12.8.2008 | 22:17
Toyota slettir á okkur
Alveg er mér fyrirmunað að skilja hversvegna Toyotaumboðið telur sér sæma að sletta ensku framan í þjóðina í hverri auglýsingunni á fætur annarri.
Slettan að "smæla" á ekkert erindi inn í íslenskan málheim. Það er þessu ágæta fyrirtæki til minnkunar að gefa íslenskri tungu og þeim sem unna móðurmálinu langt nef með þessum hætti.
Við höfum komist prýðilega af með hið fallega orð bros.
Fyrirtæki eiga að sjá sóma sinn í að vanda málfar í auglýsingum.
Athugasemdir
Heill og sæll; Eiður Svanberg !
Þakka þér; óbilandi kraft, sem þolgæði víst, til verndar tungu okkar.
Sæmd; að liðveizlu þinni, sem annarra, hverjir vernda vilja, óbjagaða íslenzku.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:25
Eins og þú auðvitað veist, er orðskrípið "smæla" rímorð á móti orðinu "æla." Þess vegna getur þú ekki skammað þá hjá téðu blikkbeljuumboði; mönnunum er sýnilega óglatt. Bestu kveðjur til til þín og bræðra okkar Færeyinga.
Pjetur Hafstein Lárusson, 15.8.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.