30.6.2009 | 22:21
Molar um mįlfar XCVIII
Hvernig ętlum viš aš afla fé, sagši samgöngurįšherra ķ sjónvarpi rķkisins (29.06.09.), Viš öflum fjįr en śtvegum fé. Žeir sem voru klukkutķma aš aka frį Selfossi til Hverageršis milli klukkan žrjś į fjögur sunnudaginn 28. jśnķ munu lķklega aldrei skilja žį arfavitlausu hugmynd rįšherrans aš Vašlaheišargöng eigi aš koma į undan tvöföldun Sušurlandsvegar. Vegurinn milli Selfoss og Hverageršis er einn hęttulegasti og fjölfarnasti vegarkafli landsins. Žaš į aš skipta höfušmįli, žegar framkvęmdaröš er įkvešin. Fęstum blandast hinsvegar hugur um aš samgöngumišstöš viš Reykjavķkurflugvöll er brżn framkvęmd, - sem er reyndar hįlfri öld of seint į feršinni.
Į ensku ešlilegt aš nota oršiš risk ķ fleirtölu og segja to take risks. Aš ķslenskri mįlvenju er oršiš įhętta eintöluorš. Žessvegna tölum viš um aš taka įhęttu. Ekki įhęttur eins og žżtt var ranglega śr ensku ķ sjónvarpi rķkisins (29.06.09.)
Eftirfarandi er af Vefdv (29.0ö6.09.) . Fréttin fjallar um flugfélag sem ętlunin er aš stofna ķ Kķna. Ķ vélum žess eiga faržegar geta stašiš rétt eins og ķ strętisvagni. Sķšan segir: Zenghua segist hafa haft samband viš forsvarsmenn Airbus flugvélaframleišandans. Žar hafi žau skilaboš fengist aš rįšahagurinnvęri nógu öruggur. Žegar leyfi fęst frį stjórnvöldum, žį prófum viš žetta, segir Wang. Sį sem skrifaši žessa frétt veit greinilega ekki aš rįšahagur žżšir kvonfang.Žess vegna veršur žetta merkingarlaust bull Žaš er alltaf hęttulegt aš nota orš sem mašur veit ekki hvaša merkingu hafa eins og gert er ķ žessu tilviki.
Meira af Vefdv (29.06.09.): Mašurinn hefur setiš ķ rśma viku ķ gęsluvaršhaldi en ekki var įkvešiš aš krefjast įframhaldandi gęsluvaršhalds yfir manninum. Žetta er dęmi um einstaklega kjįnalega oršaröš. Ešlilegt hefši veriš aš segja.... įkvešiš var aš krefjast ekki įframhaldandi gęsluvaršhalds ......
Žaš var óvönduš fréttamennska, eša ótrślegur klaufaskapur, žegar Žórdķs Arnljótsdóttir fréttamašur tók svo til orša ķ tķufréttum sjónvarps rķkisins (29.06.09.) aš fjįrmįlarįšherra hafi reynt aš fęra rök fyrir žvķ samžykkja žyrfti rķkisįbyrgš į Icesave-samkomulagiš į fundi ķ Išnó. Žetta oršalag er ekki fréttastofunni sęmandi. Skošun fréttamanns į ekkert erindi ķ fréttina. Žaš kom reyndar ekki į óvart aš ķ lokin var rętt viš Einar Kįrason rithöfund einan um fundinn. Einar fann Icesave flest til forįttu.
Aftur kom hugur fréttastofu RŚV til Icesave fram ķ hįdegisfréttum (30.06.09.) žegar Jóhanna Vigdķs spurši fjįrmįlarįšherra hvernig honum litist į aš ętla keyra mįliš ķ gegn (um žingiš) viš žessar ašstęšur. Rįšherra svaraši réttilega aš hér vęri ekki veriš aš keyra eitt eša neitt ķ gegn. Ķ žessari frétt var lķka talaš um meirihluta vegna mįlsins. Mįlvenja er aš tala um meirihluta fyrir mįli, ekki vegna mįls.
Flestir fjölmišlar leišrétta og bišjast afsökunar, žegar fariš er rangt meš nöfn. RŚV fór rangt meš nafn ķ fréttum (29.06.09.) Kallaši Įrna Mśla Jónsson, ašstošarfiskistofustjóra (samkvęmt žvķ sem segir į heimasķšu Fiskistofu) Žórš Įsgeirsson. Engin leišrétting, engin afsökunarbeišni.
Og svo er spurt ķ lokin: Hversvegna er žaš sérstakt barįttumįl Kastljóss rķkissjónvarpsins (30.06.09.) aš hętt verši viš byggingu Tónlistarhśssins?
Athugasemdir
Góšur pistill aš vanda.
Žś segir um fréttamennskunan hjį RŚV "óvönduš fréttamennska, eša ótrślegur klaufaskapur"
Žetta er allt mešvitaš. Fréttamenn RŚV vinna markvisst aš žvķ aš koma meš skošanmyndandi fréttir ķ sķnum fréttatķmum. Ef frétt fellur ekki aš skošunum fréttamanna žį eru žęr einfaldlega ekki fluttar nema žį helst stuttlega ķ lok fréttatķmanna.
Ég tók lķka eftir žessu meš innlsagiš žar sem Enar Mįr var einn kallašur til aš vitna gegn Icesave. Fyrir fundinn var talaš viš Steingrķm og svo einn andstęšing samningsin en sį fékk aš vaša į sśšum fullur vandlętingar į samningnum en Steingrķmur fékk žessar klassķsku skildagatķšarspurningu um hvort vęri meirihluti fyrir samningnum į žingi.
