16.5.2009 | 22:50
Molar um málfar LXVII
Ekki kunni ég viđ ţađ orđalag í rćđu forseta Íslands viđ setningu Alţingis, er hann talađi um djúpstćđa gjá. " Talađ er um djúpa gjá eđa hyldýpisgjá , en ađ tala um djúpstćđa gjá finnst mér vera uppskrúfađ bull. Ţetta er reyndar ekki í fyrsta skipti, sem í ljós kemur ađ vandađ málfar er ekki sterkasta hliđ ţjóđhöfđingjans.
Nýr ţingmađur, Ţór Saari , notar orđiđ slímsetur" í bloggfćrslu (15.05.06.) Orđiđ slímseta er mér vitanlega ekki til. Í íslenskri orđabók er hinsvegar orđiđ slímusetur (kvk. flt.), ađ sitja slímusetur er ađ sitja lengur sem gestur en sćmilegt ţykir, lengur en orlofsnćturnar, en ţćr voru ţrjár ađ fornum siđ.Ef litiđ er á máliđ međ ítrustu velvild ,ţá er ţetta kannski bara innsláttarvilla.
Merkilegt er í ljósi frétta af innbyrđis átökum og bágri stöđu sparisjóđsins Byrs ađ í auglýsingum skuli enn tönnlast á ensku hugsuninni um fjárhagslega heilsu". Ţađ kórónar svo vitleysuna ţegar poppsöngvarinn ţeirra er látinn segja í auglýsingu ( SAM bíó í Kringlunni ,15.05.09.) : Ţetta er fjárhagsleg heilsa fyrir mér." Hvílík lágkúra !
Athugasemdir
Ágćti Eiđur, enn stelurđu af mér glćpnum. Ert reyndar vel ađ honum kominn :)
Eins og mér er hlýtt til "poppsöngvarans" góđ er hann međ öllu ónothćfur til ađ fara međ íslenskt mál opinberlega. Sennilega hefur "fyrir mér" samt veriđ texti sem honum hefur veriđ fćrđur (jafn hallćrislegur fyrir ţađ)
Eygló, 17.5.2009 kl. 00:40
Kćri Eiđur, takk fyrir áhugavert blogg, um málfar og fleira.
Mér datt í hug ađ benda á ranga notkun orđsins "vergangur" í fréttum útvarpsins 13. 5. kl 10,00. Ţar var sagt: "Fjöldi dýrahrćja liggur út á vergangi". Ţetta tengdist frásögn af flóđum í Brasilíu í lok fréttatímans. Raunar var orđiđ notađ ađ ég held tvisvar sinnum áđur í fréttatímanum, en ţá í réttri merkingu. Ég hlustađi aftur á fréttirnar áđan, til ađ ég vćri nú örugglega ađ fara rétt međ, fyrst ég fór ađ skrifa ţér ţessar línur:) Ég er líka hjartanlega sammála ţér um uppskafiđ málfar forsetans. Ég tók líka eftir ađ viđ ţingsetninguna var nýr tónn í röddinni, Hann er kannski búinn ađ leggja til hliđar hástemmda 2007 tóninn, sem hćfđi útrásarvíkingum og fína fólkinu.
Hákon (IP-tala skráđ) 17.5.2009 kl. 08:29
Alveg rétt, Hákon. Ţarna var ruglađ saman orđunum víđavangi og vergangi. Ţetta er svona ámóta og í frétt á Vefvísi í dag ţar sem talađ var um ađ manni hefđi veriđ bjargađ af „slysni". Fjalla nánar um ţađ síđar.
Eiđur (IP-tala skráđ) 17.5.2009 kl. 22:27
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.