Viðkvæmt mál

Í athugasemd  við ótrúlega ósmekkleg skrif Þráins  Bertelssonar á   Eyjunni lýsti ég þeirri  skoðun að makalaust  væri að þar skyldi halda um penna  maður, sem  væri í heiðursritlaunaflokki Alþingis.

Ummæli Þráins    um veikindi Geirs H. Haarde  og Ingibjargar Sólrúnar  voru  fádæma ósmekkleg. Ekki síður  var  það sem hann skrifaði um Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fáséður ritsóðaskapur. Um Björn sagði Þráinn Bertelsson:"Mér finnst makalaust að maður af þessum "saur og hland-" kalíber skuli hafa geta tranað sér fram í ráðherraembætti."

Þessi  mikla heift  skýrist ef til vill af því að ég man ekki betur en Björn Bjarnason hafi  að minnsta kosti tvisvar í netfærslum sínum  beðið  Þráin Bertelsson  að  greina  frá því hvernig það bar  til að hann  komst í heiðurslaunaflokk  Alþingis.Ég veit  ekki til þess að  Þráinn hafi  svarað Birni. Ég  nefndi í  athugasemd  minni að Þráinn væri í heiðurslaunaflokki vegna  atbeina  Framsóknarflokksins. Það eru ekki ný tíðindi og  á margra  vitorði.

Líklega er þetta  viðkvæmt mál , því  heiðurslaunarithöfundurinn lét  fjarlægja athugasemd  mína af  Eyjunni. Lengi lifi  ritfrelsið  !  Það mega  greinilega ekki allir viðra  skoðanir sínar í athugasemdum  við skrif Þráins Bertelssonar .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Eiður. Hvað heiðurslaun Alþingis koma andstöðu minni við ríkisstjórina við skil ég ekki. En frekar en þola heimskulegar dylgjur skal ég upplýsa þig um hvernig þessi heiðurslaun lentu hjá mér.

Fyrir margt löngu (á forsætisráðherraárum seðlabankastjórans okkar knáa, Davíðs Oddssonar) höfðu samtök kvikmyndaleikstjóra samband við menntamálanefnd Alþingis.

Erindið var að vekja athygli á því að enginn kvikmyndagerðarmaður væri á heiðurslaunum.

Mitt nafn var nefnt í því sambandi, ef til vill vegna þess að ég er nestor minnar kynslóðar, afkastamestur, hef hlotið tvær tilnefningar til Evrópuverðlauna auk fjölda viðurkenninga á öðrum kvikmyndahátíðum og sömuleiðis innan lands.

Sagan segir að þegar þessi hugmynd var viðruð við einræðisherrann Davíð hafi hann umturnast og sagt: Þessi maður fær ekki heiðurslaun svo lengi sem ég er í pólitík.

Þetta blöskraði mörgum sem voru í öðrum stjórnmálaflokkum og Framsóknarflokkurinn tók af skarið: svo lengi sem einn maður kæmi ekki til greina að fá heiðurslaun vegna fjandskaps forsætisráðherra skyldi enginn annar koma til greina, þannig að fjandskapur Davíðs kæmi jafnt niður á öllum.

Engin nýjum heiðurslaunum var úthlutað árum saman. Loks þegar þetta ástand var orðið Alþingi til skammar tókst að fá Davíð til að falla frá firru sinni. Mér voru veitt heiðurslaun án mótatkvæða á Alþingi Íslendinga - eins og hinn illkvittni Björn Bjarnason veit manna best, enda var hann þá menntamálaráðherra minnir mig.

Njóttu nú sögunnar, Eiður Svanberg Guðnason, og þess dýrðarljóma sem hún færir Flokknum þínum.

Kk, Þráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fyrst Þráinn drap niður fæti hér í athugasemdakerfinu hefði hann alveg mátt útskýra hvers vegna hann ritskoðaði Eið úr sínu bloggi.

Páll Vilhjálmsson, 25.1.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér finnst þú með þessari færslu, vera farinn að nálgast ískyggilega það plan, sem þú ásakar Þráin um að vera á.

hilmar jónsson, 25.1.2009 kl. 00:18

4 identicon

Kæri Eiður,

Áhugaverð smjörklípa sem þú klínir á nafna minn. Ég læri af þér.

Hvernig bar það til að þú varst gerður að sendiherra íslensku þjóðarinnar.

Hvernig var þitt "kaliber" mælt og við hverja aðra hæfa og reynslumikla einstaklinga þurftir þú að keppa um tilnefninguna.

Ég hef lítið vita á sendiherrasagnfræði og bíð spenntur eftir greinagóðum svörum.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:32

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Herrar mínir hér að ofan - Eiður og Páll - hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar þá átt að koma í veg fyrir að Þráinn Bertelsson fengi þessi heiðurs-listamannalaun?

Var það ekki ákveðin nefnd sem ákvað það?

Eiga ráðherrar rikisstjórnar að ákveða þá faglegu útnefningu?

Hafa þeir kannski ekki nægjanleg völd til að þagga niður í þeim sem þeim þóknast?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:45

6 identicon

Ágætu útúrsnúningameistarar og meistari meistaranna, Eiður Guðnason. "Saur og hland" í færslu minni um Björn Bjarnason er frá honum sjálfum komið, enda innan tilvitnunarmerkja.

Varðandi meintan góðvilja Framsóknarflokksins og velgerðir í minn garð þá sýndi Framsóknarflokkurinn það drenglyndi að ganga fram fyrir skjöldu þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ætlaði að níðast á óbreyttum borgara. Framsóknarflokkurinn gerði ekki annað en stöðva þá alla úthlutun heiðurslauna uns æðið rann loks af forsætisráðherranum. Heiðurslaun alþingis eru ekki bitlingur eins og til dæmis sendiherrastarf getur verið heldur viðurkenning tilkomin vegna ævistarfs og meðmæla listamannafélaga.

Friður sé mér þér og þínum líkum.

P.S. Til Páls Vilhjálmssonar: Ég henti Eiði út af blogginu sínu vegna þess að hann virtist ekki kunna að hegða sér þar innan um siðað fólk.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:58

7 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að ég bíð spenntur eftir svari Eiðs við spurningu Þráins hér ofar. Hef oft velt þessu fyrir mér með sendiherrana.

Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:50

8 identicon

Hvernig væri að "listamaðurinn" legði fram eitthvað annað en "sögusagnir" og dylgjur (les: lygasögur) máli sínu til sönnunar.

Kannski hentar það ekki?

Hvers vegna eyddi "listamaðurinn" athugasemdafærslum af sínu bloggi?

joð (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:57

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það sem fólk getur notað tíman sinn í :)

Héðinn Björnsson, 25.1.2009 kl. 02:23

10 identicon

rosalega eru rithöfundar nú orðnir merkilegir. hefur þráinn einhvern tíma unnið ærlegt handtak eða bara bullað á pappír?

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 04:41

11 identicon

Ein spurning:

Hvað liðu mörg ár frá því að Þráinn Bertelsson starfaði sem kosningastjóri fyrir Framsóknarflokk Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar þar til sá flokkur "tók af skarið" í "stóra heiðurslaunamálinu"?

Friðjón (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 05:50

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég get ómögulega skilið þetta væl út af einhverjum tittlingaskít (2.000.000) sem heiðurslaunarithöfundurinn Þráinn bertelsson er að fá. Hann reynir þó með veikum mætti að benda á það sem miður hefur farið.

Það væri nær að skoða hvað varð um þær ca. 5.000.000.000.000 (Fimmþúsund Milljarðar eða 5.000 Billjónir á ensku) sem útvaldir fengu að ryksuga upp hjá þjóðinni á 7 ára tímabili og allt í boði "Ráðamanna" eins og Eiðs Svanbergs Guðnasonar og hans líka.

Eftir stendur þjóðin alein og yfirgefin á nærbrókunum og sokkaleistunum í bókstaflegri merkingu rúin allri æru.

Ég hefði gjarnan viljað borga umræddum heiðurslaunarithöfundi 4.000.000 (mánaðarlaun hjá sumum) ef það hefði verið nóg til að koma í veg fyrir fyrrnefnt SUKK!

Hræddur er ég um að einhverjir eru með vel útroðna vasana af seðlum falda einhverstaðar á vísum stað og því miður eru of margir háttsettir blandaðir í málið til að eitthvað sé að gert.

X) ÚTRÁSIN

1) ALLIR SJÓÐIR LANDANS HAFA VERIÐ HREINSAÐIR UPP - Íslendingar áttu fjölda sjóða fyrir um 7 árum síðan. Nú virðist vera búið að tæma þá alla, taka stór lán og veðsetja allt í topp. Hér má lesa dapra frétt um fjárfestingafélagið Gift! og Hér má lesa um flóttann frá Gift!.

2) STÍM FÆR RISALÁN - Hvernig er hægt að fá risa lán án þess að tryggingar séu til staðar! Frétt um málið HÉR..

3) ÚTGERÐIN OG KVÓTINN, ALLT VEÐSETT Í TOPP - Útgerðin er sama og gjaldþrota en núna skuldar hún um 800-900 milljarða. Tekjur á móti eru aðeins um 70-80 milljarðar á ári! Frétt um málið HÉR..

4) SKÝRINGAMYND AF HRUNI ÍSLANDS - Fín mynd sem sýnir útrásarferlið frá vöggu til grafar! Sjá HÉR.

5) STÆRSTA FJÁRSVIKAMÁL ÍSLANDSSÖGUNAR - Bankakerfið á Íslandi er ekki mikið skárra en þau viðskippti sem þekkjast í Nígeríu. Hér er stundaður kerfisbundin þjófnaður á sparnaði landsmanna Sjá HÉR og HÉR.

6) EKKI ER ALLT SEM SÝNIST - Hér er góð grein frá Jóni Ásgeiri um sína hlið á málinu Sjá grein hér. Það mættu fleirri koma fram og segja sína hlið á málinu.

6) IS YOUR BOSS A PSYCHOPATH - NÝ KYNSLÓÐ viðskiptamanna; siðblindir Psychopatar? Sjá blog hér.. Þessi lýsing gæti eins átt við einhverja stjórnmálamenn líka.

Y) STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNMÁL

1) FÆKKA ÞINGMÖNNUM - Fækka þingmönnum og auka skilvirkni. Stór hluti þings ásamt aðstoðarmönnum hefur lítið að gera inni á þingi. Ráðherrar ráða öllu Sjá frétt HÉR og HÉR.

2) AUKA VÆGI ÞINGRÆÐIS OG MINNKA VÆGI RÁÐHERRA Á ÞINGI - Þingmenn eiga að leggja línurnar og reglurnar sem ráðherrar og ráðuneytum ber að fara eftir Sjá frétt HÉR.

3) FÆKKA RÁÐUNEYTUM - 320 þús. manna þjóð HEFUR ekkert að gera með þetta risavaxna stjórnsýslukerfi til að halda þessu litla örþjóðfélagi gangandi.

4) FELLA NIÐUR EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ STRAX - Fylgja sömu reglum eins og aðrir ríkisstarfsmenn. Afnema öll sérfríðindi einhverjum útvöldum til handa. Ef þessi mál eru skoðuð nánar, þá kemur í ljós að þingmenn höfðu það bara nokkuð gott áður en þessi lög voru sett.

5) STYTTA SUMARFRÍ STJÓRNMÁLAMANNA - Láta þá skila vinnuframlagi eins og annað fólk í þjóðfélaginu þarf að gera. Nú er búið að stytta Jólafríið, sjá HÉR.

6) LEGGJA NIÐUR AÐSTOÐARMANNAKERFIÐ - Sem er ekkert annað en falið kerfi til að styrkja flokkskerfið. Í raun er verið að nota skattpeninga til að greiða útvöldum gæðingum flokkanna laun.

7) FÆKKA NEFNDUM OG AUKA SKILVIRKNI - Vera með opið bókhald á netinu sem sýnir störf ALLRA nefnda. Einnig má fækka boðleiðum á milli þingmanna og kjósenda. http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314

8) EINFALDA REGLUVERK - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður. Notast við erlendar samþykktir og staðla eins og hægt er eins og CE merkingar. Ekki vera að búa til eftirlitsstofnanir að óþörfu.

9) FARA EFTIR STJÓRNSÝSLULÖGUM - Það þurfa að vera mjög skýr skilaboð að starfsmenn ríkisins eru að vinna fyrir almenning en ekki fyrir einhverja allt aðra annarlega hagsmuni.

10) FLÝTIAFGREIÐSLU Á MÁLUM - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður.

11) SETJA LÖG GEGN PENINGAÞVÆTTI - Erlendis þarf að gera grein fyrir því hvernig eignamyndun á sér stað hjá t.d. fólki sem hefur engar tekjur. Einnig þarf að kanna slík mál betur. Lesið nánar hér:

12) BINDA KRÓNUNA VIÐ ANNAN STERKAN GJALDMIÐIL EINS OG DANIR - Ásamt því að fá tryggan stuðning frá viðkomandi gjaldmiðli sem Íslendingar myndu tengja sig við.

13) GANGA Í ESB EÐA SAMBÆRILEGT KERFI SEM STYRKIR KRÓNUNA - Krónan eða gjaldmiðilinn verður að hafa fasta viðmiðun svo að fólk viti að hverju það gengur. Einnig mætti skoða Norsku krónuna.

14) LEGGJA ÁHERSLU Á SKANDÍNAVÍSKT VELFERÐARKERFI - Við eigum samleið með þessum löndum og svo hefur þetta kerfi verið að reynast mun betur en önnur kerfi. Því að vera að finna upp ný kerfi?

15) MINNKA OPINBER UMSVIF STÓRLEGA - Í tíð Sjálfstæðismanna hafa ríkisumsvif vaxið gríðarlega. Hér þarf að kanna betur hvað er eiginlega í gangi.

16) AFNEMA VERÐTRYGGINGU - Banna verðtryggingu (okur) með lögum. Því verðtrygging er dulin skattheimta á launafólk.

17) ÞVINGA VEXTI NIÐUR Í ÞAÐ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Banna hávaxtarstefnu (okur) með lögum. Svona svipað og verðlagseftirlit.

18) VERÐBÓLGAN VERÐI SÚ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Íslensk stjórnvöld hafa komist upp með svo slælega efnahagsstjórn í gegnum árin út af því að þau hafa ekkert aðhald. Þegar allt er komið í óefni, þá er bara krónan felld ... reglulega

19) REKA ÞÁ SEM BRJÓTA AF SÉR Í KERFINU - Ef starfsmaður verður uppvís af kvörtunum og endurteknum brotum frá kjósendum, þá BER stjórnvöldum að víkja viðkomandi frá. Þessar boðleiðir þarf að laga.

20) STJÓRNMÁLAMENN VERÐI LÁTNIR SEGJA AF SÉR VIÐ MISTÖK Í STARFI - Eftir bankahrunið, þá hefur engin verið látin sæta ábyrgð. Hér þarf greinilega að setja kvóta. Fínt væri að reka ca. 5-10 manns á ári ef vel ætti að vera til að veita stjórnvöldum eðlilegt aðhald. Lesið nánar hér:

21) SKIPTA ÚT TOPPUM OG STJÓRN HJÁ SEÐLABANKANUM - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.

22) SKIPTA ÚT TOPPUM HJÁ FJÁRMÁLAEFTIRLITINU - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.

23) KJÓSA AFTUR UPP Á NÝTT SEM FYRST - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð og þarf því að skipta þeim út sem bera ábyrgð sem fyrst.

24) FÆKKA SENDIRÁÐUM UM HELMING - Samhliða því mætti þróa öflugt samskiptakerfi fyrir ráðuneyti. Síðan þyrfti að vera opið bókhald sem sýnir risnu og dagpeninga þingmanna. Lesið nánar hér:

25) GERA LANDIÐ AÐ FÆRRI KJÖRDÆMUM - Einu eða 3 eins og VG leggja til.

26) ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÖLL MIKILVÆG MÁL - Þeir sem færu með stjórn landsmála geta einfaldlega listað upp nokkrum málum á vefnum og svo getur fólk einfaldlega kosið. Með nútíma tölvutækni, þá er auðvelt að framkvæma svona kosningar í matar- eða kaffipásum. auðvelt að nota kerfi eins og heimabankann :)

27) KJÓSA PERSÓNUR Í STAÐ FLOKKA - Það er til fullt af hæfileikaríku hugsjónarfólki sem hefur fókusinn á réttum stöðum sem hefur margsannað sig í starfi fyrir land og þjóð. Ef viðkomandi verður uppvís af mistökum, þá er auðvelt að kjósa viðkomandi út og nýja inn í staðinn. Lesið nánar hér:

28) GEFA KJÓSENDUM KOST Á AÐ KJÓSA ÚT ÞINGMENN SEM VERÐA UPPVÍSIR AF SPILLINGU - Það eitt og sér væri gríðarlega gott aðhald fyrir þingmenn.

29) BANNA ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUR INNAN STJÓRNKERFISINS - Auðvelt að láta fólk kjósa með hjálp netsins.

30) TÖLVUVÆÐA KOSNINGAKERFI - Hér mætti nýta tölvutæknina og internetið eins og bloggheiminn og bankakerfið meira. (wikipedia, forum bb3, kosningakerfi, ToDo listi, verk og viðverubókhald). Með þessu væri hægt að vera með opið og mjög skilvirkt kerfi þar sem allt væri á borðinu og sæist hvað hver þingmaður væri að vinna.

31) GERA ÚTTEKT Á ÞEIM MISTÖKUM SEM LEIDDU TIL BANKAHRUNSINS MIKLA - Láta erlenda aðila gera úttektina.

32) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU INNI Á ÞINGI - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu.

33) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU Í FJÖLMIÐLUM - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu. Hér þarf að hampa sérstaklega tuðurum og leiðindaafturhaldsseggjum eins og jonas.is!

34) FÓLK FÆR SJÁLFT AÐ VELJA HVERNIG EIGIN GREIDDIR SKATTAR SKIPTAST NIÐUR Á FJÁRLÖG - Auðvelt með tengingu við bankakerfið þar sem hægt er að velja hvernig þínum skattgreiðslum er varið.

35) SETT VERÐI SKÝR SKILABOÐ Í LÖG AÐ ÞEIR SEM VERÐA UPPVÍSIR AÐ LANDRÁÐI VERÐI LÁTNIR SÆTA ÁBYRGÐ - Nú er staðan þannig að forsætisráðherra er kjökrandi í auðmönnum um að koma aftur til baka með allt fjármagnið til landsins!

36) GERVIEFTIRLITSSTOFNANIR OG VERNDAÐIR VINNUSTAÐIR Á VEGUM RÍKISINS VERÐI LAGÐAR NIÐUR OG MEIRI ÁHERSLA LÖGÐ Á STOFNANIR SEM RAUNVERULEGU MÁLI SKIPTA - Búið er að búa til mikið af íþyngjandi eftirlitsstofnunum sem oftar en ekki hafa engan annan tilgang en að fela atvinnuleysi. Hér mætti t.d. leggja meiri áherslu á Fjármálaeftirlitið og endurvekja Þjóðhagsstofnun.

37) SENDA ERLENDA AFBROTAMENN STRAX ÚR LANDI - Í dag virðast heilu glæpagengin geta gengið laus um landið með barsmíðum, ofbeldi og þjófnaði í langan tíma.

38) LOKA LANDINU MEIRA FYRIR ÓHEFTUM INNFLUTNINGI Á FÓLKI - Leggja meiri áherslu á að fá fólk með hátt menntunarstig og leggja meiri áherslu á hálaunastörf. Auðvelt að setja flóknar og erfiðar reglur um visa og dvalarleyfi. Landið er eyja og því auðvelt að fylgjast betur með því fólki sem kemur til landsins. Sjá HÉR.

39) LEGGJA LÁNASJÓÐ NIÐUR OG VEITA Í STAÐIN STYRKI - T.d. hafa Danir litið á menntun sem langtíma fjárfestingu. Veita mætti styrk upp að vissri upphæð og svo gæti fólk unnið sér inn fyrir því sem upp á vantar eða tekið lán.

40) NÁ ÞVÍ FÉ TIL BAKA MEÐ ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM SEM HEFUR HORFIÐ ÚR LANDI - Það á að vera fyrir löngu búið að frysta fullt af eignum.

41) BANNA STÓRFELLDA FJÁRMAGNSFLUTNINGA ÚR LANDI SEM GETUR HAFT STÓRKOSTLEG ÁHRIF Á SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR - Hér þarf að hafa mjög ákveðin lög sem koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar geti leikið sér með fjöregg þjóðarinnar.

42) FÁ REYNDAN ÓPÓLITÍSKAN STJÓRNANDA TIL AÐ STJÓRNA LANDINU (Einar)(Ævar) - Þetta er ekki slæm hugmynd. Það eru til margir góðir þekktir stjórnendur sem hafa rétt af risafyrirtæki á örfáum árum Hér er Claus Møller mættur á staðinn! og HÉR.

43) ERLENDUR DÓMSSTÓLL (Sigurður) - hæstaréttadómarar og jafnvel rannsóknarnefnd verði fengin erlendis frá. Hentar líklega vel á meðan verið er að fara í gegnum þessi mál.

44) LEGGJA ÁHERSLU Á AÐ HALDA INNLENDRI FRAMLEIÐSLU INNI Í LANDINU SEM SPARAR GJALDEYRIR FYRIR ÞJÓÐABÚIÐ. - Öll helstu ríki í vestrænum heimi eru að verða búinn að missa stóran hluta af sinni framleiðslu og tækniþekkingu til annarra landa. Allir farnir að versla með pappíra sem svo reynist ekkert á bak við þegar á reynir.

45) SELJA STÓRAR OG DÝRAR SENDIRÁÐSEIGNIR Á VEGUM ÍSLENSKRAR YFIRVALDA Í ÚTLÖNDUM - Hvað ætli séu miklar fjárfestingar í dýrum sendiráðsbyggingum út um allan heim sem er lítið sem ekkert notað. Nóg að vera í samstarfi við aðrar norðurlandaþjóðir og vera með litla skrifstofu hjá þeim undir starfsemina eða þá samstarfssamning. Í dag eru 17 sendiráð. Steinar I kemur með hugmynd um að vera með 1 sendiráð í hverri heimsálfu.

46) TRÚMÁL OG KIRKJA (Óskar A) - Óskar telur bruðl að borga 5 milljarða á ári og að þeir geta séð umsig sjálfir hvað fjarmögnun varðar.

47) LEGGJA NIÐUR HAFRÓ (Óskar A) - Þetta er viðkvæmt mál. En þarna má líklega eitthvað draga úr. Hafró hefur verið sú stofnun sem hefur fengið gríðarlegar fjárhæðir til rannsóknar og sú stofnun sem hefur yfirleitt fengið það sem þeir biðja um. Enda er fjöregg þjóðarinnar í þeirra höndum.

48) ALÞJÓÐLEGT FRÍVERSLUNARSVÆÐI Á ÍSLANDI (Valþór) - "International Free Trade Zone". Afnema öll innflutningshöft og söluskatta gera Ísland að alþjóðlegu fríverslunarsvæði. Öflugt og vel staðsett flutningskerfi.

49) NEFNDIR Á ÍSLANDI (skuldari) - Fækka þarf nefndum eins og hægt er. Auka skilvirkni og að vera með fólk í nefndum og ráðum hefur reynslu og "verklegt" vit á málum http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314.

50) FÆKKUM Í SJÁLFTÖKUHÓPUM (Gunnar Guðmundsson) - Fækka þingmönnum og aðstoðamönnum. lækkum laun og verum með einn Seðlabankastjóra, ekki þrjá! http://gudmundur.eyjan.is/2008/11/fkkum-sjltkuhpnum.html

51) MEIRI VINNUSKILDA ÞINGMANNA OG STYTTRA FRÍ - Þingmenn ættu að vera skyldugir til að sitja alla þingfundi hámark einn mánuði í frí.

52) NORÐUR ATLANTSHAFSBANDALAG (Bjorn E) - Ísland, ásamt Noregi, Færeyjum og etv Skotlandi svo og Grænlandi stofni með sér bandalag. Sameina landhelgisgæslur þessara ríkja, ásamt lofther og sjóher. Rússland kæmi inn í þetta bandalag á seinna stigi. Nýtt heimsveldi á Norðurhveli jarðar.

53) TVO GJALDMIÐLA Á ÍSLANDI - Væri ekki bara ráðið að vera með tvo gjaldmiðla samtímis. Íslensku krónuna fyrir innlend viðskipti og svo einhvern annan gjaldmiðil eins og Evru fyrir erlend samskipti? Og loka síðan landinu. Hér er skemmtileg lesning um Péturspeninga sem voru notaðir á Vestfjörðum Sjá HÉR

54) LÚXUSBÍLAR FYRIR RÁÐAMENN MEÐ EINKABÍLSTJÓRUM VERÐI LAGT NIÐUR - Hér má gera samning við leigubílastöðvar þegar eitthvað sérstakt ber upp á.

55) HÓTA ÚRSÖGN ÚR NATO - Ómar R. Valdimarsson er með áhugaverðar pælingar ef IMF (Bretar og Hollendingar) ætlar að fara að beita þjóðina þvingunaraðgerðum Sjá HÉR.

56) VERJA ÍSLENSKA SÉRHAGSMUNI EINS OG HÆGT ER - Finnar eru ekki enn búnir að jafna sig á því að erlendir aðilar náðu stórum eignahluta í NOKIA þegar þeir lentu í kreppu 1992. Hér þurfa Íslendingar að passa sínar stærstu mjólkurkýr eins og orkufyrirtækin, fiskinn, ferðaiðnaðinn. En nú þegar er búið að tapa bankakerfinu sem var nýjasta útrásin.

57) NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS - Hvernig væri að velja fólk sem hefur gagnrýnt kerfið hvað mest til að stjórna Íslandi? Kristinn Pétursson Sjávarútvegsráðherra. jonas.is mætti vera Niðurskurðar- og Spillingarráðherra, Vilhjálmur Bjarnason Fjármálaráðherra, Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra með vald.is, Þorvald Gylfason, Guðmund Ólafsson og Ragnar Önundarson sér til aðstoðar. Guðmundur Gunnarsson Iðnaðarráðherra, Lára Hanna, Egill Helgasson og Stefán Ólafsson sameiginlega með Heilbrigðis- og Félagsmálaráðuneytið, Þráinn Bertelsson Menningarmálaráðherra með Hallgrím Helgasson sér til aðstoðar, Ómar Ragnarsson Umhverfisráðherra og í lokin Björg Guðmundsdóttur utanríkisráðherra (það yrði alls staðar hlustað á hana nema í Kína). Hér útbjó ég nýja áhugamannagrúppu á facebook sem heitir: NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND svo er hér áhugaverð frétt og smá ljós í myrkrinu HÉR og önnur samantekt hér HÉR

58) BANNA ALLAN VOPNABURÐ OG BAKSTUNGUR Á HINU HÁA ALÞINGI ÍSLENDINGA - HÉR opinbera þingmaður sitt raunverulega eðli og hvernig kaupin gerast á eyrinni. Svona skítlegt eðli á að vera skilyrðislaus brottrekstrarsök. Tölvupóstur Bjarna Harðarsonar þingmanns Framsóknarflokksins HÉR. Líklega er þetta nákvæmlega svona hjá flestum sem eru inni á hinu háa Alþingi Íslendinga í dag. Verst að nýráðnum aðstoðarmanni skuli hafa líka verð blandað í málið. Sýnir vel hvernig skattpeningunum er vel varið til nytsamra hluta. Þó brýtur Bjarni blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinn og á hann heiður skilið fyrir þann gjörning einan og sér.

59) LYGAMÆLIR FYRIR ALÞINGISMENN - Núna væri þjóðráð að leggja háa fjármuni í að hanna og þróa öflugan lygamæli sem þingmenn þyrftu síðan að hafa á sér öllum stundum á meðan þeir væru að sinna opinberu starfi. Mælirinn hefði þá eiginleika að mæla ástand þingmanns á meðan hann væri að tala í rauntíma þannig að þeir sem á hann hlusta sæju strax ef þingmaður væri að reyna að segja ósatt.

60) TÆKNI Í STAÐ PÓLITÍK - Horfið á boðskapinn sem þessi mynd hefur fram að færa Zeitgeist: Addendum (þar sem að ég er smá tækninörd, þá er ekki annað en hægt að hrífast af þeim boðskap sem þessi mynd hefur fram að færa).

61) ÞINGMENN OG RÁÐHERRAR LÆKI LAUN SÍN STRAX - Nú eiga stjórnmalamenn að sýna samstöðu og ganga á undan með góðu fordæmi og sína viljann í verki með því að lækka launin sín verulega! Sjá frétt HÉR.

62) NÝTA ERLEND TENGSLANET - Hér er gott dæmi um hvernig nýta má samvinnu við erlend ríki. Hér er verið að hjálpa Íslendingum að fá vinnu erlendis. Sjá frétt HÉR.

63) HÁMARKS LAUN 1 MILLJÓN - Alþingi var send áskorun um að engin mánaðarlaun færu yfir 1 milljón króna Sjá frétt HÉR.

64) LÝÐRÆÐ OG ÁBYRGÐ ENDURREIST - Áhersla verði lögð á að endurreisa lýðræði og ábyrgð sem eru talin ein af mikilvægustu grunnþáttum í þróuðum nútíma samfélögum. Sjá áhugaverða grein eftir Bjarna Bjarnason rithöfund hér..

65) GERT ER GRÍN AF SPILLTRI ÍSLENSKRI STJÓRNSÝSLU Í ERLENDUM FJÖLMIÐLUM - Sjá umfjöllun HÉR

66) AUÐVELDA NÝJUM FRAMBOÐUM AÐ KOMAST Á ÞING - Ekki er langt síðan að reglum um kosningar var breytt til að þrengja að lýðræðinu. Núna þarf flokkur að hafa lágmark 5% fylgi í stað 3% sem þurfti áður til að ná manni á þing. Sjá góða umfjöllun HÉR.

67) 3JA ÁRA ÚTLEGÐ AÐ HÆTTI VÍKINGA - Á víkingatímanum, þá var þyngsti dómur sem hægt var að fá 3ja ára útlegð. Spurning um að nýta þessi gömlu lög á útrásarvíkingana, stjórnmálamenn og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu. Tryggja þarf að þeir komi hvorki nálægt stjórnmálum eða bankastarfsemi í 3 ár.

68) SKERA NIÐUR Í ALLRI STJÓRNSÝSLUNNI - Draga þarf saman seglin víða í stjórnkerfinu. Aðstoðarmenn, sendiráð, utanlandsferðir, gervistofnanir, herdeildir, dagpeningar ... Sjá góða frétt HÉR.

69) BANNAna ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUVEITINGAR - Sjá frétt HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR ...

70) ÓTRÚLEGT VIÐTAL VIÐ GEIR - Hér liggur illa á forsætisráðherra og sýnir hann fréttamanni ótrúlegan skæting Sjá HÉR.

71) ÞETTA SNÚAST STJÓRNMÁL NÚTÍMANS UM - Núna er líklega kominn rétti tíminn til að stíga niður úr pílagrímsturninum og leggja ÖLL spilin á borðið. Hætta lygum og öðrum leikaraskap, segja rétt frá og takast á við hin raunverulegu vandamál. Pólitík snýst ekki um hernað heldur opna og skýra umræðu. Sjá HÉR.

72) KLÍKUR OG EINELTI ÞARF AÐ BANNA MEÐ LÖGUM - Setja þarf lög um ALLA óeðlileg og hættuleg klíkustarfsemi þar sem annarlegum sjónamiðum er haldið á lofti. Það er aldrei að vita nema að það endi með sparki í andlitið eins og gerðist HÉR. Verst er þegar þessi hegðun heldur áfram inn í sali Alþingis. Líklega er Ísland of fámennt til að félög eins og Rótarí, Round table, Frímúrarar, Oddfellow, trúfélög ... og ekki síst stjórnmálaflokkar eigi rétt á sér!

73) HÉR ER SKOÐUN AGS EÐA IMF Á ÞVÍ SEM GERÐIST - Hér má lesa samantekt á hruninu á Íslandi samkvæmt IMF góð grein HÉR.

74) KJÓSIÐ OG GEFIÐ NÚVERANDI MEÐLIMUM RÍKISSTJÓRNARINNAR STIG - Hér er nýtt kosningakerfi þar sem hægt er að kjósa og gefa einstökum þingmönnum stig fyrir árangur í starfi. Ný tækni gefur nýja möguleika, en tæknilegar framfarir skila mestu í velmegun almennings KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/rikisstjorn.html.

75) KJÓSIÐ EÐA VELJIÐ NÝJA RÍKISSTJÓRN - Lengi hefur vantað möguleika á að kjósa FÓLK í stað FLOKKA. Nú er loksins hægt að koma með tillögu að hæfu og vönduðu fólki þar sem hatröm flokkspólitík er látin lönd og leið KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/nyrikisstjorn.html.

76) NÚ ER HÆGT AÐ GEFA BORGASTJÓRN REYKJAVÍKUR STIG FYRIR VEL UNNIN STÖRF - Fróðlegt væri nú að sjá stöðu á einstökum borgarfulltrúum eftir allar hnífstungur í bakið síðustu mánuðina KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/borgarstjorn.html.

77) HÉR ER LISTI YFIR NÝJA OG GAMLA STJÓRNENDUR í BANKAKERFINU - Er ekki ráð að hafa vakandi augu yfir þeim sem eiga að passa upp á peningana okkar og eiga stóran þátt í hruni þjóðarinnar? KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/bankar.html.

78) HÉR ER LISTI YFIR HINA FRÆGU ÚTRÁSAVÍKINGA - Fróðlegt væri að sjá hvað þjóðin gefur hverjum og einum mörg stig! KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/utras.html.

79) MERGJUÐ LÝSING Á SPILLTU VALDI - Alltaf koma sömu mennirnir upp aftur og aftur og aftur ... þegar verið er að tala um spillingu á Íslandi! sjá HÉR.

80) VANTAR VIÐURLÖG GAGNVART STJÓRNVÖLD - Umboðsmaður Alþingis (sem er að vísu tvöfaldur í roðinu eins og margir yfirmenn kerfisins) telur að það vanti lög sem dæmi stjórnvöld fyrir slæma málsmeðferð sjá HÉR og HÉR.

81) ÍBÚÐAVERÐ Á 3 MILLJARÐA! - Hér má sjá enn eina bull hugmyndina frá ráðamönnum um það hvernig megi blóðmjólk almenning ENN MEIRA! sjá HÉR.

82) ENN OFBÝÐUR DAVÍÐ - Hvernig má það vera að ráðherra viðskipta fær ekki að vita fyrr er viku seinna að byrjað er að greiða lánið inn á reikning Seðlabankans! Er Davíð í einhverju sólói við að útdeila þessum peningum til "RÉTTU" aðilanna á meðan hann hefur völdin? Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að hann á að koma sér út úr húsi sem fyrst, ef ekki sjálfur, þá með hjálp! sjá HÉR.

83) FLOKKSEIGENDAFÉLÖG FÁ SKATTFRJÁLSA RÍKISSTYRKI - Frábær grein um sukkið sem viðgengs í kringum stjórnmálaflokkana sjá HÉR.

83) ÞINGMENN FARNIR AÐ VINNA VINNUNA SÍNA - Hér hafa orðið mikil umskipti og núna er Össur komin í fluggírinn. Nýsköpun og sprotafyrirtæki er málið, sjá fína grein HÉR og HÉR.

84) RÁÐAMENN ÞURFA AÐ LÆRA AÐ TALA OG VINNA SAMAN - Hér er ótrúlegt dæmi þar sem samskiptin eru á frekar lágu plani svo ekki sé meira sagt sjá HÉR.

85) GÓÐUR LISTI MEÐ 46 ATRIÐUM HVERNIG MÁ GERA ÍSLAND BETRA - Fullt af góðum hugmyndum frá Þorsteini Val sjá HÉR.

86) NORÐMENN KOMNIR LENGRA EN ÍSLENDINGAR Í OPINNI STJÓRNSÝSLU - Hér má fara á netið til að sjá hvað Norðmenn fá í laun og greiða í skatta sjá HÉR.

87) SKATTURINN FARINN AÐ VINNA Í "SÍNUM" MÁLUM - Mikið var að Skatturinn fór að vinna í málum þar sem raunverulegt fé er að finna! sjá HÉR. Við skulum vona að þetta mál verði ekki stoppað af eins og mörg önnur svipuð mál!

88) SÖMU MENN Á ÖLLUM VÍGSTÖÐUM OG TVEIR MÁNUÐIR AF ÁBYRGÐARLEYSI - Hér er búið að taka saman lista yfir lítið brot af spillingunni. Sjá HÉR. Öfluga umræðu um málið má svo lesa HÉR.

89) FLOKKSGÆÐINGAR Á SÚPERLAUNUM ÚT UM ALLT KERFIÐ - Flokkarnir hafa verið iðnir við að koma sínum mönnum á jötuna á ofurlaunum og hinn almenni launþegi endalaust látin borga. Sjá HÉR og HÉR.

90) SAMIÐ BÁÐUM MEGIN VIÐ BORÐIÐ - Ef satt reynist, þá er víða kíli í Íslensku samfélagi sem þarf að stinga á. Á Gunnar Birgisson í stóru verktakafyrirtæki sem þjónar m.a. Kópavogsbæ? Sjá HÉR.

91) DAGPENINGAR ÞINGMANNA - Það er greinilega lúxuslíf að vera þingmaður á dagpeningum - allt á kostnað skattborgara þessa lands Sjá HÉR og HÉR.

92) ÞINGRÆÐI, ÍSLAND Á TÍMAMÓTUM - Flott grein sem kryfur vandann Sjá HÉR.

92) GEIR MEÐ ILLKYNJA ÆGSLI - Er pólitík á Íslandi krabbameinsvaldandi? Sjá HÉR og greining vandans HÉR.

Z) FJÖLMIÐLAR

1) FJÖLMIÐLAR VEKI MEIRI ATHYGLI Á MÓTMÆLUM - Það hefur vantað mikið upp á að fjórða valdið, fjölmiðlar fylgi málum nógu mikið eftir. Það er þeirra að sjá um aðhald en ekki að "ignora" eða gera grín af vandamálinu. Hér er eitt af mörgum slíkum málum Sjá HÉR. Hér er þó einn "alvöru" Íslendingur sem þorir að mótmæla. Ástæðan fyrir slíku er yfirleitt langvarandi áhugaleysis þeirra sem eiga að taka á málinu.

2) ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR TAKI SIG SAMAN Í ANDLITINU - Ógagnrýnin meðvirkni fjölmiðla í gegnum árin hefur verið ótrúlega góð grein HÉR.

3) AUGLJÓS TENGSL FJÖLMIÐLA VIÐ FLOKKANNA - Hér eru 2 dæmi sama daginn um það hvernig pólitíkusar stjórna fjölmiðlum. Fyrst er fyrrum starfsmanni gert að skila spólu HÉR og svo er Gunnar Birgisson ekki sáttur HÉR.

4) HVERNIG STÝRA VALDAMENN FJÖLMIÐLUM - Hér er góð lýsing spillingu og því hvernig stjórnendum Morgunblaðsins var hótað í tíð Davíðs Oddsonar. Ótrúleg grein HÉR.

5) ÓGN ÍSLENSKU ELÍTUNNAR - Elíta valdaflokks Íslands hefur plantað meðlimum sínum í helstu stofnanir landsins og stærstu fjölmiðlana. Þeir stjórna stærsta dagblaðinu, ítök í frísjónvarpi, eiga ritstjóra á stærsta fríblaðinu og þau réðu útvarpsstjórann sem réðst gegn G. Pétri fyrir að segja sannleikann. Góð grein HÉR. Eitt lítið dæmi, þá hef ég fengið að setja inn athugasemdir inn á eyjan.is þar til nýlega var ráðin nýr vefstjóri, Guðmundur Magnússon. Síðan þá hefur athugasemdum verið kerfisbundið hent út!

6) UPPSAGNIR HJÁ RÚV - Páll Magnússon er búinn að reka yfir 40 manns frá því í ágúst. Við skulum vona að pólitík og önnur annarleg sjónamið ráði ekki of miklu í þeim aðgerðum. Hér má lækka laun yfirmanna stórlega. Sjá nánar HÉR. Venjan er að ríkisfyrirtæki ráði mannskap í kreppu. Betra er að láta fólk vinna frekar en að hanga heima á atvinnuleysisbótum. HÉR.

