Er einhver hissa ?

Er einhver hissa ,žegar bankastjóri Landsbankans segir, aš  ef til vill verši  naušsynlegt aš taka upp ensku   ķ daglegum störfum ķ  bankanum ?  Ekki ég. Samskipti  viš śtlönd  eru svo  rķkur žįttur ķ starfsemi ķslenskra fjįrmįlastofnana, aš hluti  starfsmanna talar allan daginn jöfnum höndum  ensku og ķslensku, žvķ ekki tala erlendir  bankamenn ķslensku, - enn sem komiš er !

Er  ekki lķka  svo  komiš, aš hįskólar į  Ķslandi kenna  sumir hverjir    hluta nįmsefnis į ensku?

Žaš er  svo komiš aš  menn eru ekki lengur   gjaldgengir į  vinnumarkaši ,nema vera  vel aš sér ķ ensku. Mašur žarf  meira segja aš kunna ensku   til aš  geta tjįš sig  viš  afgreišslufólk ķ stórverslunum  eins og Hagkaupum og Bónusi. Lenti sķšast ķ žvķ ķ  fyrrdag og  lenti lķka ķ žvķ aš tślka fyrir  fulloršinn mann sem  var nęstur į undan mér og ekki sleipur ķ enskunni.Žaš skilja nefnilega ekki allir  ensku.Žetta er  hinn  harši veruleiki.En žaš er heilög skylda okkar aš vernda móšurmįliš. Žar standa   fjölmišlar og  fjölmišlungar sig illa. Stjórnmįlamenn  sletta ensku. “ Jęja , whatever..” sagši   vķttlesinn bloggari og  forystumašur  vinstri gręnna ķ  Silfri Egils. Ķ śtvarpinu ķ morgun var  veriš aš  fjalla um bókmenntir og tekiš svo  til orša “..rithöfundar sem  skipa  svokallašan short list eša stuttlista”. Óžörf sletta.Dęmin eru  óteljandi, - žvķ mišur.Žetta var į  bloggi Mogga ķ morgun.Well folks, time for a lil“update“Anywho...pabbi gamli og”..(Anywho er  reyndar įšur óžekkt nżyrši ķ ensku, sennilega     ętlaši hann aš skrifa    Anyhow) Oft sletta žeir mest ,sem minnst kunna. “Ég var svo aš fį mér nżja gręju ķ gęr...24" widescreen tölvuskjį (Gateway FPD2485W).  Žvķlķkur munur, 1920*1200 upplausn og allez.  Styšur 1080p Hi-Def svo hann dobblar sem fullkominn skjįr fyrir X-boxiš lķka og svo veršur mašur aušvitaš aš fį sér Blu-Ray spilara innan skamms. Svona lķtur desktoppurinn śt hjį mér nśna. ..”Žetta er aušvitaš mįlsóšaskapur meš ólķkindum.Viš eigum aš  kunna ķslensku og stušla aš žvķ aš vegur tungunnar verši sem mestur. Viš žurfum aš kunna ensku, en viš eigum aš halda mįlunum  ašskildum.Žaš er mergur mįlsins, en reynist mörgum  erfitt. 

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband