19.4.2016 | 09:08
Molar um mįlfar og mišla 1930
BRESKA KONUNGSDĘMIŠ!
Ķ Kastljósi gęrkvöldsins (18.06.2016) var rętt viš forseta mannréttindadómstóls Evrópu. Žar nefndi hann mįl, sem hefši veriš erfitt śrlausnar, mįl Hollendingsins Hirst ,en į ensku sagši hann: ,, the case of the Dutchman Hirst against the United Kingdom. Ķ nešanmįlstexta var okkur sagt frį mįli Hollendingsins Hirst gegn breska konungsdęminu!!! Rķkissjónvarpiš okkar į aš geta gert betur en žetta!
Ķ GEGNUM HURŠINA!
Rétt įšur en bein śtsending hófst frį blašamannafundi forseta Ķslands ķ gęr (18.04.2016) į Bessastöšum, sagši dagskrįrgeršarmašur (ekki fréttamašur) Rķkisśtvarpsins, Rįsar tvö, ķ beinni śtsendingu frį Bessastöšum: ,, Huršin er ennžį lokuš sem aš ég svona reikna meš aš forseti komi ķ gegnum.... Žetta var vissulega sögulegur fundur, en žaš hefši sannarlega veriš enn sögulegra, ef Ólafur Ragnar Grķmsson hefši komiš ķ gegnum huršina. Žaš gerši hann sem betur fer ekki, bęši fyrir huršina og hann. Hurš er nefnilega eins konar fleki til aš loka dyrum eša opi, - segir oršabókin.
FJĮRMAGN OG ŽEGNAR
Ķ spjalli stjórnenda morgunžįttar Rįsar tvö (15.04.2016) var talaš um aš fjįrmagn hafi veriš skotiš undan. Fjįrmagni var skotiš undan , hefši veriš rétt. Ķ sama spjalli ręddu umsjónarmenn notkun oršsins žegn, undrušust svolķtiš aš žaš skuli notaš, en ekki talaš t.d. um borgara. Molaskrifari sér ekkert athugavert viš žetta įgęta orš, - fķnt aš tala um žegna, - ķslenskir žegnar, ķslenskir borgarar, Ķslendingar.
HVERSVEGNA?
Hversvegna lįta forsętisrįšherra, utanrķkisrįšherra , nokkrir žingmenn og Gušni Th. Jóhannesson,sagnfręšingurinn, sem hefur veriš aš ķhuga forsetaframboš, Hrašfréttir Rķkissjónvarpsins gera sig aš fķflum (16.04.2016)? Er allt til vinnandi til aš komast skamma stund į skjįinn? Halda žeir aš žetta auki viršingu žeirra eša žingsins? Ég held ekki. Svo var žetta reyndar svo ófyndiš sem mest mįtti verša.
SLETTUFYRTĘKIN
Eftirgreind fyrirtęki eru einna fremst ķ flokki žeirra sem sķfellt sletta į okkur ensku oršunum tax-free ķ auglżsingum.
Rśmfatalagerinn
Ilva, - gott ef žaš fyrirtęki segir ekki lķka ,,go crazy
Hśsgagnahölllin
Hagkaup
A-4
Heimkaup
Ekki er veriš aš veita neina undanžįgu frį greišslu skatta. Žaš er bara veriš aš veita tiltekinn afslįtt.
Annaš fyrirtęki mętti og nefna hér. Žaš auglżsir ķ blöšum: Ertu aš leita aš talent ? Fyrirtękiš spyr hvort žś sért aš leita aš hęfum starfsmanni. Žetta er rįšningaržjónusta, sem heitir reyndar Talent.
Žeim sem semja žessar auglżsingar finnst greinilega fķnna aš nota ensku en aš nota móšurmįliš, ķslensku. Žaš er ekki fķnna.
Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.
Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.