Molar um mįlfar og mišla CXII

 Ķ yfirliti hįdegisfréttatķma  RŚV (25.07.2009) var sagt  frį   žvķ aš eldur hefši kviknaš ķ žaki ķžróttahśss fatlašra viš Hįtśn. Sagt var aš slökkvilišiš hefši nįš góšum tökum į  eldinum. Žetta finnst mér  einkennilegt oršalag. Góšum tökum?  Lķklega var įtt viš aš slökkvilišsmenn hefšu nįš tökum į  eldinum. Žetta oršalag var  ekki notaš ķ sjįlfri fréttinni. Ķ fréttatķma  Stöšvar tvö sama  dag var  fjallaš um žennan eldsvoša og sagt: Allar stöšvar slökkvilišsins voru į  svęšinu. Žetta  er ruglaš  oršalag. Nęr  hefši veriš  aš segja:  Liš frį  öllum  slökkvistöšvum į höfušborgarsvęšinu baršist viš  eldinn.

Ķ sama fréttatķma  var talaš um Lithįena. Viš köllum žį  sem  bśa ķ Lithįen Lithįa, ekki satt?

Ķ  sexfréttum RŚV  var (aldrei žessu vant!) fjallaš um Icesave. Žį var   sagt: .. sem nś er ķ umfjöllun žingsins. Ekki  kann ég  viš žetta  oršalag. betra hefši mér fundist: ... sem  nś er  til umręšu į  Alžingi.

Śr Vefdv (25.07.2009):Veitingastašurinn sem um ręšir heitir Claim Jumper og er hann vķšsvegar um Bandarķkin. Žaš var og. Ekki getur  einn veitingastašur  veriš vķšsvegar um Bandarķkin.  Hér hefši  t.d.  įtt aš segja. Veitingastašir meš žvķ nafni eru vķša ķ Bandarķkjunum.

Fyrirsögn af Vefvķsi (25.07.2009): Landhelgisgęslan siglir til móts viš hollenska skśtu.  Landhelgisgęslan siglir ekki, heldur  eitt af varšskipum Landhelgisgęslunnar.

Eyjubloggari skrifar (26.07.2009): Egill Helgason rifjar upp žrjś vond mistök ķ kjölfar bankahrunsins: Mistök er fleirtöluorš, rétt eins og veršlaun. Žessvegna  hefši žessi įgęti bloggari įtt aš  segja: E.H.  rifjaši upp žrenn vond mistök.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband