Molar um málfar og miðla 1974

  

HVAÐ GERIR AÐ ....?

Molalesandi spyr Molaskrifara á netinu:

,,Má ekki svipta menn ríkisfangi fyrir svona fyrirsagnir?”

Fyrirsögnin er:,,Hvað gerir að Vigdís hyggst hætta?

Molaskrifara finnst það nú kannski full langt gengið, en alvarlegt tiltal ætti ritstjóri að veita þeim fréttamanni, sem ber ábyrgð á þessu.  

http://www.hringbraut.is/frettir/hvad-gerir-ad-vigdis-hyggst-haetta#.V3pTIeTsye8.facebook

 

FRANSKAR KARTÖFLUR

Á dögunum átti skrifari leið um stórmarkað þar sem verið var að bæta við vörum í grænmetisdeildinni. Þar á meðal voru stórar , tandurhreinar bökunarkartöflur. Þær komu í pappakössum og báru áletranir með sér að kartöflurnar voru frá Frakklandi.

Nokkru síðar þóttist skrifari heyra svohljóðandi auglýsingu í útvarpi: Nýuppteknar franskar kartöflur. Það gat auðvitað verið hárrétt.

En kannski var bara verið að auglýsa nýuppteknar danskar kartöflur? Misheyrn?.

En nýuppteknar franskar kartöflur eru óneitanlega afar áhugaverður kostur.

 

HJÓLREIÐAR Á GANGSTÍGUM Í sjónvarpi hefur að undanförnu verið sýnd stutt fræðslumynd frá Samgöngustofu ,aðallega um hjólreiðar á gangstígum, sem mjög hafa færst í vöxt að undanförnu. Myndin er vönduð og efninu gerð góð skil. Þorri hjólafólks er til fyrirmyndar. En litla von hefur skrifari um þessi mynd, þótt góð sé bæti framferði hjólafantanna á stígnum með Arnarnesvogi þar sem þeir stofna lífi og limum gangandi fólks í hættu á degi hverjum. Þar eru samt á tveggja km kafla fimm skilti, með reglum um hjólreiðar á stígnum. Molaskrifari forðast að ganga þarna á þeim tímum þegar  hjólaumferðin er mest. Það getur ekki verið að bæjarstjórn Garðabæjar skorti fjármagn  til að mála strik á stíginn. Þannig að glögg mörk verði milli gangandi og hjólandi. Það væri ódýr slysavörn.  Vonandi gerist það áður en fleiri  slys verða á stígnum.

 

 

 

SÍMANOTKUN UNDIR STÝRI

Lofsvert er framtak vátryggingafélagsins Sjóvár að birta auglýsingar, sem beinast gegn farsímanotkun undir stýri. Hrós fyrir það. Rannsóknir sýna að sá sem talar í síma í akstri er 23 sinnum líklegri til að lenda í óhappi, valda slysi en sá sem lætur þetta vera og einbeitir sér að akstrinum..

 Lögreglan þarf að fylgja banni gegn farsímanotkun undir stýri fast eftir. Hækka þarf sektir verulega. Sumir rannsakendur hafa sagt það sambærilegt því að aka undiráhrifum áfengis eða annarra vímuefna að tala í síma eða senda smáskilaboð undir stýri.

 

TIL LESENDA

Þeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beðnir að nota póstfangið eidurgudnason@gmail.com .Eða einkaskilaboð á fasbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, - ESG

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband