8.4.2009 | 11:09
Mogginn féll á prófinu - Makalaust fréttamat Moggans
Undir stjórn nýrra eigenda féll Mogginn á fyrsta prófinu. Fréttin um 30 milljóna styrkinn frá FL Group var nánast falin á Netmogga og er eindálkur á vinstri síðu (bls. 6) í prentmogga dagsins. Þrjátíu milljón króna styrkur veittur þremur dögum fyrir gildistöku laga, sem hefðu gert hann lögbrot. Löglegt ,en örugglega siðlaust. Líklegt þykir mér, að fleiri flokkar hafi þegið svipaða styrki frá FL eða öðrum fyrirtækjum dagana fyrir gildistöku laganna. Það kæmi ekki á óvart. Þetta bendir til, að Mogginn sé nú að feta sig inn á gömlu flokksblaðaslóðina, sem maður var að vona að sandar tímans hefðu fært í kaf.
Athugasemdir
Já það er sorglegt hvað men geta verið óheiðarlegir. Mogginn sukkar big time!
Valsól (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:38
Það er spurningin hver er fréttin í raun?
Landlæg spillin stjórnmálaflokka og manna er ekki einungis bundin við Sjálfstæðisflokkinn.
Frjáls framlög og styrkir Samfylkingarinnar og ekki væri síður athyglisvert að fá skýringar flokksins hvers vegna að upphæðir til flokksins rjúka svona upp á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fengu sínar 30 miljónirnar, sem og hverjir gáfu og hve mikið?
Þess ber að gæta að á þeim tíma var Samfylkingin mun minni flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.
2001 6.009.592
2002 2.368.392
2003 1.672.386
2004 3.327.140
2005 9.144.641
______________
2006 44.998.898
______________
2007 10.756.715
Munur á framlögum milli ára 2005 - 2006 = 35.854.257 kr.
Munur á framlögum milli ára 2006 - 2007 = 34.242.183 kr.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:50
það lagst ekkert með því að reyna að klína einhverju á aðra, hann gerði líka, skaðar trúverðuleika moggans að reyna að fela þetta
Guðrún Indriðadóttir, 8.4.2009 kl. 13:24
það lagst ekkert með því að reyna að klína einhverju á aðra, hann gerði líka, skaðar trúverðuleika moggans að reyna að fela þetta
Guðrún Indriðadóttir, 8.4.2009 kl. 13:25
Veistu Guðmundur Gunnarsson. Þó þú viljir búa í bananalýðveldi þar sem fjölmiðlar fela fréttir þá get ég sagt þér það með vissu að þú ert í minnihluta. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einn um að vera spilltur en andskotinn sjálfur hann er með þeim spilltari ef ekki spilltastur. Ég vil líka heyra frá hverjum Samfó fékk fjárframlög og ég vil ekki að þær fréttir séu heldur kæfðar. Þetta er sorglegt, að í stað þess að vera hneykslað þá virðist sjálfstæðisfólk vera upptekið við að segja "Já en hinir HLJÓTA örugglega að hafa gert þetta líka svo það er allt í lagi þó okkar flokkur taki við mútum frá stórfyrirtækjum" Andskotans helvítis vitleysa! Ég á bara bágt með að trúa því að það búi svona heilalausir hálfvitar án allrar gagnrýninnar hugsunar á Íslandi eins og þeir sem ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn! Mér bara fallast hendur yfir þessu bulli öllu!!
Sölvi Borgar (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:43
Sölvi slakaðu aðeins á í samsæriskenningunum. Það er af og frá að ég er að verja Mbl. eða spillingu flokks eða flokka, og sérkennilegt að lesskilningurinn ber þig þangað. Ég bendi á ískalda staðreynd, og ef hún kemur illa við þig, þá er það ekki mitt vandamál.
Fréttin stóð á forsíðu í einhverja 3 - 4 tíma og fór nákvæmlega eftir sama pródúkoli og allar aðrar fréttir sem teljast ekki að þeirra mati sem stórfréttir. Hún fer niður listann í réttri tímaröð frá hvenær hún kemur inn og er á milli fréttar sem birtist á undan og eftir. Flóknara er dæmið ekki. Síðan er spurningin um stórfengleika lekans, þegar búið er að liggja fyrir bókhald Samfylkingarinnar sem segir svipaða sögu og hugsnalega sömu fjárveitingu, og enginn hefur spurt neins. Var það FL-Group, Baugur eða Kaupþing sem gaf 30 millur, eða er skýringin einhver önnur? Svona er þetta hefur alla tíð fylgt spillingarvef stjórnmála sem ég hef reynt að vekja athygli á í 2 áratugi.
Önnur grafalvarleg mál eru í gangi núna á fjöldi vígstöðva sem eru í beinu framhaldi við þessar mafíur, sem eru sjálfsagt kátar að getað athafnað sig í skjóli upphlaups sem þessa. Stundum er viturlegt að lesa á milli lína þegar spunameistarar flokkanna eru að störfum og sjá skóginn fyrir trjánum.
Og í restina þá kem ég ekki nálægt Sjálfstæðisflokknum eða kýs hann frekar en nokkurt spillingarapparat sem rekið er í skjóli stjórnmála. Trúi ekki á fjölmiðlana heldur, og gangi þér betur næst. (o:
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.