Molar um málfar og miđla 1938

  

MARG UMRĆDDUR VIĐTENGINGARHÁTTUR

Molavin skrifađi (27.04. 2016): ,, Enn heldur Fréttastofa Ríkisútvarpsins áfram ađ misţyrma viđtengingarhćtti. Ţessi ţráláta misţyrming móđurmálsins sýnir einbeittan brotavilja. "Ný lög takmarki framkvćmdir sveitarfélaga" segir í fyrirsögn fréttar Rúnars Reynissonar (27.04.2016) og mćtti ćtla af henni ađ hvatt sé til ţess ađ dregiđ verđi úr framkvćmdum. Viđ lestur kemur í ljós ađ um er ađ rćđa varúđarráđstöfun á ţenslutímum og ţví ćtti ađ standa: "Ný lög gćtu takmarkađ framkvćmdir..." Úr ţví málfarsráđunautur stofnunarinnar hefur tíma aflögu til ađ sinna aukavinnu í ţáttargerđ á laugardögum ćtti henni ekki ađ vera skotaskuld ađ verja einhverjum tíma til ađ leiđbeina fréttamönnum um málfar á virkum dögum”. Ţakka bréfiđ , Molavin.  Reyndar hefur málfarsráđunautur nýlega  fjallađ um viđtengingarhátt í Málskoti á Rás 2 og  bođađ frekari umfjöllun. Látum málfarsráđunaut njóta sannmćlis.  En   ekki er víst ađ móttökuskilyrđin séu allsstađar í góđu lagi hjá ţeim sem mest ţurfa á ađ halda.  

 

KANADAMAĐURINN

T.H.  skrifađi (27.04.2016) og vísađi til fréttar á dv.is: http://www.dv.is/frettir/2016/4/26/myrtur-filippseyjum-thetta-var-kaldrifjad-mord/

Í fréttinni segir:  "Kanadamanni sem haldiđ hafđi veriđ í gíslingu um hríđ af herskáum íslamistum á Filippseyjum, er látinn en hann var tekinn af lífi."
T.H. bćtir viđ: ,,Kanadamanni ... er látinn!
Jćja, ţađ var ţó ekki Hornafjarđarmanni!
Betra svona:
Kanadamađur, sem haldiđ hafđi veriđ í gíslingu um hríđ, af herskáum íslamistum á Filippseyjum, er látinn, en hann var tekinn af lífi.”

 Vissulega  betra. Ekkert eftirlit. Enginn les yfir. Ţakka ábendinguna, T.H. . 

MÁLTILFINNING FRÉTTABARNA

  1. skrifađi Molum (26.04.2016):,, Ţetta er úr frétt í Vísi í dag: ,,Múslimar halda friđarţing í Reykjavík:

Ţeim greinir frá öđrum múslimum af ţví leyti ađ ţeir trúa ţví ađ stofnandi stefnunnar Mirza Ghulam Ahmad (1835-1908)  hafi veriđ  sá spámađur sem Kóraninn vísi til ...”

 Hann spyr: ,,Er ekki snefill af máltilfinningu hjá fréttabörnunum?”  Í ţessu  tilviki, S,  og alltof mörgum öđrum er svariđ NEI. Enginn les yfir. Enginn leiđbeinir.   Ţakka bréfiđ.

http://www.visir.is/muslimar-halda-fridarthing-i-reykjavik/article/2016160429198

 

UNDARLEGUR SAMANBURĐUR

Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (27.04.2016) var frá ţví greint ađ Kínverjar hefđu keypt ástralskt fyrirtćki, sem vćri stćrsti nautakjötsframleiđandinn í Ástralíu og spildan sem fylgdi fyrirtćkinu vćri meira en  100 ţúsund ferkílómetrar , - á stćrđ viđ Írland,  tvöfalt  stćrri  en Danmörk. Írland er 85 ţúsund ferkm. og  Danmörk 43 ţúsund ferkm.  Ţetta er  dálítiđ undarlegur samanburđur. Rétt er ađ landiđ, sem ţetta fyrirtćki rćđur  yfir er um 100 ţúsund ferkílómetrar , ţar af er  einn búgarđur, ein jörđ,  70 ţúsund ferkílómetrar eđa á stćrđ   viđ Írland.  Heildarland  fyrirtćkisins, sem Kínverjar voru ađ kaupa sig inn í, er ađ  flatarmáli álíka  stórt og Ísland sem er 103 ţúsund ferkílómetrar. Eđa á stćrđ viđ Kentucky-ríki í Bandaríkjunum sem er  104 ţúsund ferkílómetrar.

 

ENDURTEKIĐ EFNI

Aftur og aftur  heyrir mađur sömu stađaheitin borin  rangt fram í útvarps/sjónvarpsfréttum. Síđast í fréttum Ríkissjónvarps á ţriđjudagskvöld (26.04.2016). Enn  einu sinni var skýru  k-ái bćtt inn í nafn  ríkisins Connecticut í Bandarríkjunum. Ţar á ekki ađ  vera neitt k –á. Réttur framburđur er: /konn-NE-tti-köt/ eins og heyra má hér: http://inogolo.com/pronunciation/Connecticut

Ţetta er ekkert flókiđ, en skrítiđ ađ heyra sömu villuna aftur og aftur. Hefur nokkrum sinnum verđ nefnt í Molum.  Séu fréttamenn í vafa um réttan framburđ erlendra nafna  tekur ađeins nokkrar sekúndur ađ finna réttan framburđ á netinu.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers ţarf ađ segja ađ mađurinn sé látinn, ef hann var tekinn af lífi?undecided

Ţjóđólfur á Kleppi (IP-tala skráđ) 30.4.2016 kl. 00:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband