11.5.2009 | 07:30
Svolítið síðbúið hrós um grein skálds
Ef ég vildi að margir læsu þessar línur,þá ætti fyrirsögnin að vera í þessa áttina: „Hrós um grein Hannesar." Þá væri hún í nútímablaðamennskustíl, - menn héldu að ég væri að hrósa Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni ( sem reyndar er hvorki skáld né rihöfundur) En það er mjög til siðs í nútímafjölmiðlun að búa til villandi fyrirsagnir til að blekkja fólk til að lesa fréttir.
Nei, ég er að hrósa grein Hannesar Péturssonar , ljóðskálds og rithöfundar. Greinin birtist á blaðsíðu 29 í Morgunblaðinu laugardaginn 9. maí. Hún heitir í allri hógværð: „Það var nú það."
Þetta er einhver albesta blaðagrein sem ég hef lengi lesið. Það er svo mikill sannleikur í henni. Lesið hana.
Athugasemdir
Greinin sjálf er hins vegar ekki tiltakanlega hógvær hvað sem efni hennar líður. Hannes talar niður til lesenda og setur sig á háan hest. Mér finnst þetta ekkert sérstök grein. Menn bera bara virðingu fyrir nafni höfundarins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 12:11
Svona getur menn greint á, Sigurður Þór. Hvorki get ég skilið það svo, sem lesandi, að Hannes sé að tala niður til mín eða setja sig á háan hest. Hannes er að segja skýrt það sem margir hugsa. Ég endurtek að mér finnst grein hans með því besta sem ég hef lengi lesið.
Þegar ég hinsvegar les á bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar orð eins og kvislingar og júdasar, þá finnst mér ekki talað niður til lesenda heldur verð ég orðlaus og það fer hrollur um mig. HVað gengur mönnum til með slíkum samlíkingum ?
Eiður (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:31
Ég las grein skáldsins eftir þinni ábendingu og ég verð að segja að mér finnst hún full af hroka, útúrsnúningum og yfirlæti.
Skáldinu þóknast að taka ummæli eins ráðamanns og snúa út úr þeim og tala um þau af miklum hroka.
Verð að taka undir með Sigurði hér að ofan.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:52
Oft er það þannig , þegar rökin skortir, að menn bregða á það ráð að tala um útúrsnúninga, yfirlæti og hroka. Það eru nú bara venjubundin rökþrotaviðbrögð og við því er svo sem ekki margt að segja.
Eiður (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.