7.7.2009 | 22:42
Sífelldur skollaleikur
Stjórnarandstöđuflokkar á Íslandi hegđa sér á annan veg en stjórnarandstađan gerir á Norđurlöndunum. Hjá Sjálfstćđisflokknum snýst ţetta um ađ djöflast gegn öllu sem ríkisstjórnin gerir, sjá hvergi neitt nema svartnćtti og djöfulskap,sem er eins og sagt var hćnufet frá landráđum. Stjórnarandstađan er í sífelldum skollaleik.
Hjá Framsókn er hinn óreyndi ţingflokkur mest í fíflagangi, vill helst tala um fundarstjórn forseta og fer ţá út og suđur. Ţar eiga ţó ekki allir ţingmenn ţess flokks óskipt mál. Eftir átján ára stjórnarsetu kunna Sjálfstćđismenn ekki annađ en ađ vera í stjórn. Ţeir umhverfast í stjórnarandstöđu. Einstaklingar sem annars eru sćmilega dagfarsprúđir og tiltölulega hófstilltir fara hamförum í rćđustóli , bađa út öngum og hafa í frammi mikla háreysti. Hinn ungi ţingflokkur Framsóknar bölvar og ragnar og hefur klámyrđi í flimtingum.Stjórnarandstađan gefur stjórnarliđum ekki hljóđ. Frammíköll eru ekki ný á ţinginu, en látlaust gjamm og hávađi er óţörf nýlunda. Ţau setja rćđumann kannski svolítiđ út af laginu en sé hann međ á nótunum og snöggur ađ hugsa snýr hann frammíkallinu oft upp í háđung fyrir ţann sem kallađi frammí. Núverandi stjórnarandstađa er gjörsneydd kímnigáfu og ţví verđa frammíköllin aldrei annađ en truflun og skarkali. Sá sem ţetta ritar man vel stjórnarandstöđu Sjálfstćđisflokksins á árunum 1988 til 1991. Ţá var geđillska ţeirra međ ólíkindum. Ég var ţá formađur allsherjarnefndar efri deildar. Ţangađ kom frumvarp , afar vel undirbúiđ, valinkunn kona hafđi veriđ formađur nefndarinnar sem samdi frumvarpiđ. Einn af fulltrúum Sjálfstćđisflokksins í nefndinni vildi senda frumvarpiđ til umsagnar eitt hundrađ ađila. Margir ţeirra höfđu komiđ ađ samningu frumvarpsins. Tilgangurinn var sá einn ađ tefja máliđ. Í annađ skipti kom fulltrúi SÍS á fund nefndarinnar ađ beiđni okkar vegna frumvarps sem var til afgreiđslu. Honum ofbauđ framkoma eins nefndarmanna og hann stóđ upp og kvaddi. Ţađ kom í hlut formanns ađ hlaupa á eftir honum fram á gang í Ţórshamri og biđjast afsökunar fyrir hönd nefndarinnar. Ţađ er ekki nýtt ađ Sjálfstćđismenn ćrist í stjórnarandstöđu. Ţeir telja sig fćdda og útvalda til ađ stjórna. Ţeir kunna ekki ađ taka ţví mótlćti sem ţađ er ađ vera í stjórnarandstöđu, enda margir silfurskeiđarmenn frá fćđingu. Rifja upp ađ lokum ţađ sem Allaballi sagđi viđ mig eitt sinn á síđkvöđli: Ţađ er allt í lagi ađ vera í stjórnarandstöđu, - ţađ verst hvađ ţađ er andskoti leiđinlegt !
Athugasemdir
Ég tel ađ ţađ sé vel l skiljanlegt ađ stórnarandstađan sé á móti máli eins og Icesave samningum sem myndi setja okkur, börn okkar og barnabörn í afar mikla skuldsetningu. Svo ert ţú ađ fárast yfir ađ stjórnarandstađan sé međ ćsing. Halló ţađ er veriđ ađ tala um framtíđ okkar Íslendinga. Ţeir mćttu láta meira í sér heyra heldur en hefur veriđ. Svo má Ásta á bjöllunni hugsa sinn gang.
Sólveig Ţóra Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 04:13
Ég er sammála ţessum pistli, sérstaklega ţreytandi og kjánaleg lćti, tilgangslaus nema til ađ gera sjálfa sig ómerkilegri og trufla rćđumenn.
Reyndar finnst mér "ađrar" stjórnarandstöđur stundum hafa gert sig ađ fíflum.
Skil ekki ađ fólk leyfi ekki sitjandi stjórnarmönnum ađ vinna sín verk... fyrir okkur.
Eygló, 8.7.2009 kl. 04:28
Vinna sín verk fyrir okkur Maí? Ađ samţykkja ţennan Icesave samning er ađ taka ţátt í landráđi.
Sólveig Ţóra Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 04:35
ég var farinn ađ halda ađ Guđlaugur Ţór og Ţór Saari vćru einir í stjórnarandstöđunni ţannig ađ ţetta eru góđar fréttir -
hvar er ţađ sem Framsókn og Sjálfstćđisflokkurinn eru ađ tjá sig?
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.7.2009 kl. 10:41
Aldrei af ţeim drögum dám,
dćmalaust er ţeirra klám,
varla Eygló valinkunn,
í vor fékk hjá mér falleinkunn.
Ţorsteinn Briem, 8.7.2009 kl. 11:14
Bíddu nú viđ.
Ţú varst sem sagt ekki var viđ frammíköllinn fyrir áramót? ţegar vinstri grćnir sátu í stjórnarandstöđu. ég skil ekki ykkur krata (samfylkingarmenn) ađ halda ekki uppi vörnum gegn ofríki Breta og Hollendinga viđ okkur. Stjórnarliđar eru búnir ađ haga sér eins og aumingar gangvart ESB og er sama um ţjóđina. Ţađ er gaman ađ sjá Eirik Bergmann vera ađ bakka núna međ skođanir sínar vegna Icesave. Hann er búinn ađ átta sig á ađ kratarnir eru ađ synda á móti straumnum.
En Össur og félagar eru ekki hćttir, ţeir ćtla ađ láta Íslendina borga inngjöngugjaldiđ fyrir ESB fyrir sig. Stór hluti af lykilfólki í Samfylkunni er ţađ illa menntađ og vanhćft ađ ţađ fćr ekki vinnu nema ađ fara í alţjóđastofnanir eins og ESB. og ţá í gengum klíku!
Sendiráđinn taka ekki viđ fleyrrum afdönkuđum stjórnmálamönnum ađ sinni.
kv.
Jón Ţór
Jón Ţór Helgason, 8.7.2009 kl. 13:31
Eiđur minn! Eitt getum viđ ţó veriđ sammála um, ađ óţolandi er ađ geta ekki lesiđ íslensku í dagblöđunum.
Björn Finnbogason, 9.7.2009 kl. 02:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.