Þjóðstjórnarþvælan

Forsendan fyrir myndun þjóðstjórnar, eða stjórnar allra flokka, er sú að flokkarnir séu sammála um afstöðu og aðgerðir gegn sameiginlegu verkefni eða sameiginlegum óvini. Í Bretlandi var mynduð þjóðstjórn gegn sameiginlegum óvini,- Þýskalandi Hitlers.

 

Hér á landi er engin samstaða með flokkunum um aðgerðir gegn afleiðingum hrunsins,sem tveir flokkanna bera höfuðábyrgð á.

 

Þjóðstjórn er í eðli sínu andlýðræðisleg, - vegna þess að þá er engin stjórnarandstaða.

 

Að auki má nefna að ef allir flokkar í þjóðstjórn eru sammála um aðgerðir sem orka tvímælis, eða eru jafnvel arfavitlausar, þá er enginn til að gagnrýna þær ráðstafanir.

 

Utanþingsstjórn verður að hafa meirihlutastuðning á Alþingi til að geta starfað.Ég hef ekki minnstu trú á því að forseti lýðveldisins geti  skipað slíka stjórn. Að auki erru utanþingsstjórnir auðvitað ólýðræðislegar líka.

 

Þessi atriði eru of sjaldan nefnd í umræðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er allt hárrétt hjá þér í meginatriðum. En það fer eftir setningu númer tvö hjá þér hvort þjóðstjórn gæti verið skásti kostur.

Ef sú setning breytist í "hér á landi er samstaða með flokkunum um aðgerðir gegn afleiðingum hrunsins" er komin grundvöllur þjóðstjórnar.

Það er ekki rétt hjá þér að "aðgerðir gegn sameiginlegum óvini" sé forsenda þjóðstjórnar.

Stóru flokkarnir í Vestur-Þýskalandi mynduðu stjórn saman á sjöunda áratug síðustu aldar án þess að verið væri að berjast við sameiginlegan óvin. Þessir flokkar höfðu þvílíkan meirihluta að það jafngilti þjóðstjórn.

Svipað átti við um hinan svokölluðu þjóðstjórn á Íslandi 1939-42. Þar var sameiginlegi óvinurinn heimskreppan og stríðshættan í Evrópu, ekki ósvipað ástand og ríkir hér nú.

Ómar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Er ekki hrunið  sameiginlegur óvinur? Kjarni málsins er sá  að það er engin samstaða meðal flokkanna fjögurra. Það er erfitt að segja að Sjálfstæðismenn og  Framsókn hafi unnið af heilindum á  Alþingi í sumar þegaer mikill  tími  fór í innantómt  þras og  þingmenn  þessara flokka  lögðust í  innbyrðis í andsvör, sem  er þvert á   anda reglnanna um andsvör í þingsköpum.

Hinsvegar er íslensk pólitík því marki  brennd  að flokkur  sem  finnur tilteknu máli allt  til foráttu í stjíornarandstöðu kokgleypir það fyrir  ráðherrastóla og stjórnaraðild, samanber  andstöðu  Sjálfstæðisflokks við  EES og  styrkan stuðning við sama  mál  við myndun  Viðeyjarstjórnar í lok  apríl 1991.  Er þetta íslenskt sérkenni?

Eiður Svanberg Guðnason, 1.10.2009 kl. 08:00

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

PS Mér sýnist sem ritstjórn Moggabloggs hafi látið óvenjulega lítið fara  fyrir þessari  athugasemd minni um þjóðstjórn á  forsíðu bloggsins. Hún er þeim líklega ekki að skapi. Kannski er þetta misskilningur hjá mér.

Eiður Svanberg Guðnason, 1.10.2009 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband