Bráðskemmtilegir tónleikar Bjarna Thors í Salnum

  Stundum eru tónleikar svo skemmtilegir ,að  eftir  tvö  lög,  eða  svo,  byrjar maður að kvíða því að  þeim ljúki. Þannig  tilfinningu fékk ég á  tónleikum  Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar  að Laugalandi  austur í Holtum  fyrir  nokkrum árum.

Þessa  sömu tilfinningu  fékk ég á tónleikum Bjarna Thors  Kristinssonar  og Ástríðar Öldu Sigurðardóttur , píanóleikara, í Salnum í Kópavogi að kveldi  fimmtudagsins 25. júní.  Það er  líka einhvernvegin svo með Salinn að manni líður vel , strax og komið er inn í húsið, þetta er perla  til  tónleikahalds.

 Á niðurleið var yfirskrift  tónleikanna og   svo  sannarlega  fór Bjarni Thor langt niður! Efnisskráin tónleikanna  var blönduð,  gaman og  alvara, íslenskir og  erlendir  gimsteinar með alkunnum bassalögum í bland. Bjarni Thor  fór á kostum,  röddin  stórkostleg, kímnigáfan óbrigðul og óborganleg,  -   og svo  er hann leikari  af guðs náð. Ástríður Alda  fylgdi honum af einstæðri smekkvísi og með  glæsibrag.

 Bjarni  Thor söng lög Árna  Thorsteinssonar , Rósina og Nótt með þeim ágætum að  seint gleymist og Paul Robeson hefði  örugglega gefið  flutningi hans á Ol´Man River  ágætiseinkunn og vel það.

  Sem  sagt,   enn eitt   ógleymanlegt kvöld í  Salnum.  - Hjartans þökk.

 ES:  Meira að segja  prentaða efnisskráin var stórkemmtileg !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband