Hélt að ekkert væri eftir til að selja

 Það verður að segjast eins og er að þessi frétt kemur verulega á óvart. Ég hélt að bæjarstjórinn í Keflavík (sem ég fæ mig  aldrei til að kalla Reykjanesbæ) væri  búinn að  selja allar eigur bæjarins ,sem á annað borð væri hægt að koma í verð.

 Ég á líka erfitt með að átta mig á því að ein helsta mótbára Sjálfstæðismanna gegn  aðild að ESB er sú að ekki megi  hleypa útlendingum í  orkuauðlindir okkar   frekar en  afhenda þeim  fiskinn í sjónum.  Kannski er  bæjarstjórinn bara ekki í nógu  góðu sambandi við  flokksforystuna. Allavega vefst þetta svolítið  fyrir mér.


mbl.is Kaupin í HS Orku bænum í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður punktur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.7.2009 kl. 15:31

2 identicon

Munurinn á fisknum í sjónum og orkunni í jörðinni er að fiskurinn er í „eigu“ örfárra útvaldra en orkan í jörðinni er í „eigu“ almennings. Orkuna í jörðinni má enn hagræða þannig að örfáir útvaldir geti lagt eignarhaldi yfir hluta af ferlinu sem leiðir orkuna frá náttúrunni yfir í húsin og bílana okkar (t.d. orkuflutning eða orkuvirkjun), þannig geta þessir örfáu útvöldu rukkað okkur hin fyrir að nota þeirra eignir (þrátt fyrir að ríkið hafi bæði laggt allar lagnir og byggt allar virkjanir). Þó svo að auðlindin sé faktískt okkar. Þetta er sniðið á þann veg að þegar eignarhald orkunnar í jörðinni (eða orkuvinnslu úr jörðinni) hefur verið hagrætt þessum örfáu útvöldu í vil að þá getur enginn skipt sér að því. Eignarhald fisksins í sjónum var ekki sniðið á þennan hátt og því er sá möguleiki fyrir hendi að ESB getur farið að hafa áhrif á þetta eignarhald þessum örfáu útvöldu í óhag.

Rök sjálfstæðismanna gegn ESB sökum þess að við missum auðlindirnar okkar eru tækifærisrök. Þeirra raunverulega meining er að örfáir útvaldir missi auðlindirnar sínar sem við almenningur höfum ekki átt síðan löngu áður en þessi öld byrjaði.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 17:17

3 identicon

Fyrir svona ári síðan heyrðust raddir sem vöruðu við því að orkulyndir þjóðarinnar gætu komist í eigu útlendinga. Alltaf fannst mér þetta vera hin mesta fásinna, fáránleg svartsýni, sem gæti bara ekki gerst, þrátt fyrir bankahrunið og allt það. Því óþarfi að hafa áhyggjur. En viti menn. Þetta virðist bara vera að gerast. Árni Sigfússon virðist hafa þann metnað að komast á spjöld sögunnar, sem fyrsti Íslendingurinn, sem seldi útlendingum orkulyndir. En ef að Vinstristjórnin stöðvar ekki þetta landráð, þá má hún mín vegna fara til andskotans.     

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll Eiður,

Af hverju heldur þú að það sé alltaf pólitík sem ráði för?

Getur verið að sveitafélagið sé á hausnum að reyna að bjarga sér?

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 5.7.2009 kl. 10:52

5 identicon

Jón Þór, af hverju er Reykjanesbær á hausnum? Vegna snillinganna sem þar stjórna kannski?? Gefur það snillingunum leyfi að selja auðlindir Íslendinga? Væri ekki nær að þessir snillingar myndu víkja og hleypa einhverjum að sem ekki setja bæjarfélagið á hausinn og ætla svo að selja sameign þjóðarinnar í hendur útlendinga? Hvaða leyfi hafa þeir svo sem til þess? Og kunna þessir andskotans fjárglæframenn sér enn þann dag í dag engin takmörk í græðgi sinni???

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:16

6 Smámynd: Einar Jón

Ef að ESB regluverkið kemst á hér á landi þá er ekki lengur hægt að gefa einkavinum auðlindirnar á spottprís.

Er það ekki helsti gallinn sem sjálfstæðismenn sjá við þetta allt saman?

Einar Jón, 5.7.2009 kl. 11:28

7 identicon

Einar Jón, þar hittir þú naglann einmitt á höfuðið. Málið er að flest ef ekki allt sem sjálftökuflokkurinn hefur gert undanfarna áratugi stenst engin alþjóðleg lög, spillingaröflin innan sjálftökuflokksins berjast um á hæl og hnakka til að viðhalda lénsveldistökum sínum hérna svo þeir geti stolið, öllu áður en við göngum í ESB , sem við gerum vonandi sem allra fyrst.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:31

8 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ragnar Örn,

Nei þeir hafa engan rétt á því að setja bæjarfélagið á höfuðið.

en það er nefnilega mergur málsins, þetta er ekki pólitíst, hedur eru þeir að reyna að lækka skuldir sem þeir ráða ekki við.  Það er punturinn sem ég er að koma að.

sama ástand er á Alftanesi...

ESB löggjöfinn breytir engu um í þessu tilfelli, sveitafélög geta selt eignir.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 5.7.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband