20.9.2009 | 20:41
Molar um málfar og miđla CLIV
Gott Silfur Egils (20.09.2009). Ágćt umrćđa. Prýđisţýđing á viđtali viđ formann loftslagsnefndar Sţ. Kastljósi RÚV hrakar hinsvegar međ hverjum ţćtti. Ţar ţarf ađ ađ breyta. Ţau Sigmar og Ţóra klikka ekki í Útsvari,sem er međ allra besta efni RÚV. Međal annars vegna ţess ađ allir sem á horfa verđa óbeinir ţátttakendur í keppni liđanna. Fréttaauki Elínar og Boga (20.09.2009), frásögnin af litlu stúlkunni hér á Íslandi og ástandinu í Lettlandi var vel unniđ og áhugavert efni. Ósjálfrátt fór mađur ađ bera saman í huganum Ísland og Lettland. Ţađ setti eiginlega ađ manni hroll. Svo kom einhver gaur og ţérađi menn í hástert uppi í Hveradölum !
Afleit villa slćddist inn í sjónvarpsfréttir RÚV (20.09.2009) ţegar sagt var frá Októberhátíđinni í München. Ţá var talađ um bavarískan prins. Sá landshluti sem hér um rćđir heitir á íslensku Bćjaraland (e. Bayern) og íbúar ţar eru bćverskir. München er höfuđborg Bćjaralands.Svo er Bćheimur (e. Bohemia) vestasti hluti Tékklands. Ţeir sem ţar búa eru bćheimskir. Orđiđ bavarískur er ekki til á íslensku. Mađur var ađ vona ađ fréttastofa RÚV vćri vaxin upp úr svona villum. Svo er greinilega ekki.
Beygingafćlni sér víđa víđa stađ. Í auglýsingu í Morgunblađinu (19.09.2009) segir: Ađaleign félagsins er fasteignin ađ Eyrarveg 2 .. Hér hefđi átt ađ standa Eyrarvegi 2. Ríkisútvarpiđ leggur sitt af mörkum í ţessu efni ţegar (19.09.2009) sagt er í dagskrárkynningu: Fylgist međ Formúla ţrjú... Áhorfendur fylgjast ekki međ eitthvađ, heldur einhverju. Hér hefđi átt ađ segja : Formúlu ţrjú.
Sérlega hallćrisleg auglýsing var í RÚV sjónvarpi (19.09.2009). Hún hljóđađi svona: Fitness Sport alltaf inni. Hrognamál, hrćrigrautur. Engin sía virđist til stađar í auglýsingadeild RÚV. Sem ţetta er pikkađ á lyklaborđ tölvunnar heyrir skrifari auglýsingu í RÚV: Taxfree af búsáhöldum, Húsasmiđjan. Ţessar auglýsingar eru, annars ágćtu fyrirtćki, til skammar. Taxfree er enska. Auglýsingar í íslensku útvarpi eiga ađ vera á íslensku. Í reglum Ríkisútvarpsins um auglýsingar og kostun dagskrárefnis segir orđrétt í 3.gr. 2.töluliđ:Auglýsingar skulu vera á lýtalausu íslensku máli. Ţess utan er ţađ bull ađ tala um taxfree af einhverju og Húsasmiđjan hefur enga heimild til ađ sleppa virđisaukaskatti af einu eđa neinu. Fyrirtćkiđ getur hinsvegar veitt viđskiptavinum afslátt sem nemur virđisaukaskatti á ţađ sem keypt er.
Fréttamađur Stöđvar tvö (19.09.2009) sagđi: .. fjórir og hálfur milljarđar. Í ţessu tilviki er ţađ hálfur sem rćđur ţví ađ milljarđarnir eiga ađ vera í eintölu. Ţessvegna hefđi átt ađ segja: Fjórir og hálfur milljarđur
Ţingmenn Framsóknarflokksins hafa sumir hverjir tamiđ sér ljótara orđbragđ en heyrst hefur í íslenskri stjórnmálabaráttu í áratugi. Ţannig segir einn helsti talsmađur flokksins um ummćli forsćtisráđherra sem sagđi ađ ađ stjórnarandstađan hefđi brugđist trúnađi, ađ ummćlin séu ómerkilegur lygaáróđur. Gífuryrđi af ţessu tagi verđfella málstađ ţess sem lćtur sér svona lagađ um munn fara. Stjórnmálamenn sem svona tala eru ekki vandir ađ virđingu sinni. Enn sannast hiđ fornkveđna, ađ sannleikanum verđur hver sárreiđastur.
Athugasemdir
Og 1,7 milljarđar króna en ekki 1,7 milljarđur krónur.
Ţorsteinn Briem, 20.9.2009 kl. 21:37
Enn skal ţakkađ fyrir pistlana.
Í hádegis fréttum RÚV:
Ćrin bar lamb.
Ekki einu sinni, heldur tvisvar.
Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 20.9.2009 kl. 22:23
Ţú stendur vaktina vel og veitir ekki af. Gott er ađ sjaldan ţurfi ađ nota orđiđ bćheimskur, ekki síst vegna ţess ađ hluti ţess lands er nokkuđ fjöllóttur ţannig ađ menn geta ţar veriđ fjallheimskir ađ auki.
Ómar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 23:18
Aumingja ćrin. Ćtli hún hafi veriđ međ lambiđ undir hendinni ?