Oršalag spurninga eru fréttastofunni til vansa. Skošun fréttamanns kemur išulega fram ķ spurningunum. Og mešvitaš er sumum spurningum sleppt.
Jón Óskarsson (IP-tala skrįš) 1.7.2009 kl. 10:15
Eins talar žś um aš Kastljós hafi fariš rangt meš nafn, žegar žeir köllušu Įrna Mśla Jónsson Žórš Įsgeirsson. Er žaš aš fara rangt meš nafn? Žegar ég var ungur var einfaldlega talaš um aš fara mannavillt.
Žś ferš til dęmis mannavillt (frekar en rangt meš nafn) žegar žś segir RŚV hafa rętt viš Einar Kįrason. RŚV ręddi hins vegar viš Einar Mįr Gušmundsson. Žér til varnar mį aušvitaš benda į aš žaš er svo til ómögulegt aš žekkja žį ķ sundur, žeir bįšir eru jś rithöfundar og heita Einar. En ég treysti aš žś leišréttir žetta, góšir fjölmišlar leišrétta (og blogg er sannarlega fjölmišill).
Bergsteinn Siguršsson (IP-tala skrįš) 1.7.2009 kl. 14:10
Sęll Eišur,
Menn žurfa aš ruglast rękilega ķ rķminu til aš nafniš Įrni Mśli Jónsson verši aš óvart aš Žórši Įsgeirssyni. Enda er ólķklegt aš žarna hafi fréttamašur fariš rangt meš nafniš, eins og žś segir. Lķklegra er aš hann hafi fariš mannavillt - ruglast į žessum tveimur mönnum. Į žessu tvennu er nokkur munu, sķšast žegar ég vissi.
Svo er žaš önnur spurning: Ferš žś mannavillt eša rangt meš nafn žegar žś kallar Einar Mį Gušmundsson rithöfund Einar Kįrason ķ žessari fęrslu?
Stķgur Helgason (IP-tala skrįš) 1.7.2009 kl. 14:10
Žaš hįrrétt hjį ykkur Stķgur og Bergsteinn aš aušvitaš įtti aš standa žarna Einar Mįr Gušmundsson, en ekki Einar Kįrason. Leišréttist žaš hér meš og bišst ég velviršingar į žessum mistökum.
Žegar birt er mynd af Įrna Mśla Jónssyni um leiš og nafn Žóršar Įsgeirssonar birtist į skjįnum mį aušvitaš žvarga endalaust um žaš hvort fariš er rangt meš nafn eša fariš mannavilt. Žaš birtist rétt mynd en rangt nafn.
Eišur (IP-tala skrįš) 1.7.2009 kl. 15:06
.. mannavillt .. įtti žetta aušvitaš aš vera !
Eišur (IP-tala skrįš) 1.7.2009 kl. 15:33
Herdķs Žorgeirsdóttir, prófessor og doktor ķ lögum, viršist ekki vita aš oršiš skuldunautur merkir ekki skuldareigandi eša lįnardrottinn (creditor į latķnu), heldur skuldari:
„... minna mį Hollendinga į órįšsķu og sķfelld gjaldžrot Rembrandts. Sem betur fer voru skuldunautarnir ekki utanlands žvķ žį hefšu meistaraverkin veriš flutt śr landi."
(Ķ grein um Icesave-samningana į blašsķšu 18 ķ Fréttablašinu 20. jśnķ sķšastlišinn.)
Žorsteinn Briem, 1.7.2009 kl. 17:18
OK, prófessor og doktor ķ lögum skilur ekki faširvoriš. Athyglisvert.
Haukur Kristinsson (IP-tala skrįš) 1.7.2009 kl. 19:43
Ašstošarfiskistofustjóri heitir Įrni Mśli Jónasson, ekki Jónsson, eins og Eišur hélt ranglega fram. Tvisvar.
Ég vil spyrja žig, Eišur, ķ fullri vinsemd: Hvernig litist žér į žaš aš nś yrši sturtaš duglega yfir žig śr dónalegu fśkyršasafni žķnu yfir fólk sem žś leitast viš aš smįna og segir ekki kunna aš lesa eša hafa vitsmuni til aš beita móšurmįlinu?
Ég tala fyrir munn margra žegar ég segi: Ég ber hag ķslensks mįls mjög fyrir brjósti, en er į móti žeim forsendum sem liggja aš baki Molum um mįlfar, sem miša frekar aš žvķ aš salla ķslenska mįlhafa nišur meš vélbyssu yfirlętis og ofmetnašar heldur en leiša menn til žroska meš pedagógķsku umburšarlyndi og hśmor. Svona gerši Gķsli Jónsson ekki. Svona gerši Helgi Hįlfdanarson ekki. Svona gerši Siguršur Nordal ekki. Svona gera menn ekki.
Žaš sem žś skrifar į žessa sķšu eflir ekki dįš ķslensks mįls. Žaš er hefšarrof ķ sögu mįlvöndunar į Ķslandi.
Ég vitna ķ herrann: „Hręsnari, drag fyrst bjįlkann śr auga žér, og žį séršu glöggt til aš draga flķsina śr auga bróšur žķns.“
Atli Freyr Steinžórsson (IP-tala skrįš) 2.7.2009 kl. 16:14
Rétt skal vera rétt. Jónasson er Įrni Mśli, en ekki Jónsson. Žakka įbendinguna og einstaklega hófstilltar og kurteislegar athugasemdir Atla Freys Steindórssonar.
Eišur Svanberg Gušnason, 2.7.2009 kl. 16:27
Verši žér aš góšu.
Atli Freyr Steinžórsson (IP-tala skrįš) 2.7.2009 kl. 17:02
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.