23.3.2009 | 22:30
Molar um mįlfar XXX
Forsetningin vegna tekur meš sér eignarfall. Ķ RŚV var enn einu sinni sagt ķ morgun ,,vegna lagningu vegar". Žaš er rangt. Hiš rétta er aš segja vegna lagningar vegar. Hęgt er aš leggja bęši vegi og hįr. Endur fyrir löngu er ég sat į Alžingi man ég aš fundum var hętt óvenju snemma tiltekinn dag žvķ žingveislu skyldi halda um kvöldiš. Ég spurši žingbróšur śr Alžżšubandalagi hvort ekki hefši mįtt funda lengur fram eftir deginum. Nei, svaraši hann. Ólafur Ragnar veršur aš komast ķ lagningu ! Svo hlógum viš bįšir.
Ķ Śtvarpi Sögu var sagt ,,aš Bśnašarbankinn hefši skipt um eigendur". Žetta finnst mér ekki hljóma rétt. Bankinn er enginn gerandi žegar eigendaskipti eiga sér staš. Ešlilegra hefši mér fundist aš segja aš eigendaskipti hafi oršiš į Bśnašarbankanum. Žetta kann žó aš orka tvķmęlis og vera sérviska mķn. Kreppan hefur haft ķ för meš sér aš hlutabréfavišskipti eru śr sögunni um sinn, aš minnsta kosti.. Žessvegna er mašur sem betur fer hęttur aš sjį aš hlutabréf hafi ,,skipt um hendur" eins og var svo algengt hér įšur fyrr. Megi sś ambaga hverfa fyrir fullt og allt.
Tekiš var svo til orša ķ RŚV ķ morgun aš eitthvaš vęri ,,ķ fyrra fallinu". Žetta er ekki žaš oršalag sem ég er vanur. Mķn mįlkennd er aš hér eigi aš vera forsetningin meš eša į , - eitthvaš veršur meš seinna fallinu, eša aš hafa fyrra falliš į einhverju. Hér er vķsaš til sjįvarfalla, sbr. Merg mįlsins (Dr. Jón G. Frišjónsson) žar sem segir:,,Lķkingin er dregin af af žvķ aš sjómenn uršu aš sęta sjįvarföllum viš sjósetningu eša landtöku bįta, ž.e. bķša įrdegis- eša sķšdegisflóšs." Fęstir hugsa lķklega til upprunans, žegar žeir nota žetta oršatiltęki.
Hśn er ekki upp į marga fiska móšurmįlskunnįtta blašamannsins į Vefmogga sem skrifar ķ dag frétt um breskan žingmann. Ķ fyrirsögn segir, aš žingmašurinn hafi oršiš ,,uppvķs af kynlķfshneyksli." Į aušvitaš aš vera uppvķs aš kynlķfshneyksli. Žį er sagt , aš žingmašurinn hafi lķklega ,,setiš į sumbli". Aldrei heyrt žaš oršalag. Hinsvegar er talaš um aš sitja aš sumbli, sitja aš drykkju en sumbl er drykkjuveisla. Svo fleira sé tķnt til žį er sagt aš konan ,sem kemur viš sögu ķ fréttinni ,hafi veriš,,ķ sokkaböndum". Kannski er sį sem skrifaši fréttina svo ungur, aš hann veit ekki hvaš sokkabönd eru og heldur aš sökkabönd séu flķk.
Ķ tķufréttum RŚV sjónvarps ķ kvöld las fréttažulur:,,...formašur undrar sig į.." Hér ruglaši fréttažulur saman aš furša sig į einhverju og aš undrast eitthvaš. Fréttamašur sem flutti fréttina hafši žetta hinsvegar rétt og sagši formann undrast.
Ekki get ég sagt aš ég hlusti mikiš į Śtvarp Sögu. Kemur žó fyrir og žį hlusta ég helst į Sigurš G. Tómasson,sem er einn af okkar bestu śtvarpsmönnum. Siguršur er sjór af fróšleik į mörgum svišum og einstaklega vel mįli farinn. Ekki horfi ég heldur mikiš į sjónvarpsstöšina ĶNN. Žįtttakendur ķ spjallžįttum žar sitja oft viš svo forljótan bakgrunn aš meš ólķkindum er , en aušvitaš hefur hver mašur sinn smekk.Žótt mér žyki žetta ljótt, žykir žeim į ĶNN žetta lķklega forkunnarfagurt. Žaš sem mestu ręšur um aš ég hlusta ekki eša horfi į žessar tvęr stöšvar er sś stašreynd aš mašur veit ekki hvort mašur er aš fylgjast meš vištalsžętti žar sem kaupandi śtsendingartķma velur spyril, spurningar og efni.Um žetta fį įheyrendur/įhorfendur ekkert aš vita. Žetta er brot į grundvallarreglum blašamennsku. Žetta rifjar einhverra hluta vegna upp fyrir mér heiti bókar , - um blašamennsku - sem ég las einu sinni og heitir į ensku ,,Electronic Whorehouse". Ég sleppi žvķ aš žżša titilinn.
Athugasemdir
Takk fyrir aš standa vaktina. Ķslenskt mįl er aušlind sem viš eigum ekki aš lįta bögubósa eyšileggja. Žaš er mörg vitleysan ķ fjölmišlum og vissulega žarft verk aš benda į žaš.
Sęmundur Bjarnason, 23.3.2009 kl. 23:04
Ķ rafvęddu hóruhśsi,
hśsbóndi var hann Krśsi,
ķ sokkaböndum og bśsi,
borgarstjóri ķ rśsi.
Žorsteinn Briem, 23.3.2009 kl. 23:20
Ķ textavarpi RŚV ķ gęr var sagt frį einhverjum ógęfumanni ķ Noregi (frekar en Svķžjóš) sem hafši framiš žrefalt morš. Er ekki eitthvaš bogiš viš žaš? Ķ fréttinni sjįlfri mįtti svo lesa aš hann hefši oršiš žremur manneskjum aš bana.
Benedikt (IP-tala skrįš) 24.3.2009 kl. 08:24
Takk fyrir žessa mola. Ég les žetta reglulega, mķn mįlfarskunnįtta er ašeins į undanhaldi (bż erlendis) en reyni hvaš ég get aš halda henni viš. Svona pistlar eru ómetanlegir. Takk.
Heimir Tómasson, 24.3.2009 kl. 13:53
Kęrar žakkir fyrir žessa įhugaveršu umfjöllun um ķslenskt mįl.
Ég hef bśiš ķ nokkrum löndum og fylgst nįiš meš fjölmišlum žar.
Ég fullyrši aš hvergi į Vesturlöndum sér mašur ašra eins mešferš į mįlinu og ķ ķslenskum vefmišlum og dagblöšum. Ég fullyrši einnig aš hvergi į Vesturlöndum er bošiš upp į sjónvarpsfólk sem er svo illa mįli fariš sem hér.
Ég treysti mér reyndar til aš fullyrša aš ķslenskir fréttamišlar séu žeir lélegustu sem reknir eru į vesturhveli jaršar. Žaš į bęši viš um hina faglegu hliš og mįlfariš.
Metnašarleysiš er algjört og hrein hörmung hvernig blöš į borš viš Morgunblašiš hafa veriš leikin į undanförnum įrum.
karl (IP-tala skrįš) 24.3.2009 kl. 15:44
Žaš er ekki bara aš Bśnašarbankinn geri žetta og geri hitt. Allur fjandinn opnar žetta og opnar hitt.
Skķšasvęšiš, verslunin og hśsiš opnar. Hvernig getur svęši opnaš? Hvaš er žaš sem svęšiš opnar?
Sķšan versla menn allan fjandann, versla bķl, versla jakka og versla skó, eša žį aš žeir "versla sér" eitthvaš.
Ómar Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 17:04
Kęrar žakkir fyrir jįkvęš ummęli. Ómar, - kķktu į Mola XXII - ESG
Eišur (IP-tala skrįš) 24.3.2009 kl. 17:34
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.