26.5.2007 | 08:56
Öldungis ótrúlegt !
Oft blöskrar okkur verðlag á innfluttum varningi á Íslandi, - með réttu.
Ekki síst þegar við höfum samanburð við verðlag í grannlöndum.
Fyrir nokkru sá ég smáhlut í Húsasmiðjunni ,frekar en Byko, , sem kostaði 690 krónur. Í gær sá ég sömu vöru, nákvæmlega eins, frá sama framleiðanda í Bónus hér í Þórshöfn í Færeyjum. Verðið hér var 19.90 færeyskar (danskar) krónur, sem jafngilda, kunni ég að reikna, um 224 íslenskum krónum.
Þrefaldur verðmunur !
Hver skyldi vera skýringin ?
Spyr sá sem ekki veit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.