Molar um mįlfar og mišla 1932

Glešilegt sumar, kęru Molalesendur.

Žakka  ykkur samskiptin ķ vetur.

 

AŠ SPILA LĶKAMLEGA!

Molavin skrifaši ((19.04.2016) : „Žeir spila mjög lķk­am­lega og fast...“ segir ķ upphafi ķžróttafréttar Morgunblašsins (19.04.2016). Hér er į feršinni dęmi um žaš hve enskt mįl er hrįžżtt yfir į ķslenzku, eša "oršabókaržżtt" eins og sagt var foršum. Google-žżtt vęri žaš trślega kallaš ķ dag. Ķ ensku er sagt aš leikmenn séu "physical" žegar žeir beita afli frekar en leikni ķ leik. Žaš var įšur oft kallaš ķ ķžróttafréttum aš vera "fruntalegir" eša "haršhentir." En aldrei "lķkamlegir." 

 

SIGURŠUR INGI FORMAŠUR!

Valur skrifaši Molum (18.04.2016): ,,Sęll Eišur.
Hér er frétt af vef Rķkissjónvarps er Kįri Gylfason fréttamašur skrifar og gerir hann ķ fyrstu lķnu fréttar Sigurš Inga aš formanni Framsóknarflokksins. En aušvitaš er Sigmundur Davķš Gunnlaugsson formašur Framsóknar ennžį. Synd aš žurfa aš kenna fréttamönnum hvernig stundum žau eru gefinn pólitķsku spilin. Aušvitaš sendi ég ķ tölvupóst um aš žetta yrši leišrétt .. en ekkert svar .. kannski er svaraš ķ sķma .. en žaš er ekki mķn deild.
Afsakašu žetta er ekki beint um mįliš okkar,heldur hugtaka/stašreyndarugl og hvernig mį nota mįliš okkar illa.”
http://www.ruv.is/frett/forsaetisradherra-fagnar-frambodi-olafs-ragnars
Kęrar žakkir , Valur. Hrošvirkni. Enginn les yfir, fremur en endranęr. Ein įstęšunum fyrir žvķ aš ég byrjaši aš skrifa žessa Mola var sś aš ég sendi fréttastofu Rķkisśtvarpsins stundum tölvupóst meš ,,vinsamlegum įbendingum”, eins og ég kallaši žaš. Ašeins einu sinni svaraši fréttamašur og žakkaši įbendinguna. Annars talaši ég fyrir daufum eyrum. Ekki hissa į aš žś skulir ekki hafa fengiš svar.

 

ŽAR SĶŠASTA VIKA

Ķ fréttum į mišnętti į mįnudagskvöld m(18.04.2016) talaši fréttamašur um žar sķšustu viku. Hvaš er žar sķšasta vika?

Molaskrifari jįtar fśslega aš žaš veit hann ekki. Er žaš  sķšasta vika eša vikan žar į undan?  Noršlenskur vinur Molaskrifara segist hafa vanist žessu oršalagi frį barnęsku, žegar talaš sé um vikuna į undan fyrri viku, eša vikunni sem leiš. Molaskrifari hefur ekki heyrt žetta oršalag fyrr en ķ fjölmišlum undanfarin įr, en hann er nįttśrulega Sunnlendingur, Sušurnesjamašur meš ķblöndun austan af fjöršum.

 

AŠ KJÓSA MEŠ

Žetta oršalag heyrist ę oftar. Margir fréttamenn viršast ekki gera sér grein fyrir žvķ aš žaš er munur į aš kjósa og aš greiša atkvęši um eitthvaš. Oft hefur veriš vikiš aš žessu hér ķ Molum. Į žrišjudagsmorgni var ķ fréttum Rķkisśtvarps talaš um aš kjósa meš tillögu, žegar segja hefši įtt, - aš greiša atkvęši meš tillögu. - Žegar greidd eru atkvęši į Alžingi segir žingforseti:  Atkvęšagreišslan er hafin. Atkvęšagreišslunni er lokiš. Hann segir ekki: Kosningin er hafin. Kosningunni er lokiš.  Žegar Alžingi kżs ķ rįš og nefndir fer fram kosning. Atkvęši eru greidd um  frumvörp og breytingatillögur.  Žaš er ekki kosiš um breytingatillögur į  Alžingi.  Žetta er ekki flókiš. Enn einu sinni er męlst til žess, aš mįlfarsrįšunautur skżri žetta śt fyrir žeim fréttamönnum, sem er žessi munur ekki ljós.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.

Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband