Bensínverđ: Langlundargeđ neytenda ,- og stjórnvalda

Langlundargeđ okkar íslenskra neytenda,- og  stjórnvalda,-  gagnvart olíufélögunum er međ ólíkindum. Á sömu stundu og fréttir berast  af hćkkunum olíuverđs erlendis hćkka olíufélögin á Íslandi  verđ  til neytenda. Ţegar  olíuverđ hinsvegar lćkkar erlendis, - og ţađ hefur lćkkađ mikiđ  ađ undanförnu,- gerist ekkert  á sömu stundu, heldur  gerist lítiđ  og  seint.

Ótrúleg var fréttin í dag um ađ olíufélögin hefđu ÖLL  lćkkađ bensínverđ um eina krónu og  hráolíuverđ um tvćr  krónur. Öll á  sama  tíma og öll um  sömu upphćđ. Ţetta er sko ađ kunna ađ  ganga í takt ! Ţađ getur ekki veriđ  ađ  stjórnvöld láti ţetta augljósa   samráđ óátaliđ.

Hvađ geta neytendur gert? Vćntanlega  ekki mikiđ, en gaman  vćri ađ heyra tillögur.

Hin misheppnuđu mótmćli  trukkakarla  í vor höfđu  engin áhrif og  voru ađstandendum  til skammar. Ţađ ţarf ađ  fara  ađrar leiđir, en ţćr  eru vandfundnar.

Ýmsir  bundu  vonir  viđ Atlantsolíu ţegar ţađ  fyrirtćki var sett á laggirnar. Ég var ţeirra á međal. Sé ekki betur en  Atlantsolía  sé orđinn partur  af sukksúpunni. Ţađ  sama  gerist međ Atlantsolíu og  gerđist međ Hagtryggingu í gamla daga,sem  stofnsett var  gegn   gömlu tryggingarfélögunum. Hagtrygging  gekk  svo bara í liđ međ óvinunum og  gufađi loks upp.

Kaup á smáhlut í Hagtryggingu  voru  fyrsta  vonda  reynsla mín af hlutabréfakaupum.

Talsmađur Olís í  sjö fréttum í sjónvarps  ríkisins var í senn  grátbroslegur og  brjóstumkennanlegur. Enda vart á  öđru von. Hann var ađ  reyna ađ verja málstađ sem er óverjanlegur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband