16.6.2009 | 22:46
Framsóknarbloggarar fara hamförum
Framsóknarbloggarar far nú hamförum á blogginu og freista þess að bera í bærifláka fyrir formann sinn, sem gerði sig eftirlminnilega að fífli í ræðustóli Alþingis í dag. Það er ekki hægt að afsaka eða réttlæta framferði formannsins,sem alþjóð hefur nú séð oftar en einu sinni í sjónvarpi. Það er auðvelt að skilja að venjulega fólki er ekki bara nóg boðið heldur misboðið. Raunar hafa fleiri þingmenn Framsóknar í ræðustóli á Alþingi notað orðbragð sem er óboðlegt. Bölv, ragn og klámyrði. Óreynt þinglið flokksins heldur að þetta sé stjórnarandstaða. Þetta er ekki stjórnarandstaða. þetta er skortur á mannasiðum.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er með þig ert þú VG eða hvað ?
jón (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:02
Er kratinn á spenanum í utanríkisþjónustunni að þjóna húsbóndanum með geltinu hérna.
Alþjóð hefur séð hvernig forseti Alþingis misnotaði vald sitt með eftirminnilegum hætti, það er það sem er einsdæmi í því sem gerðist í dag. Um innihald ræðunnar hefur ekkert verið fjallað og efast ég um Eiður Svanberg hafi hirt um að kynna sér það.
Hundinum var sigað af húsbóndanum og þá geltir hann það er góðra hunda siður.
G. Valdimar Valdemarsson, 16.6.2009 kl. 23:04
Í gamla daga voru nemendur í skólum settir í skammakrókinn ef þeir fóru ekki að reglum. Það þyrfti að vera skammakrókur á Alþingi. Þangað hefði átt að senda Sigmund.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:11
Svo þú styður Framsóknarflokkinn Valdemar. Það sést að vísu best á orðbragðinu hjá þér sem er í líkingu við það sem Framsóknarkrakkarnir sem kalla sig þingmenn nota á Alþingi Íslendinga.
Ég kaus Framsókn þangað til Halldór Ásgrímsson dró flokkinn endanlega niður í svaðið.
Næst skulu þið senda fólk á þing sem kann mannasiði, eða kenna þessu liði ykkar að haga sér eins og siðað fólk.
Valur Kristinsson, 16.6.2009 kl. 23:28
Vita þeir sem hér kommentera um hvað ræða Sigmundar sem forseta féll svona illa við fjallaði? Eða er það aukaatriði?
Hann var að ræða þingstörf og skipulag þeirra. M.a þá staðreynd að þingi á að ljúka 1. júlí samkvæmd áætlun. Á tveimur vikum sem eru þar til þingi lýkur á að afgreiða skattabreytingar, niðurskurð, aðild að ESB (tvær ályktanir) 700 milljarða ríkisábyrgð og þar hefur frumvarpið ekki en verið samið eða nauðsynleg gögn lögð fram.
Og þá eru ótalin tugir annarra mála s.s. þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukjör í sveitarstjórnarkosningum og margt fleira.
Þetta finnst ykkur kannski fyrirmyndarvinnubrögð og algerlega yfir gagnrýni hafin og réttast að senda þann sem gerir við vinnubrögðin athugasemd í skammarkrókinn.
Ef þetta eru vinnubrögð Samfylkingarinnar og það sem snatar hennar tala fyrir í samfélaginu og á blogginu segi ég bara: Guð hjálpi Íslandi.
Valur hvað er það í íslenskum mannasiðum sem Sigmundur braut og réttlætti viðbrögð Ástu Ragnheiðar ?
G. Valdimar Valdemarsson, 16.6.2009 kl. 23:54
Valdemar, það er einfaldlega að hann fór ekki eftir reglum og lét eins og óþekkur krakki þegar þingforseti bað hann að víkja úr ræðustól.
Valur Kristinsson, 17.6.2009 kl. 00:06
og getur þú þá Valur frætt mig á því hvaða reglu hann braut ?
G. Valdimar Valdemarsson, 17.6.2009 kl. 00:08
Valur: Ég gef mér að þú hafir kynnt þér málið og getur upplýst almenning um það. Þú bloggar þannig að þú hljótir að vita hvaða reglur Sigmundur braut. Um óþekktina ætla ekki að rökræða við þig ég sá ekki betur en að Sigmundur bæði forseta þrisvar um að fá að ljúka máli sínu. Það var allt og sumt og síðan yfirgaf hann ræðustól. Ef að það er að láta eins og óþekkur krakki hefði ég ekki viljað vera alinn upp á þínu heimili.
G. Valdimar Valdemarsson, 17.6.2009 kl. 00:13
Ekki veit ég hvernig Sigmundur hefur verið alinn upp en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í þeim málum.
Þetta er nú ekki eina uppákoman hjá honum í ræðustól Alþingis, líka með orðbragði og látum.
Enn hefur hann getað komið með neinar tillögur um lausnir og eða úrbætur heldur bölsóttast hann út í ríkisstjórnina.
Þar þylur hann bölmóð og spáir heimsendi og örbirgð. Engin úrræði eða lausnir. Sennilega tómur af slíku.
Valur Kristinsson, 17.6.2009 kl. 00:39
Þess verður ef til vill ekki krafist, af G. Valdimar, að hann geri sér ljóst, að fundarstjórn forseta Alþingis er eitt, fyrirhuguð frestun þings annað. En formaður stjórnmálaflokks og þingmaður að auki á að vita þetta og haga störfum sínum og málflutningi á Alþingi í samræmi við það.
Ég hef stundum lent í því hér á blogginu, að fá yfir mig skæðadrífu óboðlegs orðbragð frá Framsóknarmönnum. Það er eins og flokkurinn hafi virkjað götustráka til slíkra verka. En hvorki er þeim rökfestan né stílsnillin gefin. En víst eiga fátækir í anda sinn rétt.
Pjetur Hafstein Lárusson, 17.6.2009 kl. 06:55
Hér er leiðrétting: EKKI hefur hann getað komið með tillögur um lausnir og eða úrbætur heldur bölsóttast hann út í ríkisstjórnina. Þetta á við um formann Framsóknarflokksins.
Verð að lesa betur yfir áður en vistað.
VK
Valur Kristinsson, 17.6.2009 kl. 08:10
"Ég hef stundum lent í því hér á blogginu, að fá yfir mig skæðadrífu óboðlegs orðbragð frá Framsóknarmönnum. Það er eins og flokkurinn hafi virkjað götustráka til slíkra verka. En hvorki er þeim rökfestan né stílsnillin gefin. En víst eiga fátækir í anda sinn rétt."
Þetta er nú meiri dramatíkin....
Ólafur Björnsson, 17.6.2009 kl. 09:16
Mér finnst við hæfi að þeir sem eyða orku sinni í að gagnrýna málfar og ritstíl annarra verði að vanda sig betur en sjá má í þessum stutta pistil. Á einum stað er innsláttarvilla (bærifláka í stað bætifláka), á öðrum er málvilla (venjulega í stað venjulegu) og í þriðja tilvikinu vantar stóran staf í upphafi setningar. Að þessu slepptu get ég tekið heilshugar undir flest sem fram er sett á þessum vettvangi um síhnignandi málfar í fjölmiðlum. Stundum setur mann hreint og beint hljóðan.
Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:18
Þakka þér réttmætar athugasemdir, Sveinn. Þetta var flaustur, sem ég á að skammast mín fyrir. Annars er það nú svo, að þótt ég láti Púka lesa yfir, þá lætur það +gæta forrit margar villur óáreittar. Það hefur valdið mér vonbrigðum.
Eiður (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 22:45
Bið afsökunar á því hversu seint ég kem til leiks hér en ég viðurkenni fúslega að vera ein "götustrákanna" sem vísað er í hér að ofan en mér varð það á að nota hið rammíslenska og góða orð "helvítis" í ræðustóli Alþingis þegar ég var búin að hlusta á forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar standa og stagla sömu þvæluna æ ofan í æ, án þess að svara einni einustu helvítis spurningu svo vikum og mánuðum skipti á meðan samfélagið logaði stafnanna á milli. Lái mér það hver sem vill.
Annars vil ég þakka Eiði fyrir að halda til haga og safna, að því er mér virðist markvisst, ambögum, málvillum og vitleysu úr fjölmiðlum, líklega í þeirri veiku von að skrif sem þessi skili árangri. Verra finnst mér þó hvað hann blandar kratískunni saman við... það færi betur á því að halda sig við annað hvort.
Helga Sigrún Harðardóttir, 22.6.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.