Molar um málfar og miđla CXX

 Í hádegisfréttum Rúv (08.08.2009) var sagt frá  ólátum viđ lögreglustöđina í Reykjavík. Ţá sagđi fréttamađur:   Ađ sögn lögreglu á  mótmćlandi ađ hafa sparkađ í höfuđ lögregluţjóns.  Hversvegna  ţetta orđalag ? Sagđi lögreglan ekki ađ mótmćlandi hefđi sparkađ í höfuđ lögreglumanns' ?Hér er fréttastofa RÚV  ađ  draga taum mótmćlenda og  draga  frásögn lögreglunnar  í efa .Mótmćlendur hafna frásögn lögreglunnar.Ţađ sjónarmiđ kom fram.  Ţetta voru ekki fagleg vinnubrögđ.

Fyrsti vinningur kvöldsins er er svo  mikiđ sem..  sagđi Lottókynnir (08.08.2009) í sjónvarpi.  Eđlilegra  hefđi veriđ ađ segja: Fyrsti vinningur kvöldsins er hvorki meira né minna en...

Er ekki  alveg  viss um ađ ég hafi heyrt rétt í sjónvarpsauglýsingu (08.08.200) um ágćti  tómata. En mér  heyrđist  sagt:  .. meira en  60 milljón tonn eru  versluđ árlega.   Ljótt  er ef ég heyrđi  rétt..

Beygingafćlnin er söm viđ sig. Sagt var  sjónvarpsfréttum RÚV (08.08.2009). Gift átti innan viđ 1% í Kaupţing.   Sama villan er á  vef RÚV,Fréttin var annars góđ úttekt á Giftarhneykslinnu  ţar sem nokkrum sérvöldum stjórnmálamönnum og  athafnamönnum tókst ađ breyta 60 milljarđa ( er ţađ ekki rétt tala?) eign  í 45 milljarđa  skuld og snuđa 60 ţúsund viđskiptavini. Ţađ hefur veriđ ótrúlega  lítiđ um ţetta  mál fjallađ, en  vonandi er ţađ ađ breytast. Ţetta er eitt ógeđfelldasta dćmiđ um samtvinnun pólitískrar spillingar og viđskipta  sem lengi hefur  litiđ dagsins ljós. Og eru ţó líklega ekki öll kurl mkomin  til grafar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

„Á sumarmánuđum í fyrra [áriđ 2007], ţegar ákveđiđ var ađ vinna ađ slitum á hlutafé Samvinnutrygginga milli ţeirra sem áttu rétt til greiđslu, sem voru hluti fyrrverandi tryggingataka hjá Samvinnutryggingum, var eigiđ fé Giftar um 30 milljarđar. Skuldirnar um 30 milljarđar en eignir um 60 milljarđar.“

Eigiđ fé Giftar um 30 milljarđar króna sumariđ 2007

Ţorsteinn Briem, 8.8.2009 kl. 23:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband