Ökuníðingur

  Sá sem  ekur  stórum  jeppa með  stórt  hjólhýsi í  eftirdragi fram úr   10-12 manna  fólksflutninga bíl með kerru í eftirdragi heitir á íslensku ökuníðingur. Þetta gerir enginn heilvita maður. Svo var forsjóninni  fyrir að þakka  að enginn hlaut  bana  af. Það var ekki ökuníðingnum að þakka. Skelfilegt.Vonandi hlýtur hann verðskuldaða refsingu.
mbl.is Jeppi eyðilagðist og hjólhýsi splundraðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Róa sig aðeins hérna! Það er ekki sjálfgefið að það hafi verið e h glæfraakstur þarna á ferð, kannski var það enn það er ekki örugt. Það er fult af fólki sem ekki þorir að aka hraðar enn 50 til 60 á þjóðvegum og skapar þannig stór hættu td. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð sko!

óli (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:03

2 identicon

Fordómar, hleypidómur, sleggjudómur, ógrundaður dómur, órökstuddur dómur. Það er auðvelt að sitja heima við tölvuna og ausa skít í allar áttir. Gefur þessi litla frétt gefur þér rétt til að ráðast með þessum hætti á ókunnugt fólk sem lendir í slysi og eignatjóni, án þess að þú þekkir til aðstæðna, aðdraganda eða orsaka? Ef að svo er, þá getum við lagt niður lögreglu og réttarkerfi landsins (sennilega kærkomin gjöf til AGS í dag). Mér skilst að lögreglan sé ekki komin jafn langt með rannsókn málsins og þú.

Væri í lagi að hugsa til viðkomandi fjölskyldu áður en smellt er á senda hnappinn. Þú værir maður að meiru með því að breyta orðalagi í almenna umfjöllun um þessi mál eða fjarlægja greinina.   

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:35

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með greinarhöfundi hér, ég lendi oft í því þegar ég um á rútum á vegum landsins að einhver apaheilar vaði framúr manni með hestakerrur, hjólhýsi fellihýsi eða hvað þessir skuldahalar kallast á yfir 90 kmh.. enginn þeirra hefur leyfi til að aka hraðar en 80 kmh skv íslenskum umferðarlögum. 

Sökin er algerlega og 100 % pottþétt hjá ökumanni jeppans sem fór framúr og þá skiptir engu máli á hvaða hraða hinn bíllinn er þegar hann ákveður að fara fram úr. 

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 09:54

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sökin er algerlega og 100 % pottþétt hjá ökumanni jeppans sem fór framúr og þá skiptir engu máli á hvaða hraða hinn bíllinn er þegar hann ákveður að fara fram úr.

Semsagt ökumenn jeppa bifreiða er bannað að taka fram úr, er það það sem þú ert að segja?

Hvað ef hinn bíllinn hefði verið stop? eða á 10km hraða?

ég lendi oft í því þegar ég um á rútum á vegum landsins að einhver apaheilar vaði framúr manni með hestakerrur, hjólhýsi fellihýsi eða hvað þessir skuldahalar kallast á yfir 90 kmh.. enginn þeirra hefur leyfi til að aka hraðar en 80 kmh skv íslenskum umferðarlögum. 

Ég er sammála hér, EF viðkomandi voru á löglegum hámarkshraða þá var engin ástæða til að taka fram úr, en svo var ekki þ.e. viðkomandi sem tekið var fram úr kannski á t.d. 50km hraða þá er ekkert hægt að setja út á það í raun að jeppinn tók fram úr því að það er fullkomlega löglegt!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.8.2009 kl. 10:41

5 identicon

Óskar "apaheili". Ragnar Reykás syndrómið virðist vera að hrjá þig
alvarlega, "Öfgafólk fer í taugarnar á mér..." Tilv. í þín orð. Þú
virðist ekki heldur stíga í vitið miðað við skrif þín hér fyrir ofan.

"Sökin er algerlega og 100 % pottþétt hjá ökumanni jeppans sem fór framúr
og þá skiptir engu máli á hvaða hraða hinn bíllinn er þegar hann ákveður að
fara fram úr." 

Það er samt gott að vita af fólki eins og þér í umferðinni sem virðir og
fylgir umerðarlögum í einu og öllu. Öryggi landsmanna á vegum landsins er
að öllum líkindum meira þegar þú ert á ferðinni. Mundu eigin orð næst þegar
þú kemur á rútu að hægfara ökutæki. Það er nefnilega ekki forsvaranlegt að
rútur og önnur löng og þung ökutæki"vaði framúr". Eða hvað?

Mbk. Ólafur Einarsson   

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:42

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he djöfuls vitleysingar koma hér inn !

Framúrakstur er ALLTAF á ábyrgð þess sem fer framúr apaheilarnir ykkar. 

úr fréttinni:

Umferðaróhapp varð í Öxnadal um hálf sjö í kvöld þegar stór jeppi með stórt hjólhýsi í eftirdragi fór fram úr Econoline bíl með kerru í eftirdragi.

Það þarf ekki eldflaugaverkfræðing til að átta sig á því að þarna var verið að fara fram úr ökutæki sem er amk 6 metrar á lengd plús aftanivagninn.. sennilega aðrir 4-6 metrar. svo allt í allt í kringum 10-12 metra langt og stórt ökutæki, Econoline tekur álíka pláss og rúta á vegi, eða um 2.20 metrar en fullvaxin rúta er 2.50 metrar á breydd. 

Ökutækið sem fór fram úr og OLLI slysinu, var af sömu stærð og econolininn en með mun stærri skuldahala á króknum..  Ökumaður þess ökutækis hafði sennilega ekki reynslu, kunnáttu eða getu til að aka svona tæki á þjóðvegi, enda kom það berlega í ljós .. ekki satt ?

Mér er spurn.. eruð þið svona fávitar á stórum amerískum pallbíl með magnum mótor og heila á við baun ? Svörin gefa það svo sannarlega til kynna.

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 11:27

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. Ég fer oft framúr hægfara ökutæki á þjóðvegunum á rútum, pallbíl og pallbíl með aftanívagn ef því er að skipta.. en ég tek mið af aðstæðum og er ekki að troðast..  Framúrakstur er á ábyrgð viðkomandi ökumanns sem ákveður að fara fram úr, þetta er ekki ofsagt.

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 11:31

8 identicon

Og þið sem eruð fullorðin! Hafið þið ekkert betra að gera? Ég er bara 17 og mér finnst þið vitlaus. Spurning hvort þetta sé öfund? Ekkert nema alhæfingar og fordómar, það eru eflaust til "apaheilar" á fólksbílum líka :) Myndi skammast mín ef foreldrar mínir myndu blogga svona.

Dagný (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 12:08

9 identicon

Óskar.

Ég get nú ekki sagt að þessar alhæfingar hjá þér séu þér til frammdráttar. Ég get nánast fullyrt að ég sé ekki minna á þjóðvegum landsins en þú þar sem ég keyri trailer og rútur allt árið um 110 þúsund kílómetra á ári, og að menn með meirapróf og segjast keyra rútur séu með svona fullyrðingar að menn séu ökuníðingar ættu að skammast sín. Það er ekkert að því að fara frammúr hægfara umferð. Og svo segirðu að þú takir mið af aðstæðum. Þér hefur líklega aldrey og mun líklega aldrey verða á miðað við sleggjudómana hér. Og eitt enn. Ég held að margir rútubílstjórar (ekki allir ) ættu að skoða sinn ökuferil í sambandi við að mæta ofl. Ég get alveg gert mistök eins og allir, en ég kem ekki framm með svona sleggjudóma án þess að hafa eithvað fyrir mér í því. Og sumir vilja keyra hægt og það er í góðu lagi en þeir verða líka að taka tillit til þeirra sem hraðar aka. Og Óskar ef þú keyrir á rútu á 50 km hraða þá mun ég fara framm úr þér á þeim kafla sem þetta slys var á ef enginn er að koma á móti þó að ég sé á 18 metra trailer.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 12:59

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ómar annað hvort miskilur þú það sem ég er að reyna að segja eða þú hreinlega skilur það ekki.. ég skal ætla þér að þú miskiljir mig !

Ef eitthvað ökutæki er á 50 kmh á venjulegum íslenskum vegi er lítið mál að fara fram úr.. Það kemur ekki fram í fréttinni hvað ökutækið ók hratt.. en miðað við að hjólhýsið splundraðist þá er nokkuð ljóst að viðkomandi ökutæki var EKKI á 50 kmh..  Menn hafa alltaf tilhneygjingu til að fegra sinn akstur ef óhapp verður. 

Ég leyfi mér að halda því fram að sá sem ók framúr hafi verið á amk 90 kmh og hafi gleymt því að hann hafi haft aftanívagn. 

Hvar kemru fram í fréttinni að farið hafiverið framúr HÆGFARA ÖKUTÆKI?

úr frétt: Svo virðist vera sem hjólhýsið hafi tekið öll völd og rakst það utan í kerruna með þeim afleiðingum að Econoline bíllinn og kerran lentu utan vegar. Hjólhýsið splundraðist við samstuðið og jeppinn skemmdist svo mikið að hann er talinn ónýtur.

Menn koma hér og segjast vera með meirapróf og aka hundruði þúsunda km á vegunum.. þessir snillingar geta kannski sagt mér hversu mikið högg þarf bandarískur jeppi af stærri gerðinni að fá á sig til að vera talinn ónýtur ?  duga 50 kmh til þess ?  og hvað þá í útafakstri þar sem ekki er keyrt beint á vegg. 

HUXXXXXA aðeins áður en menn benda fingrinum að mér. 

Þessi sem olli slysinu er SEKUR um GLÆFRAAKSTUR og á að fá dóm samkvæmt því.

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 13:12

11 identicon

Já Óskar Dart master (Varstu að vinna í Byrginu, kölluðu menn sig ekki svona nöfnum þar??). Já það er ótrúlegt eins og þú segir að óskrifandi fólk fái að leika lausum hala hérna. En þetta eru kröfur samfélagsins í dag, Ísland er fyrir alla. Líka óskrifandi fólk. Ég á bágt með að trúa því að þú farir framúr hægfara ökutækjum. Maður sem kallar sjálfan sig Dart master? Það er leiðinlegt að þú getir ekki átt jeppa og hjólhýsi. Það er samt ástæðulaust að engjast um í öfund. Það geta komið tímar og ráð.

 Vegni þér sem best í baráttu við vanlíðan og biturð. Heimskunni er ekkert hægt að gera við.

Ps. lögregla og báðir ökumenn staðfestu að fremri bíllinn ók á ca 50km hraða og aðstæður til framúraksturs voru allar sem bestar. En endilega leiðréttu þetta við viðkomandu lögreglu-umdæmi og ég skal skila því til bílstjóranna að þetta sé rangt hjá þeim, með kveðju frá þér.

Með vinsemd og virðingu Ólafur Einarsson 

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:16

12 identicon

HAHA *high five*

Dagný (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:29

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he óli minn, þótt fremri bílinn hafi ekið á 50.. þá segir það akkurat EKKERT um hraðann á ökuníðingnum sem fór fram úr ;)

"maður sem kallar sig Dart master".. ég meina ertu vitskertur Óli ?  Hvað kemur það málinu við að ég er sæmilegur í pílukasti :D

over and out. 

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 13:45

14 identicon

Óskar takk fyrir að staðfesta sleggjudómana hjá þér.

Samkvæmt lögregluskýrslu var fremri bifreiðinn á 50 km/klst (var reyndar búinn að fá það staðfest áður en ég skrifaði fyrri athugasemdina til að reyna að fara með rétt mál annað en þú) kom reyndar að þessu slysi líka og önnur rangfærsla hjá þér er að ameríski jeppin skyldi vera óökufær Econlinin reyndar keyrði í burtu af staðnum því ég mætti honum í Langadalnum seinna um kvöldið.Econlinin var svona c.a bil og kerrulengd út fyrir veg og hjólhýsið rétt við veginn. Þú segir mér að hugsa. Það hef ég gert og kemst að þeirri niðurstöðu að þú hafir ekki hundsvit á þessu slysi en eins og margir Íslendingar er alltaf gott að belgja sig út áður en hlutirnir eru skoðaðir.  Ég stend enþá við það að ég keyri 110 þúsund kílómetra á ári (annað en þú sem ég veit ekki hvort þú keyrir 5000 eða meira).

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:51

15 identicon

Óskar er ekki erfitt að vera svona?

Þessir bílar voru á svipuðum hraða þegar frammúraksturinn hófst því hann var búinn að vera á eftir Econlininum í töluverðan tíma. En þetta veist þú auðvitað miklu betur.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:58

16 identicon

Ég ætla svosem ekki að taka þátt í því sem virðist vera orðið persónulegt rifrildi milli tveggja manna hér sem hafa sama upphafsstaf í nafninu sínu, en ég get ekki orða bundist.   Það læðist að mér sá grunur að þið sem stökkið upp til handa og fóta hér til að skamma bloggarann Eið, að þið eigið kannski  hjólhýsi eða önnur hýsi sem þarf að draga á eftir sér ?   Þvílík ofsafengin viðbrögð...    En semsagt, ég er nú talsvert úti á þjóðvegunum þar sem ég bý úti á landi, og ég lendi oft í því að farið er fram úr mér á þessum stóru bílum og með stór hýsi af ýmsum gerðum í eftirdragi, og það er sko ekki verið að slá af hraðanum.  Ég hef gaman af því að aka hratt, en þar sem ég tími ekki að borga hraðasekt þá fer ég helst ekki upp fyrir 100, en held mig á hraðanum 90-100. Það er ótrúlegt hvað þessir bílabófar sem ég vil kalla, aka hratt og ógætilega, óþolinmóðir og frekir, ég hef oftar en einu sinni FORÐAÐ STÓRSLYSI með því að bókstaflega fara á bremsuna þegar þessir bjánar geysast framúr, svo stóru hýsin slái mig ekki útaf.  Því þau slást til ef ekið er hratt.  Einhverntíma prufaði ég að draga hestakerru, og ég veit að ef ekið er varlega þá eru þær stöðugar á veginum, en ef maður fer að spýta í þá vilja þær slást til á veginum.  Ég geri ráð fyrir að sama lögmál gildi um allar stórar kerrur og hýsi sem dregin eru af bílum.

Ég held að þessi tiltekni ökumaður hafi ekki getað verið á löglegum hraða. Sorry, en það er mín skoðun.  Það splundrast ekkert hjólhýsi nema lenda í verulegu höggi.   Og mín skoðun er líka að meira en helmingur þeirra sem eru á þessum stóru bílum og draga ferlíkin á eftir sér, eru stórhættulegir í umferðinni.

Og í guðanna bænum ekki halda áfram með svona ómálefnalegt skítkast ykkar á milli, þetta er svo barnalegt. Svona vettvangur er til að fólk geti viðrað skoðanir sínar, án þess að ráðast hvað á annað.

Ásta Sig. (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:27

17 identicon

Ásta Sig.

Það er staðfest (af lögreglu, bílstjórum beggja bíla og vitnum) að bíllinn með hjólhýsinu var lestarstjóri á eftir bílnum með kerruna. Á 50km hraða. Þegar aðstæður sköpuðust til framúraksturs reyndi maðurinn með hjólhýsið framúrakstur, sem endaði með þessum ósköpum að vagnarnir rákust saman. Áður höfðu vegfarendur verið að taka framúr báðum farartækjunum með vagna í einu á mjög misgáfulegum stöðum.

Hjólhýsi splundrast ef að gluggi er opinn í of miklum vindi. Burðarvirki er nánast ekkert annað en ytra byrðið sem er úr örfárra millimetra þykku plasti. Þú hefur væntanlega séð myndir af hjólhýsum í frumeindum við suðurlandsveg í hvassviðri. Það þarf ekki mikið til að þau fari í spað.

Það er ömurlegt að ætla saklausu fólki sem lendir í þessu slysi það að hafa ætlað að drepa aðra vegfarendur í stórum stíl með asnaskap. Það eru fjölmörg dæmi um brjálæðisakstur bíla með vagna en ég held að fólk á venjulegum bílum án vagna séu þeir sem drepa flesta í umferðinni.  

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 15:10

18 identicon

Ásta Sig.

Ert þú ekki dottinn þá í sömu grifju? Er það ekki skítkast að hunsa allar staðreyndir og halda því framm að ökumaðurinn hafi verið á ólöglegum hraða þegar annað er sannað? Hvers vegna ætti ökumaður Econlinsins að ljúga til um aðstæður? Hann var fórnarlambið í þessu slysi. Ég á ekki hjólhýsi´,fellihýsi né tjaldvagn. En gaman væri að eiga svoleiðis hlut. En það fólk sem fullyrðir svona hluti án þess að hafa séð aðstæður og ætlar ökumanninum að hafa hagað sér eins og ökuníðingur, ég segi bara skammist þið ykkar. Þetta slys var ekki vegna hraðaksturs og það geta allir (nema kanski þið sem dæmið fólk án sannana) gert mistök.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 15:30

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hehe sjáið til.. hér er bloggað út frá frétt moggans um slysið ekki lögregluskýrslum eða "vitnum", almennt skrifað um að sá sem fer fram úr er ALLTAF ÁBYRGUR fyrir slysinu.. um það snerist umræðan, þótt sumar IP tölurnar hérna hreinlega SKILJI það ekki.

góðar stundir 

ps.. sá sem ekki kemst fram úr bíl sem ekur á 50 kmh án þess að aka út í skurð á EKKI að vera með bílpróf.. cheers

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 15:37

20 identicon

Óskar

Það er nátturulega til fyrirmyndar að stökkva upp og kalla menn ökunýðinga, fávita, hafi heila á við baun og verðskuldi refsingu útfrá frétt þar sem ekkert kemur fram um hvernig akstuslagið á manninum var. Síðar kemur í ljós að það var ekkert af akstuslaginu hjá honum og þú hefur ekki einu sinni manndóm í þér til þess að biðjast afsökunar á þessum níðskrifum þínum, talar um að menn eigi ekki að hafa bílpróf sem lenda í slysum. Mikið ertu sorglegur

Hjörvar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:41

21 identicon

heyrðu óskar hvar áttu heima?, ég vil helst hitta þig og tala við þig gamli!!!!!.. sentu mér email hvar þú átt heima og við skulum hittast!, ég vil tala við þig aðeins og þá skal ég útskýra þetta aðeins betur fyrir þér og þá máttu fara blogga um þetta! og eiður þú mátt líka vera í þessum "fundi" .. ég lendi í þessu og pabbi minn var að keyra og hann gerði ekki neitt vitlaust samkvænt lögreglu og öllum á staðnum!!

 og já, þess frétt ýkti þetta kannski of mikið!, það fóru jú 3 upp á slysadeildina en það var ekki neitt að neinum (mesta var smá tog og þrjú spor)

endilega sendið mér email á dannimatt@hotmail.com eða dannimatt94@gmail.com óskar og eiður

Daniel (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:49

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Síðar kemur í ljós að það var ekkert af akstuslaginu hjá honum og þú hefur ekki einu sinni manndóm í þér til þess að biðjast afsökunar á þessum níðskrifum þínum,

HA.. ekkert að akstrinum.. hann endaði útaf veginum og 3 eru slasaðir vegna þess að ökumaður réð ekki við aðstæður !!  IP tölurnar hérna alveg að fara af skaftinu sýnist mér.

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 17:25

23 identicon

Ekki ætla ég að taka þátt í þessari fátæklegu og sleggjudóms fullu umræðu um stóra bíla, aftaní vagna og tilheyrandi, til þess er ég ekki dómbær á neinn hátt (frekar en flestir sem hér hafa skrifað, undir frumfyrirsögninni Ökuníðingur)

En Eiður, einhvernvegin finnst mér að framsetningin á „Mola þínum“ -  „Ökuníðingur“ líkjast mörgu af því sem þú hefur réttilega verið að gagnrýna í skrifum og fréttaflutningi fjölmiðlana.

Er þetta rangt hjá mér?

Mundir þú ekki skrifa þetta á annan hátt, að athuguðu máli?

Mér finnst þetta klúðurslegt málfar og framsetning.

Og svo má einnig deila um setninguna „Svo var forsjóninni fyrir að þakka“  Ef „forsjónin“ er svona valdamikil, því í ósköpunum kom þessi forsjón ekki í veg fyrir óhappið í upphafi?
(þannig spyr „trúlaus“ maður eins og ég)

Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:49

24 identicon

Óskar, þú hefur ekkert tapað þessari umræðu og litið illa út??
Það ætti að loka á svona sérfræðinga

Stefán Á (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:22

25 identicon

Sæll Eiður.

Það sem ég hef verið að benda ykkur sem farið um þessar síður fordómafull og fremjið mannorðsmorð án þess að hugsa, að á bak við hverja frétt er fólk. Þú ert hér fyrir ofan er barn sem var farþegi í bílnum sem valt komið inn í umræðuna. Barn sem sér sig knúið til að verja foreldra sína. Prófaðu nú að lesa á milli línanna hvernig honum líður. Ef að einhverjar tilfinningar kveikna eyddu þá þessarri færslu. 

 Kk. Ólafur Einarsson

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:48

26 identicon

  Steingrímur ,  sjálfsagt hefði ég  mátt orða mþettta milldilegar á það get ég fallist. En að málfar  og framsetning  séu klúðurskeg , undir það tek ég ekki. En hver  hefur sinn smekk í þeim efnum. Ekki  ætla ég að  deila  við þig um  forsjónina og trúmál. Það leiðir ekki  til niðurstöðu. Ég  vil hafa mína trú í friði eins og þú tþitt  trúleysi.

Ég ek  reglulega millli Grimsness og  Reykjvíkur  og í hverri einustu ferð  sé  háskaakstur  deirra sem ég vil kalla  ökuníðinga. Ekki eru mörg ár síðan  ég kom  að slys þar  sem tveir  biðu bana  í háskalegum framúrákstri  rétt oafn  við Lögberg. Ég var næst fyrstur á vettvang og  óska engum þess að þurfa að upplifa slíkt. Ég sé  núna að ég hefði þurft  einhverskonar áfallahjálp,  en það tók mig marga mánuði  að jafna mig á þessu.  Meðal annars af þessum ástæðum rennur  mér í skap þegar ég les um ökumenn sem  stofna lífi vegfarenda og  sínu í hættu. Lái mér hver sem vill.

Eiður (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:02

27 identicon

Eiður

Nú er ég búinn að benda þér á að barn "ökuníðingsins" sem á að fá "verðskuldaða refsingu" sé komið hér inn í umræðuna. Þú hefur meiri áhuga á málfari og framsetningu í ofangreindri umræðu.

Sorglegt að gamall eftirlaunaþegi á ríkisjötunni geti verið svona bitur og vesæll persónuleiki að geta ekki játað að þetta er komið út fyrir allt velsæmi.

Ég hef sjálfur unnið við að flytja lík af vettvangi umferðarslysa um nokkurn tíma. Þar voru fleiri sem áttu um sárt að binda en aðstandendur hinna látnu. Oft voru svokallaðir gerendur (sem oftar en ekki voru á röngum stað á röngum tíma) sem tóku út þjáningar sem ég óska engum að þurfa að upplifa. Lærdómurinn sem þú hefðir átt að draga af lífsreynslu þinni og sem við lærum fljótt sem höfum þurft að búa við áðurgreint í okkar starfi er að lífið getur umturnast á sekúndubroti. Það er ekki sjálfgefið að komast í gegnum lífið áfallalaust, það er ekki sjálfgefið að koma heim heill á húfi að kveldi dags. Aðstæður sem þú ræður ekki við gætu sett þig undir sama dóm, þess vegna strax í dag. Þú gætir verið "ökuníðingur" morgundagsins í huga einhvers. Ekki víst að þú værir því sammála, en þú gætir þrátt fyrir það orðið fyrirsögn í dagblöðum og bloggheimum.   

Að þér renni í skap við að lesa fréttir? Gefur það þér rétt til að fella opinberlega ógrundaðan dóm yfir þeim sem þér hentar?  

Kk. Ólafur Einarsson.

Ps. Ég reikna ekki með því að þú hafir manndóm í þér til að bregðast við þessu, en held þó í vonina.

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:11

28 Smámynd: Hannes

Þegar svona slys verða þá getur ástæðan verið að sá sem er verið að taka fram úr missi aðeins stjórn á bílnum eða ráði ekki við bílinn og nóg af þannig ökumönnum eru með kerrur aftaní. 

Hvað skeði þarna veit ég ekki en þykir líklegt að annar hvor ökumaðurinn hafi ekki ráðið við faratækið sitt eins og margir nú til dags.

Hannes, 6.8.2009 kl. 23:36

29 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ólafur,

Ég skrifaði athugasemd hér í gærkveldi, en einhverrra hluta vegna hefur hún ekki  komist á réttan  stað heldur  horfið   tómarúm netsins.Hef líklega vistað hana rétt. Þú getur  uppnefnt mig eins og þú vilt, það er  jafnan  ráð þeirra sem skortir rök. Ég er senn sjötugur, sjálfsagt gamall. Nýt eftirlauna eins og  aðrir starfsmenn l ríkisins sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sina ævi en það er líklega saknæmt að þínu mati sem og  að  vera gamall. Umferðarslys verða  vegna þess að menn  brjóta reglur  eða  meta aðstæður rangt. Ég hef  ekið mikið um ævina og haft meira próf  síðan ég var 21 árs. Ég mundi hugsa mig  um tvisvar og  ekkki tefla á  tvær hættur    við að  fara fram úr  stórum bíl með  kerru í eftirdragi , tala nú ekki um ef ég  væri  sjálfur  með  stór hljólhýsi í tagi.Mundi bara sætta mig við hægaganga þar til öruggt færi gæfist til framúraksturs. Ég hefur áður viðurkennt að það var fljótræði að nota orðið ökuníðinguur án þess að  vita meira um  aðstæður og biðst velvirðingar á því. En fréttin  gaf  vissulega  tilefni  til að ætla að um   slíkt aksturslag væri að ræða.  Það er ótrúlegt að upplifa  það  til dæmis  að  stórjeppar með hjólhýsi  fari  fram úr manni í Kömbunum á    hundrað km hraða. havað heitir slíkt? Nú eða  að pallbílajakar þjösnist fram úr á  svipuðum hraða í svarta þoku á Helllisheiðinni, þar sem   skyggnið er  kannski tvær  stikur. Hvað heitir slíkt ?

Svo er ekkert annað að gera en hlíta þínum "hæstaréttardómi "um vesælan persónuleika minn,  en ég mun halda  áfram að  gagnrýna það sem miður fer í umferðinni.

Eiitt  að lokum, ef  allir fylgdu og hefðu   fylgt settum  reglum  væri  samfélagið ekki í sárum og á hliðinni  þessi misserin.

Eiður Svanberg Guðnason, 7.8.2009 kl. 09:13

30 identicon

Sæll Eiður

 Ég vil biðja þig afsökunar á því að skíta út persónu þína hér. Ég þekki þig ekki neitt fyrir utan þessi skrif hér, þannig að ég hef ekkert að byggja þessi orð mín á. Ég lét skapið hlaupa með mig í gönur og sé eftir því. Ég er mjög ósáttur við fyrirsögnina og það að fólkið sé dæmt án þess að staðreyndir málsins liggi fyrir. Það er óþarfi að persónugera svona skrif. Maður getur komið af stað almennri umræðu um þessi vandamál. Ég veit að viðkomandi fjölskylda flokkast ekki undir hóp ökuníðinga. Þau lentu í óhappi, eitthvað fór úrskeiðis og úr varð umferðarslys. Eitthvað sem við öll getum lent í þegar við setjumst inn í bíl.

Með vinsemd og virðingu Ólafur Einarsson 

Síðast þegar ég athugaði hafði enginn bloggað um það að ökumaður sem ekið hafði á tæplega 150 km hraða (að mig minnir) hafi verið stöðvaður í nágrenni Akureyrar, greitt 90þús og ekið heim.

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:10

31 identicon

Eiður, ekki hef ég tekið eftir þessum "skorti" a rökum hjá honum Ólafi. Þú e.t.v. sérð þau eins og annað furðulegt í þessari umræðu. Finnst hann, og aðrir, bara benda mjög réttilega á hversu fáránlegt það er að dæma slys út frá nokkrum orðum sem birtast á netsíðu. Þú, Óskar og fleiri ákveðið þarna að setja ykkur í eitthvað dómarasæti án þess að vita nokkuð um málið. Í fréttinni segir meira að segja EKKERT um hraða og annað. Hvernig getið þið þá dæmt þetta? Það er það sem verið er að ræða hér um.

 Fullorðið fólk á ekki að láta svona og það er fáránlegt að sjá 15 ára dreng hér með yfirburðar mestu gáfurnar í þessari umræðu. Hann vill setjast niður og ræða málin! Ekki gera þetta á einhverju vetsíðum. Hefur þú sent á hann póst Eiður? Eða Óskar? Hví hittið þið hann ekki og ræðið málin? Hann getur útskýrt hvernig þetta allt var, hví hafið þið ekki samband við hann og fáið allar upplýsingar? (Það er oft nefnilega gott að hafa upplýsingar þegar maður ætlar að dæma annað fólk).

 Nei, það er oft bara betra að skrifa bakvið Moggabloggið sitt og koma með "sérfræðiálit" á einhverju sem maður veit ekkert um eða hefur ekki upplýsingar um.

 Kær kveðja

Stefán Á (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:24

32 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sæll Ólafur, Ætli skapið hafi  bara ekki hlaupið með okkur  báða í gönur !!!! Öll erum við breysk.

Eiður Svanberg Guðnason, 7.8.2009 kl. 14:13

33 identicon

32 Ummæli, jesúspétur. Menn hafa greinilega meiri áhuga fyrir stórum bílum, framúrakstri, hjólhýsum og öllum þessum skuldahölum, en umfjöllun um íslenskt mál. Kannski dæmigert fyrir ástand þjóðarinnar. Gildismatið eitthvað brenglað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband