18.9.2009 | 22:07
Brandari ársins !
Lokasetning fréttatilkynningar þingflokks Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera brandari ársins:
En þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun eftir sem áður vinna af heilindum og málefnalega að þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Hafna því að hafa rofið trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta finnst mér fallega sagt. Viljum við ekki öll vinna af heilindum og málefnalega að þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi? Ég hefði ekki getað orðað þetta betur.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.9.2009 kl. 22:14
Orð eru eitt, gjörðir annað. Það var sannkölluð heilindavinna þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins notuðu andsvarareglur þingskapa til að tuða hver við annan í innihaldslausum ræðum á þinginu í sumar. Það var ekki málefnalegt. Það voru ekki heilindi. Það var ekki einu sinni skemmtilegt !
Eiður Svanberg Guðnason, 18.9.2009 kl. 22:19
Æ,Æ ! - " Hverju reiddust goðin" ?
Grátlegt, já nærri átakanlegt, hvað aumingja Jóhönnu eru orðnar mislagðar hendur .
Hennar tími búinn !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 22:21
Hvenær hefur sjálfstæðisflokkurinn haft það að leiðarljósi að vinna fyrir þjóðina??????????
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 22:42
Sammála þér, Eiður. Kalli Sveins veit vonandi að Jóhanna er að reyna að bæta það sem miður fór í tíð fyrrverandi ríkisstjórna. Hingað til hefur það gengið hægt og rólega en vonandi hressist Eyjólfur.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.9.2009 kl. 22:43
Það er varla hægt að svara svona ummælum og sjálfstæðisflokkurinn vinnur af heilindum.
Pétur Ásbjörnsson, 18.9.2009 kl. 23:02
Er þetta ekki löng prentvilla ?
Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2009 kl. 23:55
Mótmæli þér, Eiður. Þetta er ekki brandari ársins. Þetta er brandari aldarinnar - hingað til!!
Heilindi er óþekkt hugtak í veröld EnnEins og Kúlúlánadrottningarinnar. Þau myndu ekki þekkja heilindi þótt þau dyttu yfir hana.
Öndin trítilóða (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.