12.8.2009 | 21:20
Molar um mįlfar og mišla CXXV
Molaskrifari heyrši ekki fréttir RŚV (12.08.2009) klukkan 08 00, en mįlglöggur įhugamašur um ķslenska tungu benti skrifara į aš hlusta į žennan fréttatķma į netinu. Ķ fréttatķmanum var vištal viš forstöšumann greiningardeildar Ķslandsbanka, sem sagši aš rķkissjóšur vęri aš afla sér fé į innlendum fjįrmįlamarkaši. Žessi ambaga er oršin ótrślega algeng. Menn kunna ekki aš beygja oršiš fé. Bankamašurinn hefši aušvitaš įtt aš segja aš rķkissjóšur vęri aš afla sér fjįr. Svo geta menn til gamans velt žvķ fyrir sér hvort rétt sé aš treysta banka fyrir fé žar sem menn kunna ekki žessa grunnskólamįlfręši.
En tönnlast fréttamenn į žeirri ensku eftiröpun aš tala um sķšasta föstudag, ekki föstudaginn var. Ķ fréttatķma RŚV kl 19 00 (12.08.2009) talaši fréttažulur um sķšasta haust (e. last fall) . Aušvitaš įtti fréttažulur aš segja ķ fyrrahaust. Ķ sama fréttatķma var sagt, žegar uppi veršur stašiš. Įtt var viš, žegar upp veršur stašiš (sem mér finnst nś reyndar ekki mjög fallegt mįl) , žegar öllu er į botninn hvolft, žegar öll kurl eru komin til grafar. Ekki fleiri orš um žaš aš sinni.
Lesendum žakka ég athyglisveršar įbendingar og jįkvęšar undirtektir viš žaš sem sagt hefur veriš ķ žessum Molum.
Athugasemdir
Žaš er kannski ešlilegt aš sleppa žvķ aš beygja oršiš fé ef žaš er illa fengiš. Hęfir žį skel kjafti. Einu sinni hafši ég kennara sem notaši talaši alltaf um einkanir ef žęr voru undir 5 en einkunnir ef žęr foru hęrri en 5.
Žorsteinn Sverrisson, 12.8.2009 kl. 21:35
Žaš er margt į sömu bókina lęrt hjį žessum vesęlu bankamönnum. Žeim viršist ekki višbjargandi.
Bankažjófarnir (ógęfumennirnir) skulu kallast sparifjįržjófar, en ekki spariféžjófar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skrįš) 12.8.2009 kl. 22:04
Eftir atkvęšagreišslu (ekki kosningu) į Alžingi į dögunum um umsókn aš Evrópusambandinu heyrši ég annaš hvort eša las aš unglišar einhverrar stjórnmįlahreyfingar "fylktu sér į bakviš varaformanninn". Hvort žeir földu sig žar vegna hręšslu viš eitthvert skrķmsli eša ętlušu ķ raun aš fylkja sér aš baki varaformanninum skal ósagt lįtiš.
TJ (IP-tala skrįš) 12.8.2009 kl. 23:45
Rétt er žaš TJ aš mjög er algengt aš fréttamenn geri ekki mun į atkvęšagreišslu og kosningu. Žaš er eins og sumir žeirra skilji ekki aš žetta er ekki žaš sama. Of oft heyrist hitt lķka aš fylkja sér į bak viš einhvern , sem er bara bannsett rugl.
Eišur (IP-tala skrįš) 13.8.2009 kl. 06:39
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.