1.6.2009 | 22:40
Molar um málfar LXXXI
Í fréttum RÚV (kl. 1800 31.05.09.) var sagt: Tilraunir til ađ koma á lýđrćđisumbótum í Zimbabwe hafa brugđist. Tilraunir bregđast ekki , ţćr mistakast eđa fara út um ţúfur.
Einkennilega fannst mér til orđa tekiđ í hádegisfréttum RÚV (01.06.09.) ţegar sagt var: ... ef svo óheppilega vill til ađ flugvél hverfur af ratsjá...
Silja,sem er áhugamađur um íslenskt mál, sendi mér eftirfarandi línur: ....ég rak augun í leiđinlega villu í viđtali viđ fjallgöngumann í blađi sem fylgdi međ Morgunblađinu, á helginni held ég.
Ţar var eitthvađ ,,ađ sögn Haraldar Örn Ólafssonar". Ég efast um ađ
mađurinn heiti Örn ađ ćttarnafni og mér finnst mjög lélegt af blađinu ađ
geta ekki beygt nafniđ!" Beygingaleti eđa beygingafćlni er vaxandi vandamál í fjölmiđlum. Morgunblađiđ ćtti ađ sjá sóma sinn í ađ gera betur en ţetta. Takk fyrir ábendinguna, Silja.
Annađ dćmi um beygingafćlni af Vefvísi (01.06.09.) :Vélin var á leiđ frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var á leiđ til París. Á íslensku ćtti ađ segja : Vélin var á leiđ frá Rio de Janeiro til Parísar. Sá sem skrifar svona er kannski bara enn á ţví málţroskastigi ađ hann ćtti ađ vera úti á götu ađ hoppa parís eins og sagt var í gamla daga !
Í heilsíđuauglýsingu um ferđir međ ferjunni Norćnu (Morgunblađiđ, 31.05.09.) eru villur. Líklega eiga íslenskar auglýsingastofur met í málfarslegum subbuskap. Í auglýsingunni stendur stórum stöfum: Brottfarir til Fćreyja er alla miđvikudaga í allt sumar. Fyrst er til ađ taka ađ orđiđ brottför er venjulegast notađ í eintölu , ţótt flugfélög og ferđaskrifstofur geri sitt besta til ađ festa fleirtöluna í málinu. Noti menn fleirtöluna, ćtti sögnin ađ fylgja fleirtölunni og vera eru en ekki er alla miđvikudaga. Ţađ vćri alveg prýđilegt ađ segja í ţessari auglýsingu: Brottför til Fćreyja er á miđvikudögum í allt sumar. Varla eru margar brottfarir á hverjum miđvikudegi, - eđa hvađ ?
Einnig er í auglýsingunni stórletruđ fyrirsögn á fćreysku: Mćr dámar so vćl at sigla vi Norrönu. Ţótt ekki sé ég fćreyskufrćđingur sé ég ekki betur en í ţessari setningu sé villa. Ţarna ćtti ađ standa: Mćr dámar so vćl at sigla viđ Norrönu. - Mér líkar svo vel ađ sigla međ Norrćnu. Í fćreysku er ekki til neitt vi en fćreyska orđabókin gefur dćmiđ: Hann sigldi viđ norđmonnum (viđ norskum skipum). Mikil hrođvirkni og ađstandendum ekki til sóma.
Athugasemdir
Alveg er ég sammála ţér, ţetta getur veriđ alveg óţolandi hvernig fariđ er međ rangt mál stundum. Eitt sem ég tek oft eftir (núna síđast í gćr í bók sem ég er ađ lesa) er ađ oft er talađ um "úrdrátt" ţegar átt er viđ "útdrátt". Úrdráttur er ađ draga úr einhverju, gera lítiđ úr en útdráttur er draga eitthvađ út, draga sama.
Raggi (IP-tala skráđ) 2.6.2009 kl. 12:31
Sćll og blessađur Eiđur. Ábending Silju minnir mig á fyrirsögnina "Buxnaskjónar vann" sem birtist í Fréttablađinu fyrir skömmu. Ţarna er veriđ ađ vísa til ţess ađ hljómsveitin Buxnaskjónar sigrađi í hljómsveitarkeppni sem haldin var á Akureyri.
Fólk sem skrifar svona fyrirsagnir ćtti ađ skammast sín.
Birta (IP-tala skráđ) 2.6.2009 kl. 12:37
„Ţegar Twilight pariđ kysstist á sviđinu, eins og myndirnar sýna, en slúđurheimurinn vestan hafs heldur ţví fram ađ ţau eru par í raunveruleikanum“ -vefvísir.
Gústaf Hanniba (IP-tala skráđ) 2.6.2009 kl. 18:01
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.