13.8.2009 | 08:21
Ystu mörk fáránleikans
Sá sem þetta skrifar er örugglega ekki þekktur á blogginu sem sérstakur aðdáandi Þráins Bertelssonar. Tillaga þremenninganna er hinsvegar handan við ystu mörk fáránleikans. Þremeninngarnir voru tilbúnir að kaupslaga með sannfæringu sína í pólitískum hrossakaupum sem líklega eiga sér fá fordæmi. Þráinn Bertelsson stóð við það sem hann hafði lofað. Það er líiklega þessvegna sem þríeykið vill hann burt. Mér finnst hann hafa sýnt manndóm.
Vilja Þráin af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þráinn lagði til að þremenningarnir kölluðu allir inn varamenn vegna svika við málstaðinn. Nú er lagt til að hann kalli inn varamann. Lausn málsins getur verið sú að allir fjórir þingmennirnir víkji, sem ekki líklegt. Þetta fólk verður að koma sér saman um hlutina og snúa sér að lausn alvörumála. Til þess voru þau kjörin á hið háa Alþingi.
Björn Birgisson, 13.8.2009 kl. 09:20
Ég sé ekki betur en að þau 3 hafi staðið við sitt. Þráinn er allt í einu nú farin að tala um kosningarloforð og "flokkurinn über alles". Ég kynnti mér vel stefnuskránna og talaði við BH fólk og ef þetta mál var í einhverri leynistefnuskrá falinn kjósendum þá er nokkuð ljóst að vandamálið er stórt.
Svo ekki sé talað um að það sé með öllu óþolandi að Þráinn sé bara búinn að vera í fílu og neiti að tala við neinn.
Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:38
Sýnist Þráinn þó hafa sýnt einna mestan þroska í því að hafa staðið í báða fætur þegar á reyndi. Ekkert þeirra fjögurra mætir hins vegar á fund með eigin fólki. Hvers konar grasrótarhreyfing er það ? Þjóðin á þing, eða þannig ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 01:56
Ótrúlegt að blaðamenn skuli ekki kunna að beygja nafn Þráins rétt!
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/14/segir_thingmenn_skorta_domgreind/
Jóhanna Geirsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:26
RUV.is. Icelandair Group birti í dag uppgjör annars ársfjórðungs og fyrri helmings ársins 2009. Hvað er átt við? Væri ekki nær að segja; uppgjör annars ársfjórðungs og fyrri helmings ársins í heild. Eða er þetta hártogun hjá mér?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.