Lana Kolbrún Eddudóttir, 20.9.2009 kl. 23:18
Sammála inntaki, nema ađ mér finnst Útsvar ekki skemmtilegt. Samt finnst mér ţau fín Sigmar og Ţóra. Ţađ er bara eitthvađ stađnađ viđ ţennan áhuga á spurningakeppnum. Einhver gáfumannakomplex. Síđan tekur Gettu betur keppni framhaldsskóla viđ í framhaldi. Meira kynlíf eđa eitthvađ í ţetta!!! Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2009 kl. 02:08
Heyrđi sagt í sjónvarpi: "... fjóran og hálfan metra..."
Tveir og hálfur milljarđur - fjörutíu og eins árs - hundrađ og einn hestur
Steini Briem, ég held ég noti ţetta ekki svona, er hvort tveggja "rétt"? (ekki ţín tvö dćmi)
Sammála ţví og allt ađ ţví hneyksluđ ađ hlusta á fullorđiđ fólk sem á ađ vera allsgáđ í vinnunni, tala eins og vandrćđa- eđa utangarđsfólk. Fólki hlýtur ađ bresta hugsun og/eđa koma henni í orđ, ađ ţurfa ađ grípa til kjánalegra upphrópana.
Ef mikiđ lćgi viđ og enn síđur fyndist hugsun, orđ og rök, byđi ég ekki í ţessa starfsmenn okkar... ţeir ćttu ţá varla annađ sér til varnar en hnefana!!!
Eygló, 21.9.2009 kl. 03:23
Einn komma sjö milljarđar íslenskra króna. - Milljarđar vísa hér til tölunnar sjö, enda ţótt upphćđin nái ekki tveimur milljörđum.
Tveir og hálfur metri. - En ekki tveir og hálfur metrar.
Vegalengdin er fjórir og hálfur kílómetri. - En ekki fjórir og hálfur kílómetrar.
Ég gekk hálfan kílómetra (fjóra kílómetra, fjóra og hálfan kílómetra). - Fjögurra kílómetra vegalengd.
Og fjögurra kílómetra (vegalengd) er eignarfall fleirtölu, eins og (1,7 milljarđar) íslenskra króna.
Fjórir
Metri
Ţorsteinn Briem, 21.9.2009 kl. 07:47
Ţannig segir einn helsti talsmađur flokksins um ummćli forsćtisráđherra sem sagđi ađ ađ stjórnarandstađan hefđi brugđist trúnađi, ađ ummćlin séu ómerkilegur lygaáróđur.
Svolítiđ finnst mér ţetta vond setning hjá málfarslöggu eins og ţér. Fyrir utan ţađ ađ vera óttalegt hnođ, ţá vantar ţarna kommu á eftir "forsćtisráđherra" auk ţess sem ţađ fćri einnig betur ađ segja "VĆRI ómerkilegur lygaáróđur."
Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 13:48
Eygló: Ţađrf "vandrćđa" og "utangarđsfólk" ađ vera verr máli fariđ en annađ fólk? Er ekki teskeiđ af fordómum í ţessu, eđa tvćr?
Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 13:52
Tekur undir međ Ómari. Ţú stendur vaktina Eiđur, okkur öllum til góđs og framtíđ íslenskrar tungu. Ţakka ţér.
Haraldur Bjarnason, 21.9.2009 kl. 15:31
Ţađ er mikiđ um ţađ ađ ćr beri lömb á fréttastofu RÚV, mikill lambaburđur. Jón Steinar: Ég er engin „málfarslögga" eins og ţú kallar , ţótt ég skemmti mér viđ ađ benda á ýmislegt sem betur mćtti fara. Athugasemdir ţínar um kommuna og vćri í stađ sé eru réttmćtar.Sitt sýnist hverjum um hvađ er hnođ. Öđrum ţakka ég jákvćđar undirtektir og hvatningu.
Eiđur Svanberg Guđnason, 21.9.2009 kl. 15:43
Jón Steinar, já er er talsvert fordómafull. Hitt er annađ ađ ég hef unniđ međ fólki sem hefur ekki stjórn á lífi sínu, ađ einhverju eđa öllu leyti.
Fólk sem er viti mínu fjćr, á ţađ nú stundum til ađ grípa til "ljóts" munnsöfnuđar ef/ţegar rökin ţrjóta. Mér fannst ég ekki tala um lélegt MÁLFAR heldur fjandsamlega ORĐANOTKUN.
"vandrćđa" og "utangarđsfólk" eru ekki hópar sem einungis eru samsettir af sorakjöftum. Langt ţví frá. Ţađ eru heldur ekki allir ţingmenn ókurteisir og hallćrislegir
Eygló, 21.9.2009 kl. 18:26
Ég er ósammála ţví sem ţú segir um Kastljós. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er ótrúlega hćfileikarík og Ţóra Tómasdóttir er líka ágćt. Ţađ berast frískir vindar međ ţeim. Annars skil ég ekki hvers vegna nöfn umsjónarmanna ţáttarins birtast ekki á skjánum. Ţórhallur Gunnarsson, ritstjóri ţáttarins, kemur líka vel fyrir. Sigmar Guđmundsson er afar misjafn en tekst stundum vel upp. Hér koma nöfnin fram : http://www.ruv.is/kastljos/ Ég gef hins vegar ekki mikiđ fyrir Útsvar...
GRĆNA LOPPAN, 21.9.2009 kl. 20:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.