11.4.2009 | 22:27
Molar um mįlfar XLVIII
Ęviminningar alžżšumanna frį fyrri tķš eru nęr undantekningarlaust góšur lestur . Margir nutu žeir lķtillar sem engrar skólagöngu, en skrifa samt frįbęran texta. Ķ dymbilviku hef ég veriš aš lesa ,,Kaldur į köflum", endurminningar Eyjólfs frį Dröngum. Sś bók kom fyrst śt haustiš 1953, en seldist fljótt upp og var gefin śt aš nżju 1965. Endurminningarnar skrįši Vilhjįlmur S. Vilhjįlmsson rithöfundur og blašamašur. Honum nįši ég ašeins aš kynnast, er ég starfaši į Alžżšublašinu foršum tķš. VSV segir ķ formįla fyrir annarri śtgįfu bókarinnar:,,Eyjólfur Stefįnsson var frįsagnarglašur og einn besti sögumašur,sem ég hef rętt viš. Hann vissi hvaš var frįsagnarvert og svo var saga hans skipuleg, aš ekki žurfti aš bęta inn ķ eša auka viš frįsagnir hans og varš žvķ bókin til žannig aš ég gat frį fyrstu samręšu okkar til hinnar sķšustu samiš hana eftir hendinni". Eyjólfur fęddist įriš 1868 en lést įriš 1959.
Bókin er brįšskemmtileg aflestrar, afbragšs aldarfarslżsing og merkileg heimild um eyjabśskap į Breišafirši , harša sjósóknara, hetjur og lķfsbarįttu ķslenskrar alžżšu į ofanveršri nķtjįndu öld. Lķf žessa fólks hefur veriš į stundum ótrślega erfitt, en frįsögnin öll hrķfur mann meš sér. Fįtt er betri ķslenskukennari en vel skrifašur texti af žessu tagi.
Ķ fyrrihluta žessarar bókar lęrši ég žrjś orš,mér įšur ókunn. Žvernoršur ķ merkingunni vestur. Aš bįtur sé skašvaltur, žegar hann er svo valtur aš hętta stafar af. Žrišja oršiš er saurmżri, en merkingu žess hef ég ekki fundiš ennžį.
Margt kemur žarna fram um mannleg örlög og mannlega nįttśru. Margar ungar stślkur įttu börn ķ lausaleik, ,,žvķ erfitt var aš verjast bęndunum",segir Eyjólfur. Eiginkonur bęndanna sem žetta henti brugšust oft stórmannlega viš og ólu žessi börn upp sem sķn eigin og sóttu žau jafnvel ķ fjarlęgar sveitir til aš tryggja velferš žeirra..
Skemmtileg fannst mér saga Eyjólfs um hśsfreyjuna,sem sagši viš bónda sinn:,, Žaš er svo sem ķ lagi , Jón minn, aš žś haldir framhjį mér meš vinnukonunum, en lįttu mig bara ekki komast žvķ !"
Athugasemdir
Birgir Örn Birgisson, 11.4.2009 kl. 23:35
Sęll Eišur,
žetta geri ég mér lķka til skemmtunar, er t.d. aš lesa Ęvisögu Jóns Steingrķmssonar ķ lķklega 50. skipti og alltaf finn ég eitthvaš nżtt eša sem ég hafši gleymt.
Saurmżri -- ekki žekki ég žaš orš en dettur ķ hug aš žaš sé lķkt og seyra, votlendi žar sem vatniš į svo sem enga framrįs og allt er ķ kyrrstöšu.
Bżšur nokkur betur?
Siguršur Hreišar, 12.4.2009 kl. 16:34
Ekki hef ég lesiš endurminningar Eyjólfs frį Dröngum, en rétt er aš fjölmargir alžżšumenn af hans kynslóš og sķšar voru snilldarpennar. Tķmi skrifandi alžżšumanna, svo eftir sé takandi, er brįtt lišinn, og er žaš mišur. Žetta stafar sjįlfsagt af žvķ aš fólk er meira og minna hętt aš lesa góšskįldin. Og börnin lesa vart annaš en misvel žżddar alžjóšlegar barnabókmenntir, ef žęr eru ekki alveg bśnar aš tapa samkeppninni viš misjafnt sjónvarpsefniš, aš gęšunum.
Gśstaf Nķelsson, 12.4.2009 kl. 20:53
Jį, satt er žaš Siguršur Hreišar, margar ęvisögur eru mikill og góšur skemmtilestur. T.d. saga Eldeyjar Hjalta, saga Hįkarla Jörundar, og sjįlfsęvisaga Theódórs Frišrikssonar Ķ verum. Aš ógleymdum séra Įrna. Žś minnir mig į aš ég žarf aš fara aš endurlesa Eldklerkinn, en žaš er vķst bara ķ annaš sinn!
Žaš er lķklega rétt Gśstaf, aš hjį börnum og unglingum hefur bókin oršiš undir ķ samkeppni viš sjónvarp,tölvur og tölvuleiki, - žvķ mišur. Svo held ég aš fréttamenn lesi minna en įšur. Mér finnst aš skylda ętti žį sem skrifa fréttir til aš lesa eina Ķslendingasögu įrlega. Žį mundi vonandi eitthvaš sķast inn.
Eišur (IP-tala skrįš) 12.4.2009 kl. 21:24
Saurmżri. Svķns- eša svķnamżri? Žaš vęri gaman aš fį setninguna sem oršiš kemur fyrir ķ.
Magnśs (IP-tala skrįš) 14.4.2009 kl. 08:49
Ekki finn ég setninguna ķ fljótu bragši, Magnśs. Enda fannst mér ekki aš af henni mętti rįša um merkingu oršsins. Hallast aš žvķ aš skżring Siguršar Hreišars hér aš ofan gęti veriš rétt. Į einum staš talar Eyjólfur um ,,fśinn flóa", gęti veriš žaš sama.
Eišur (IP-tala skrįš) 14.4.2009 kl. 09:03
Hér aš ofan į aušvitaš aš standa , -- hallast žvķ aš žvķ aš skżring.....
Eišur (IP-tala skrįš) 14.4.2009 kl. 09:06
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.