26.6.2009 | 18:42
Bráđskemmtilegir tónleikar Bjarna Thors í Salnum
Stundum eru tónleikar svo skemmtilegir ,ađ eftir tvö lög, eđa svo, byrjar mađur ađ kvíđa ţví ađ ţeim ljúki. Ţannig tilfinningu fékk ég á tónleikum Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar ađ Laugalandi austur í Holtum fyrir nokkrum árum.
Ţessa sömu tilfinningu fékk ég á tónleikum Bjarna Thors Kristinssonar og Ástríđar Öldu Sigurđardóttur , píanóleikara, í Salnum í Kópavogi ađ kveldi fimmtudagsins 25. júní. Ţađ er líka einhvernvegin svo međ Salinn ađ manni líđur vel , strax og komiđ er inn í húsiđ, ţetta er perla til tónleikahalds.
Á niđurleiđ var yfirskrift tónleikanna og svo sannarlega fór Bjarni Thor langt niđur! Efnisskráin tónleikanna var blönduđ, gaman og alvara, íslenskir og erlendir gimsteinar međ alkunnum bassalögum í bland. Bjarni Thor fór á kostum, röddin stórkostleg, kímnigáfan óbrigđul og óborganleg, - og svo er hann leikari af guđs náđ. Ástríđur Alda fylgdi honum af einstćđri smekkvísi og međ glćsibrag.
Bjarni Thor söng lög Árna Thorsteinssonar , Rósina og Nótt međ ţeim ágćtum ađ seint gleymist og Paul Robeson hefđi örugglega gefiđ flutningi hans á Ol´Man River ágćtiseinkunn og vel ţađ.
Sem sagt, enn eitt ógleymanlegt kvöld í Salnum. - Hjartans ţökk.
ES: Meira ađ segja prentađa efnisskráin var stórkemmtileg !
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.