7) ÞARF VIRKILEGA EGILL HELGASSON AÐ FLYTJA ÚR LANDI? - Þegar spillingin er orðin svo mikil að vonlaus barátta skilar nákvæmlega ekki neinu, hvað er á til ráða? Sjá HÉR. Egill má nú eiga það að hafa komist ótrúlega langt án þess að hafa verið stoppaður af. Spurning hvort að það sé farið að þrengja að honum? Hér fer bloggheimurinn hamförum yfir málinu. Sjá HÉR.

8) LÉLEGUSTU FJÖLMIÐLAR Í HEIMI Á ÍSLANDI? - Hér er einn að lýsa íslenskum fjölmiðlum Sjá HÉR.

9) FJÖLMIÐLAR Á ÍSLANDI EINN SAMFELLDUR HARMLEIKUR - Hér kemur stjörnuritstjórinn Reynir Traustason og lýsir ástandinu. Sjá HÉR og HÉR.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 06:13

13 identicon

Koma svo Eiður! Svara! Við bíðum eftir næstu rökræðu þinni...

Baldvin (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:56

14 identicon

Sérkennilegt er að sjá orðvaran sómamann vera með saur og hland tal um Þráin Bertelsson.  Það lýsir þó nokkrum þroska, því almennt hef ég litið svo á að kúk og piss tal tilheyri aldrinum 4 - 6 ára, síðan farai fólk að þroskast - Eiður hefur því þroskast frá því, að hlandi og saur.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 10:07

15 identicon

Heill og  sæll , Þráinn Kristinsson

Sjálfsagt er að  svara spurningum þínum.

Skipan mína í starf sendiherra bar að með  nákvæmlega sama hætti og margra annarra á undan mér og margra annarra á  eftir mér. Forseti Íslands ,sem þá var  Vigdís  Finnbogadóttir,  skipaði mig  sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með  1.  september  1993 að  tillögu  Jóns  Baldvins  Hannibalssonar þáverandi utanríkisráðherra. Held  reyndar að ég hafi verið  síðasti  forsetaskipaði  sendiherrann. Ég   baðst lausnar sem umhverfisráðherra 14. júní 1993 í fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar. Hafði þá verið ráðherra í rúmlega tvö ár og hafði tekið þá ákvörðun að   sækjast ekki eftir þingsæti  í næstu kosningum. Ég sagði svo  af mér  þingmennsku  1.  september  sama ár og  afsalaði mér að rétti til biðlauna,er ég  tók við  stöðu sendiherra. Ég lét  svo  af  störfum sem aðalræðismaður  Íslands í Færeyjum um sl.  áramót.

Störf sendiherra  eru  ekki auglýst og er það lögum samkvæmt. Um þau  lög  má  auðvitað  deila. Einu sinni var það  svo að  störf í utanríkisþjónustunni  voru ekki auglýst.Svo er ekki lengur. Það er  alfarið  ákvörðun utanríkisráðherra hverjir  gegna  störfum sendiherra  í utanríkisþjónustunni.

Ekki vissi ég, að  nafni þinn hefði verið kosningastjóri fyrir  Framsókn. Það  skýrir  það að hann var á  tímabili svolítið að snudda á  göngum utanríkisráðuneytisins. Held  hinsvegar að hann hafi horfið þaðan fljótlega eftir að  hann komst í heiðurslaunaflokkinn margumtalaða.

Eiður (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:42

16 identicon

Ágæti Eiður. Gott að sjá að þú skulir ennþá muna að það var flokksbróðir þinn Jón Baldvin sem gerði þig að sendiherra. Við erum fleiri sem munum það líka eins og það hefði gerst í gær. Varðandi meint "snudd" mitt í utanríkisráðuneytinu sem vonandi hefur ekki fengið þig til að svelgjast á blýantinum þínum þá á það sér þá skýringu, að einn af mínum bestu vinum vann á þessum stað árum saman og ég kom stundum í heimsókn til hans - bæði fyrir og eftir forfrömun mína. Vona að þú fáir frið í paranojd sálina við þessar upplýsingar. Vertu svo einlægt kært kvaddur.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:05

17 identicon

En mundi Þráinn eftir því að hann var kosningarstjóri hjá spilltustu stjórnmálamönnum Framsóknar fyrr og síðar og jafnframt landsins, og þáði að launum heiðurslaun Alþingis þá væntalega fyrir bragðið?

Eða lyktar það ekki af neinni spillingu hjá hræsnurum?

joð (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:09

18 identicon

Til mektarmannsins joð: Heiðurslaun mín stóðu pikkföst í kerfinu að fyrirmælum Davíðs Oddssonar þegar Framsóknarflokkurinn ákvað að sýna þann drengskap að forða því að forsætisráðherra gæti lagt óbreyttan borgara í einelti. Skammætt samstarf mín og Framsóknarflokksins hófst síðar og lauk snögglega, þegar Halldór Ásgrímsson upp á sitt eindæmi gerði flokkinn að innrásaraðila í Írak.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:39

19 identicon

Ágæti Þráinn.  Svo virðist þá að heiðurslaunin hafa verið veitt með ákveðnum skilyrðum Framsóknarflokksins hvað þig varðar.

joð (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:55

20 identicon

S

Sæll Eiður

Mér finnst ekki rétt að gera lítið úr kvikmyndalist Þráins og leyfi mér að minna á myndirnar Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf sem bera listfengi höfundar fagurt vitni. Ekki eru síðri greinarnar í Fréttablaðinu þar sem hann afhjúpaði með eftirminnilegum hætti misnotkun Björns Bjarnasonar á dómstólunum; Björn var sem sé að ná sér niðri á Jóni Ásgeiri ( Þráinn nefndi Björn Skugga Skuggason í öðru samhengi, en þá fyrir að fara að lögum!). Þegar manni á borð við Þráin tekst vel upp verða blaðaskrif að list. - Þráinn er gull að manni.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:23

21 identicon

 Einar, -  Það er mikill misskilningur að ég hafi verið  að gera lítið úr kvikmydnagerð Þráins Bertelssonar. Hvar gerði ég það ?

Eiður (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband