29.10.2007 | 20:02
Kirkjan í kapphlaupið
Það hefur verið kapphlaup hjá landeigendum, einkum sunnanlands ,að skipuleggja landssvæði undir sumarhúsabyggð. Nú er kirkjan komin í kapphlaupið eftir fréttum að dæma. Langt er þá seilst til að krækja í krónur handa kirkjunni.
Það svo ótrúlegt ,að nánast undir kirkjuvegg Skálholtsdómkirkju eigi að skipuleggja sumarhúsabyggð, að maður næstum klípur sig í handlegginn til að ganga úr skugga um að maður heyri þetta í vöku en ekki í draumi.
Á hvaða leið er kirkjan?
Er nema von að spurt sé.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.