2009 kl. 20:30
Śr frétt į Vķsi.is sem skrifuš var kl. 18:15 ķ dag um harmleikinn sem var aš Höršalandi ķ morgun: Žaš var snemma ķ 'fyrramįliš' sem lögregla fékk hringingu frį 37 įra karlmanni sem fęddur er į Kśbu en hefur bśiš į Ķslandi undanfarin įr.
Valur Kristinsson, 7.10.2009 kl. 21:15
Ég vona aš žeir sem stunda brottfarir, geri žaš žį allavega ķ einrśmi
Eygló, 7.10.2009 kl. 22:17
Hann féll frį ķ sumar eftir barįttu viš krabbamein.
sorgleg setning ķ DV - en ķ žessu tilfelli er veriš aš tala um hund!
Sverrir (IP-tala skrįš) 8.10.2009 kl. 10:24
Menningarritiš dv.is
"Eirķkur var ekki kunnugur um žessi višskipti...."
Fimmtudagur 8. október 2009 kl 16:37
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Jón Óskarsson (IP-tala skrįš) 8.10.2009 kl. 17:38
Sį sem skrifar ķ DV : "Eirķkur var ekki kunnugur um žessi višskipti...." ętti ekkki aš flytja okkur fréttir.
Eišur Svanberg Gušnason, 8.10.2009 kl. 23:04
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.