29.7.2008 | 19:46
Ótrúleg ósvífni RÚV
Það er ótrúleg ósvífni hjá Ríkisútvarpinu að birta áfengisauglýsingar í trássi við lög. Í kvöld að loknum fréttum var auglýstur Heineken bjór. Hrein áfengisauglýsing. Það breytir engu þótt orðið léttöl birtist með örsmáu letri í eina sekúndu eða svo neðst í horni á skjánum. Þetta er áfengisauglýsing og þar með lögbrot.
Hvar eru nú þeir sem eiga að gæta hagsmuna almennings ?
Athugasemdir
En hvað með logo og heimasíðu ÁTVR ?
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 29.7.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.